Hef...

...komist á snoðir um SMS frá Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ, til Guðjóns Þórðarsonar. Sent fyrir nokkrum mínútum. Ef ekki til Gauja, þá vona ég a.m.k. að hann sendi þetta bara eitthvert.

sms

EYJÓLFUR!

ERTU EKKI AÐ GRÍNAST?
mbl.is Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töfrahandklæði...

handbolti...er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Ég hef glímt við það í nokkur ár að hlaupa inn á fótboltavelli og spreyja kælispreyi á fótboltamenn með meiddi. Suma þarf jafnvel að líma eitthvað saman eða gefa þeim að drekka. Það er bara eins og það er.
Í handboltanum hins vegar er það þannig að í hvert skipti sem einhver beljakinn hrynur í gólfið með harmagrát og kveini þá er kallað á manninn með handklæðið. Í handboltanum er nóg að einhver sem heldur á handklæði eða einhverri tusku komi inná og styðji stórslasaðann leikmanninn á fætur. Það er varla að þeir fái vatnssopa. Og þeir eru læknaðir.
...og ekki láta mig byrja að tala um ruðning í körfubolta. Þar sem rúmlega tveggja metra bolar láta einhverja litla bakverði hlaupa á sig og henda sér í gólfið með skrækjum. Hver tekur þetta eiginlega trúanlegt.
Ég fór á tvo kappleiki í kvöld, sem voru á sama tíma. Selfoss vann Víkinga í Vallaskóla á meðan FSu rúllaði yfir Ármann/Þrótt í Iðu. Þessi dagur hlýtur að vera einn af hápunktum Selfysskrar íþróttamenningar í langan tíma.


Mér...

uppgroftur...er svo ofsalega kalt á tánum. Ekki góðir svona dagar þar sem maður er með kuldahrollinn í sér. Líklega er mér ennþá kalt eftir að hafa staðið undir löngum fyrirlestri fyrir utan Skálholtskirkju í dag um fornminjar á svæðinu. Fróðlegt alveg, ég ætlaði nú einu sinni að verða fornleifafræðingur og hef þess vegna mikinn áhuga á þessu. Mjöll Snæsdóttir, sem hélt töluna, sagði að það væru margir sem hefðu áhuga á að fara í fornleifafræði til að verða eins og Indiana Jones. Þeir flosna svo gjarnan uppúr námi því fornleifafræðin c eitthvað allt annað en þeir búast við. En sumir halda líka áfram því þetta er svo skemmtilegt fag. Ég gæti a.m.k. alveg hugsað mér að vinna við þetta, sópa mold með tannbursta og grafa með teskeið.

Hitti biskup og frú, ráðherra, myndlistarmann, Magnús Hlyn og Vigni Egil. Fékk líka skonsur með reyktum laxi og óáfengt freyðivín. Já, lystisemdir blaðamannastéttarinnar...


Fórum...

eden.h6...í sunnudagsbíltúr í dag... frekar tilþrifalausan. Jóhanna þurfti að fá marengs-skammtinn sinn þannig að við kíktum í Eden. Apinn var þögull í búrinu sínu, fullir Nilfiskar sveimuðu um og Siggi Fannar borðaði köku með Þórunni. Á útleiðinni var Valli Reynis kominn í röðina með sína spúsu, líklega á leið í smurbrauð og tertu.

Það er ekkert sem slær Eden við.


Mæli...

...með því að bílaumboðin fari meira út í það að sponsora sjónvarpsþætti. Hér er hugmynd:

octavia

Annars er það helst að frétta að bíllinn fór í alþrif í dag og veitti ekki af. Ég fór upp á stöð með meira af drasli sem ég fann í honum... ekkert bitastætt þó.
Fékk þær fréttir að myndavélin c glötuð. Svona hlutir skipta svo hratt um hendur í undirheimunum að engin leið er að ná í skottið á þeim. Ekki bætir úr skák seinagangur lögreglunnar í Reykjavík. That's life.

Kíkti á Lalla í Kjarval í morgunkaffi, fékk rúllutertu sem er mjög gott að innbyrða þegar maður er í aðhaldi.


Þetta...

skodastolid...var í heildina séð frekar viðburðaríkur dagur. Þegar við vorum á leið útúr húsi í morgun með Dýrleifu Nönnu í 18 mánaða skoðun var bíllinn horfinn úr innkeyrslunni - og búið að opna alla hina bílana á hlaðinu. Maður var svona tiltölulega fljótur að leggja saman tvo og tvo og fá út að maður væri orðinn vitorðsmaður í fangaflótta.

Hringdi strax í lögguna og Ingvar sagði mér að bíllinn myndi örugglega finnast fljótlega þar sem þeir væru líklega að komast á sporið. Sú varð líka raunin og klukkan rúmlega 11 fundust bíllinn og þjófarnir í vesturbæ Reykjavíkur. Þá sagði ég Ingvari að myndavélin mín væri í bílnum en þrátt fyrir að hann ýtti við Reykjavíkurlöggunni þá höfðu þeir engan áhuga á því að hamra járnið á meðan það var heitt og finna vélina. Ég vissi það ekki fyrr en bíllinn var kominn á Selfoss klukkan sex að myndavélin væri horfin. Tilfinnanlegt tjón fyrir mig enda er þetta mín vinnuvél og ég geri ekkert án hennar. Vona bara að Reykjavíkurlöggan fari að vinna vinnuna sína eða þá að hægt verði að snúa upp á hendurnar á þjófunum.

Bíllinn er annars í góðu standi og óskemmdur. Drengirnir hafa meira að segja gengið tiltölulega snyrtilega um og ekki eyðilagt neitt nema geisladiskadæmið sem fest var við skyggnið. Þeir hafa hins vegar ekkert vit á myndavélum því að tvær linsur sem kosta einhvern pening voru óhreyfðar. Aftursætið var hins vegar fullt af fötum og einhverju drasli sem þeir hafa stolið í gærkvöldi. Frétti hjá löggunni að þeir hefðu skilið eftir skilaboð í vinnuskúr sem þeir fóru inní: "Takk fyrir okkur, strokufangarnir af Litla-Hrauni." Ég fékk engin svona skilaboð.

Fjölmiðlar landsins hringdu í mig í allan morgun en að sjálfsögðu skúbbar Sunnlenska fréttablaðið um stuldinn á ritstjóravagninum. Dramatískasta samtalið kom frá fréttakonu fréttablaðsins sem ég hafði lítinn tíma til að tala við og bað um að hringja í mig eftir hádegi. Líklega hefur hún misst áhugann því hún hringdi ekkert aftur...

Hér má lesa um bíl dagsins.


Bílnum...

...mínum var stolið í nótt. ZX-224. Gráblár Skoda Octavia. Inniheldur líklega tvo fanga. Sláið á þráðinn til mín eða Selfosslöggunnar ef þið sjáið hann. 480-1010.
mbl.is Leitað árangurslaust að strokuföngum í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandsmótinu...

getImg... í knattspyrnu lauk í gær. Spáin sem ég setti fram fyrir fjórum umferðum rættist. Valsmenn urðu meistarar og Víkingar féllu. Ég fór ekki á einn leik í Landsbankadeildinni í sumar, samt var sett áhorfendamet. Hlustaði á leikina í útvarpinu í gær á meðan ég var að horfa á rally á Kleifarvatni. Bjarni Fel klikkar aldrei.

Nýyrði dagsins er axlartækling. Það er það sem fótboltamenn kalla öxl-í-öxl. Adolf Ingi Erlingsson tefldi fram þessu orði í úrslitaleiknum á HM kvenna sem er í gangi núna. Væri fínt ef Brassarnir tækju þetta bara.

Google segir: "Engin skjöl fundust með leitarstrengnum - axlartækling."

Muna svo að kjósa mynd nr. 9 HÉR


Væruði...

...til í að smella á þennan tengil:

http://www.bssl.is/Template4.asp?Sid_NR=1224&E_NR=1191&VS=1VS1.asp&VT=1224

...og kjósa mynd nr. 9? Ég veit að Jóhanna yrði ánægð.

Mynd 9


Ég...

...er frekar lélegur í að blogga á mánudögum og þriðjudögum vegna vinnu. Einhverra hluta vegna halda margir það að ef maður vinni við tölvu þá geti maður bara hangið á netinu allan daginn. Ég er einhvernveginn þannig innstilltur að þegar ég er að vinna, þá er ég að vinna. Kannski er ég bara skrýtinn.

Fór með bílinn í þjónustuskoðun og smurningu í dag. Kostaði sitt. Hefði líklega getað farið hálfa leiðina á Anfield fyrir peninginn. Vorkenndi reyndar Eyþóri Jóns (sem skveraði bílinn fyrir mig) því jómfrúrferðin hans á Anfield var um síðustu helgi á lélegan 0-0 leik gegn Birmingham.

Skrapp niður í Þorlákshöfn áðan til að mynda Humarvinnsluna. Hitti bara á einhverja Pólverja og þeir voru bara frekar hressir þó að það væri búið að segja þeim upp. Íslendingarnir voru ekki eins kátir.


Mér...

sandfok_hella07
Svona var útsýnið á Hellu þegar það var upp á sitt besta.

...var bjargað í dag. Ég fór á torfærukeppnina á Hellu í þvílíku hífandi roki og sandbyl að annað eins hefur ekki sést. Ég held að ástandið gæti ekki orðið mikið verra í Sahara eyðimörkinni. Eftir að hafa grenjað úr mér augun, kominn með svartan hortaum út á kinn fékk ég vinalegt bank á öxlina. Þar var kominn björgunarsveitarmaður með flugelda-skotgleraugu sem hann gaf mér, og bjargaði mér alveg. Ég sá a.m.k. út um þau þangað til sandurinn var búinn að sandblása gleraugun mött. Þegar ég fann síðan bílinn minn aftur eftir keppni þá var hann krómaður á annarri hliðinni. Ég er enn að kroppa svartan sand útúr eyrunum, nefinu og á milli tannanna.

Jóhanna toppaði síðan daginn með einiberjakrydduðu lambalæri, brúnuðum kartöflum, smjörsteiktum sveppum, gulrótum og sveppasósu. Er hægt að fara fram á meira?

krummi_hella07
Læt fylgja með eina mynd af Krumma frænda á Hrafninum, sem tók vel á því í dag.

Það...

...er kominn 23. september. Í dag eru haustjafndægur og því tilvalið að láta af bloggfríinu. Ég er á því að blogg c vetraríþrótt. Maður á ekki að hanga yfir tölvunni á sumrin (reyndar matsatriði hvort maður á að gera það á veturna). Styttist jafnvel í að keppt verði í bloggi á vetrarólympíuleikunum. Spurning hvort Íslendingar eigi ekki eftir að sópa að sér verðlaunum í greininni. Það fer reyndar eftir því hverjir verða valdir í liðið. Mér hefur a.m.k. ekki sýnst það að vinsældir fari saman við gæði bloggara. Ég myndi velja Dr. Gunna í blogglandsliðið.

Í kommentunum við síðustu færslu voru margar skemmtilegar hugmyndir að því hvað þessi dagur ætti eftir að bera í skauti sínu. Margar líklega réttar, þó að ég viti ekkert um það. En það var bara hún Rannveig frænka sem hitti naglann á höfuðið með haustjafndægrin. Og svo er líka haustveður... hlakka til að húka á Hellu í dag á torfærukeppninni.

Við Jóka horfðum á Children of Men í gærkvöldi. Ágæt mynd, en ekki 133. besta mynd sem gerð hefur verið.

23. september 1965 fæddist frumburður foreldra minna. Óska þeim öllum til hamingju með daginn.


?

cyclcomp2

 Hvað gerist 23. september?
.


Kínverskir...

...íþróttafréttamenn eru algjörir snillingar. Ég horfði á leik Liverpool og Toulouse í tölvunni í kvöld í gegnum einhverja kínverska íþróttarás. Reyndar gat ég ekki horft stanslaust en hlustaði þess í stað á þulina. Að hlusta á óskiljanlega kínversku er jafnvel skárra en að þurfa að hlusta á Arnar Björnsson og félaga blaðra yfir leikjunum hérna heima.

Fyrir þá sem hyggjast horfa á Liverpoolleiki á kínversku í framtíðinni eru hér kínverskar þýðingar á nöfnum leikmanna:

Kútí = Kuyt
Krátsí = Crouch
Arbelonga = Arbeloa
Masísarano = Marcherano

Góðar stundir (ég er enn í bloggfríi)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband