Töfrahandklæði...

handbolti...er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Ég hef glímt við það í nokkur ár að hlaupa inn á fótboltavelli og spreyja kælispreyi á fótboltamenn með meiddi. Suma þarf jafnvel að líma eitthvað saman eða gefa þeim að drekka. Það er bara eins og það er.
Í handboltanum hins vegar er það þannig að í hvert skipti sem einhver beljakinn hrynur í gólfið með harmagrát og kveini þá er kallað á manninn með handklæðið. Í handboltanum er nóg að einhver sem heldur á handklæði eða einhverri tusku komi inná og styðji stórslasaðann leikmanninn á fætur. Það er varla að þeir fái vatnssopa. Og þeir eru læknaðir.
...og ekki láta mig byrja að tala um ruðning í körfubolta. Þar sem rúmlega tveggja metra bolar láta einhverja litla bakverði hlaupa á sig og henda sér í gólfið með skrækjum. Hver tekur þetta eiginlega trúanlegt.
Ég fór á tvo kappleiki í kvöld, sem voru á sama tíma. Selfoss vann Víkinga í Vallaskóla á meðan FSu rúllaði yfir Ármann/Þrótt í Iðu. Þessi dagur hlýtur að vera einn af hápunktum Selfysskrar íþróttamenningar í langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá ég væri til í svona töfrahandklæði... ætli það virki á allt?

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ohhh...ég hélt að þú værir farinn að framleiða gegnsæ handklæði .

 Ég ætla að muna þetta með handklæðið næst þegar Lalli slasar sig við smíðar(sem gerist ótrúlega oft!)

Knús.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.10.2007 kl. 12:41

3 Smámynd: Josiha

Handbolti er ekki íþrótt!

Josiha, 17.10.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: GK

ÁNK: Ég get staðfest það að töfrahandklæði virka á allt. Meira að segja freknur.

GHS: Hahahahaha... smelltu einu handklæði á Lalla þegar hann smíðar í puttann á sér. Snús.

JSH: Handknattleikssamband Íslands er aðili að Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, þannig að þessi fullyrðing þín er hrakin þar með.

GK, 18.10.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband