13.11.2007 | 01:44
Viðeigandi...
...í framhaldi af færslu gærdagsins að grípa niður í kvikmyndasögu íslenska lýðveldisins (sem reyndar er á ensku, einhverra hluta vegna)
Hér er s.s. verið að fjalla um Stuttmyndadaga í Reykjavík en við Einar Elí, eða Einar M eins og hann var kallaður í gamla daga (þegar ég var Gummi S) áttum gríðarlega vinsælar myndir á þessum hátíðum á upphafsárum hennar...
1995
Some 50 works were shown at the fourth Shortfilm Festival. María Sigurðardóttir of Berlin deservedly received the 1st prize for Two little Girls and a War. Two directors shared the 2nd prize: Gunnar B. Guðmundsson for TF-3BB, about a visit from outer space, where the aliens turn out to be uncomfortably small, and Guðmundur Karl Sigurdórsson for Einelti. 3rd prize went to Ragnar Bragason for Ég elska þig Stella, which also received the audience prize, 4th prize went to Klósettmenning, by Grímur Hákonarson and Rúnar E. Rúnarsson.
Hrafn Gunnlaugsson var formaður dómnefndar og fór hann sérstaklega fögrum orðum um myndina okkar. Ég heyrði reyndar aldrei hvað hann sagði um myndina þar sem ég var á hlaupum milli Hótel Borgar og næsta kaffihúss. Við Einar sátum á kaffihúsinu og gátum fylgst með þar en okkur var ekki hleypt inn á Borgina (vegna aldurs?). Líklega hefur Hrafn sagt eitthvað gott um innihaldið, því myndgæðin voru ömurleg.
Glöggir lesendur sjá að þarna höfðum við Einar (og Benni Kalli) betur en tveir Edduverðlaunahafar gærkvöldsins... Ég held að Gunnar B. hafi líka fengið Edduna fyrir Karamellumyndina á sínum tíma. Það er þess vegna bara tímaspursmál hvenær við hreppum Edduna...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.11.2007 | 01:04
Verður...
...maður ekki að tjá sig eitthvað um Edduna eins og allir aðrir? Ég hef sérstaklega gaman að horfa á svona athafnir og þó að Eddan hafi oft verið misleiðinleg, þá var prógrammið í kvöld skemmtilegt. Það var ekki síst vegna framlags Þorsteins Guðmundssonar, sem er af mörgum misskilinn. Það verður reyndar seint tekið af meðlimum akademíunnar að þeir eru einstaklega slakir ræðumenn.
Ég hef cð fæstar þessara mynda sem tilnefndar voru. Hins vegar voru margir þarna sem ég samgladdist og vona að þeir hafi átt verðlaun sín skilin. Foreldrar fékk sex verðlaun og samgleðst ég Ragnari Bragasyni og Vesturportsliðinu, sem lagði blóð, svita og tár af mörkum við gerð myndanna Börn/Foreldrar. Og Ingvar E þarf ekkert að skammast sín fyrir að vinna sína fimmtu leikaraEddu. Hann er einfaldlega bestur í sínu fagi.
Síðan langar mig til að samgleðjast Grími Hákonar, sem fékk verðlaun fyrir bestu stuttmyndina. Grímur hefur komið langan veg síðan við Grímur og Einar Elí héldum saman stuttmyndakvöld á HM kaffi fyrir 12 árum síðan. Þar sýndi hann m.a. meistarastykkið Klósettmenning.
Gunni Árna (sjá mynd) fær líka samfagn fyrir að fá verðlaun fyrir bestu hljóðhönnun í kvikmynd. Gunni er Selfyssingur og, ekki síst fyrir þær sakir, toppgaur.
Eini skandall kvöldsins var að Venni Páer fékk engin verðlaun.
Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.11.2007 | 01:20
Það...
Herra Ísland er á Skjá einum í nóvember. Keppnin er í boði Oroblu-sokkabuxna. Hversu gay er það? Af hverju er Herra Ísland ekki í boði Steypustöðvarinnar. Eða Harðnagla ehf.
Annars er lítið að frétta ;-)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.11.2007 | 19:07
Sitjum...
...a Heathrow. Einn og halfur timi i flug. Buinn ad borda skoskan lax.
Meira sidar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2007 | 23:08
Er...
...kominn til London. Sit vid arininn a Bloomsbury Thistle.
Her se stud.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.11.2007 | 13:13
Það...
...gerast einhver stórtíðindi um helgina. Það er yfirleitt þannig þegar ég skrepp til útlanda, eða burt af Suðurlandi. Leiðinlegt fyrir fréttamann eins og mig. Missti t.d. af upphafi síðasta Heklugoss þar sem ég skrapp eina helgi til Danmerkur. Sömuleiðis stórflóðin í kjölfar gossins í Gjálp, þá var ég í Boston. Skrapp til Akureyrar þegar fyrri Suðurlandsskjálftinn kom. Var á Egilstöðum þegar Selfossveitur brunnu til kaldra kola. Svona mætti lengi telja. Ekki það að ég óski neinum ófara...
En verið viðbúin. Ég verð í London um helgina.
*UPPFÆRT* Ætlaði að pósta þessu bloggi í kvöld en geri það bara núna. Um leið og ég var að skrifa uppkastið af þessari færslu þá varð jarðskjálfti upp á 3,6 á Richter 8,6 km VNV af Geysi. Ég fann hann hér á Selfossi. Spúkí? Já, það gerist eitthvað um helgina.
1.11.2007 | 12:54
Eins...
...og einhverjir vita kannski þá á ég eitt stykki Lödu Sport. Bíllinn ber nafnið Vladimir og er hið mesta gæðablóð. Hann hefur reyndar ekkert farið í gang í sumar, fór eitthvað illa út úr því að standa óhreyfður í þrjá mánuði síðasta vetur. Kannski dugar mér að skipta um kerti eða eitthvað (hvað segiði, bílakallar?) Eins og sjá má á myndatextanum þá hefur Lada Sport eðalvagnspersónuleika. Það er satt.
Langaði allavega að láta þetta vídeó fylgja færslunni, sem systir mín gróf upp á netinu... svona haga ég mér alltaf á rúntinum.
http://www.snotr.com/video/532
(Myndin með færslunni: Ég og Jóhanna á rúntinum áður en Vladimir var málaður rauður)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.10.2007 | 00:25
Það...
...er kominn vetur. Vetrardagurinn fyrsti á laugardag og bílar hringsnúast um alla vegi. Fórum til Reykjavíkur í dag og tékkuðum á ýmsu innréttingadóti, auk þess að kaupa útskriftargjöf handa Írisi Ellerts (til lukku). Hápunkur ferðarinnar voru síðan innkaup á nýrri Canon EOS 40D myndavél. Vígði gripinn á körfuboltaleik í Þorlákshöfn í kvöld og féll strax í ást við hana, eins og Leoncie myndi orða það (hvar er hún núna?).
Læt fylgja með sýnishorn af því sem linsan greip í kvöld, ekki síst fyrir Dóra og Heimi sem skemmtu sér vel í stúkunni. Blikar unnu líka leikinn en tryggðu sér samt ekki sigurinn fyrr en rúm mínúta var eftir. Allt annað að sjá Þórsliðið eftir að Haddi mætti til leiks. Nýji útlendingurinn lítur líka mjög vel út og svo er Grétar auðvitað mættur aftur og munar um minna.
Haddi fer framhjá Rúnari Pálmars og sekúndu seinna var knötturinn í körfunni (eða hvað?)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.10.2007 | 18:44
Pólverjar...
...eru heimskir og klaufalegir sóðar sem tala lélega íslensku og kunna ekki að baka. Þetta eru skilaboðin sem íslenski ungdómurinn fær frá elsta barnaþætti Íslands, Stundinni okkar. Erum við ekki bara að ala upp rasista?
Við Dýrleif Nanna vorum að horfa á endursýnda Stund áðan. Sýniði börnunum frekar Klaufabárðana, þar sem tvær tékkneskar brúður fara á kostum. Já, Tékkar eru klaufar.
Hamar - Fjölnir í kvöld. Tippa á heimasigur. Marvin með tvöfalda tvennu.
24.10.2007 | 17:44
Meistaradeildin...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.10.2007 | 00:28
Það...
...að vera þulur í fréttatíma er örugglega frábært starf. A.m.k. ef eitthvað er að marka söguna af Ron Burgundy, sem er ein besta gamanmynd síðari ára. Þegar kreditlistinn rúllar yfir skjáinn, eftir fréttirnar, sitja þulirnir í stólum sínum og spjalla saman. Edda og Sigmundur Ernir eru sérstaklega góð í þessu. [Vísa einnig í frábært atriði í Anchorman á þessum nótum]. Þess vegna fannst mér átakanlega sorglegt að sjá í lokin á íþróttaþættinum á RÚV í kvöld hvar þáttastjórnandinn sat einn í settinu og talaði við sjálfan sig. Hann er ekki að skilja hvað þetta gengur útá. Ég skellti meira að segja smá uppúr... ...og annað með íþróttadeild RÚV. Það lítur út fyrir að þeir cu búnir að týna restinni af Mótorsportþáttum sumarsins. Ég held að það hafi ekki verið sendur út þáttur í mánuð, og ekki er hann á dagskrá í þessari viku. Döpur frammistaða, en ekki óvænt. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.10.2007 | 01:16
Renndum...
...í bæinn í dag og kíktum á sýninguna Hönnun + heimili í Laugardalshöllinni. Þetta var frekar mikil frat sýning og fátt sem gagnaðist okkur þarna. Sá reyndar einn sjónvarpsvegg sem ég hefði áhuga á að skoða betur. Sýningin var að minnsta kosti ekki virði þúsund krónanna sem miðinn kostaði. Hitti reyndar hreinskilinn sölumann frá Smiðshögginu í Keflavík sem tjáði mér að innréttingarnar þeirra væru í dýrari kantinum. Á ég þá ekki að versla þar?
Í miðasölu sýningarinnar stóð "Elli- og öryrkjar 800 kr." Ég er búinn að gúgla orðið "elliyrki" án þess að fá niðurstöðu og útnefni þetta því nýyrði dagsins.
Síðan vann finnska bjúgað heimsmeistaratitilinn í formúlunni. Rækonen er líklega einn mest óspennandi karakterinn í formúluheiminum. Vona svo sannarlega að Sauber og Williams hafi verið með ólöglegt bensín svo Hamilton færist ofar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.10.2007 | 00:48
Fórum...
...í afmæli hjá Júlíu Katrínu í dag. Hún varð fjögurra ára á miðvikudaginn. Veitingarnar voru að hætti systur minnar. Fimm stjörnur þar og svo lágu allir afvelta í sófanum. Ótrúlegt hvað ég át mikið. (Eru öll mín blogg farin að snúast um mat?)
Horfði á Spaugstofuna áðan. Ekki oft sem ég c hana. Greinilegt að þeir félagar sakna Randvers, þeir þurftu a.m.k. allir að leika konu í kvöld.
Það er ekki oft sem ég hlæ upphátt að löggufréttum en þessi gladdi mig. Og ekki er myndskreytingin síðri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.10.2007 | 02:04
Ég...
...gleymdi aðalatriðunum í færslu gærdagsins. Það voru veitingarnar (lystisemdir blaðamannastéttarinnar) á fundunum tveimur.
1) Laugarvatn. Fundurinn var á veitingahúsinu Lindinni. Rosa fín ostakaka með einhverju berjagumsi. Fimm stjörnur. Síðan var snittubrauð með reyktum laxi og eitthvað. Tvær og hálf stjarna.
2) Félagslundur. Kaffi eða vatn. Fékk mér hvorugt.
Safnaði saman uppáskriftum iðnmeistara fyrir húsið í dag. Sökkulgerð á að hefjast eftir helgi ef allt gengur eftir. Kíkti síðan í kaffi og ís á Bellubar með Árna og Lalla í kvöld. Skoðuðum fyrst væntanlega húseign Árna og Helgu. Very nice.
Júlía Katrín átti afmæli í vikunni og í dag, laugardag, er afmælisveisla. Reikna fastlega með fimm stjörnu veitingum að hætti systur minnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.10.2007 | 00:47
Jóhanna...
...er betri kokkur en liðið sem eldar á Ruby Tuesday. Allavega bjó hún til eitthvað guaqamole-kjaftæði í kvöld sem var betra en það sem ég fékk á Ruby's síðasta laugardag. Hafiði cð nýju auglýsinguna frá Ruby? Þar er rosalega girnilegt humarpasta sem ég skellti mér á, en diskurinn sem kom á borðið leit allt öðruvísi út. Meira eins og stórkekkjótt æla. En hún var bragðgóð...
Renndi upp að Laugarvatni í dag þar sem menn voru frekar hressir vegna væntanlegrar uppbyggingar. Fór síðan á fund í Félagslundi í kvöld vegna áhættumats Urriðafossvirkjunar. Í ljós kom að mannslíf eru ekki í hættu ef stíflan rofnar, sem hún gerir ekki.
Annars er ég frekar svekktur. Ég fékk bara 3461 innlit á síðuna síðasta sólarhringinn og á sama tíma voru bara þrír sem kommentuðu. Kannski leit bara mamma svona oft við.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)