Það...

...er kominn 23. september. Í dag eru haustjafndægur og því tilvalið að láta af bloggfríinu. Ég er á því að blogg c vetraríþrótt. Maður á ekki að hanga yfir tölvunni á sumrin (reyndar matsatriði hvort maður á að gera það á veturna). Styttist jafnvel í að keppt verði í bloggi á vetrarólympíuleikunum. Spurning hvort Íslendingar eigi ekki eftir að sópa að sér verðlaunum í greininni. Það fer reyndar eftir því hverjir verða valdir í liðið. Mér hefur a.m.k. ekki sýnst það að vinsældir fari saman við gæði bloggara. Ég myndi velja Dr. Gunna í blogglandsliðið.

Í kommentunum við síðustu færslu voru margar skemmtilegar hugmyndir að því hvað þessi dagur ætti eftir að bera í skauti sínu. Margar líklega réttar, þó að ég viti ekkert um það. En það var bara hún Rannveig frænka sem hitti naglann á höfuðið með haustjafndægrin. Og svo er líka haustveður... hlakka til að húka á Hellu í dag á torfærukeppninni.

Við Jóka horfðum á Children of Men í gærkvöldi. Ágæt mynd, en ekki 133. besta mynd sem gerð hefur verið.

23. september 1965 fæddist frumburður foreldra minna. Óska þeim öllum til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Vekominn til byggða.

Flott lúkk.

Til hamingju með bróðir vorn.

Mér er illa við grafskriftina hér að ofan eða minningargreinina, veit að þú átt ekki að semja um þig slíka...en þessi er ótímabær og óvinsæl að minni hálfu elsku litli bróðir!Ef þú breytir þessu ekki í nútíð sé ég mér ekki fært að heimsækja þessa síðu í framtíðinni ógrátandi.

ÁKALL: Kæru kommentarar, ég bið um samstöðu .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.9.2007 kl. 01:49

2 Smámynd: Anna Sigga

  Til hamingju með bróðurinn 

   Velkomin aftur! Flott síðan þín en ég verð að taka undir með systur þinni að hún sé ótímabær og ég get vel skilið að sem systir sé ekki skemmtilegt að lesa svona um litla bróður sinn að óþörfu.

  Annars ætla ég ekki að skipta mér af lífi þínu með svo beinum hætti en stúlka verður að sína samstöðu með systur

Anna Sigga, 23.9.2007 kl. 09:54

3 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Auðvitað átti eitthvað merkilegt að gerast í dag.

Til hamingju með hann bróður þinn. 

Mér finnst nú Guðbj. óþarflega áhyggjufull yfir persónulýsingunni.

Mér datt ekki annað í hug en að þetta væri lýsing á hinum upprunalega "dúllara". Hvort þið eigið svo eitthvað sameiginlegt annað en þetta eina orð skal ég ekki tjá mig um.

Góða ferð á Hellu,kv.

Helga R. Einarsdóttir, 23.9.2007 kl. 09:59

4 Smámynd: Josiha

Hahaha Gugga mín! Þessi skrift er alltaf búin að vera og ég hélt að þú mundir fatta húmorinn. Manstu ekki eftir persónulýsingunum í (t.d.) Njálssögu? Þær eru allar svona og allar í þátíð - alveg sama þó að persónan sem verið er að tala um í sögunni sé sprell a life  = það er hip og kúl að hafa svona persónulýsingu.

Josiha, 23.9.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Sæll frændi og velkominn aftur í bloggheiminn

Auðvitað var það ég sem hitti naglann á höfuðið þó ég hafi svo sem aldrei verið neitt sérlega góð í smíðum.  Læt öðrum heimilismeðlim það eftir

Persónulýsingin er góð en hva ... varstu rallhálfur þegar þú varst myndaður?

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 23.9.2007 kl. 13:44

6 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

velkominn úr fríinu!

Guðmundur Marteinn Hannesson, 23.9.2007 kl. 15:18

7 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Vellkominn! Það frí var orðið gott hjá þér. Nú fer að færast líf í tuskurnar eða þannig. Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu.

Sigurlaug B. Gröndal, 23.9.2007 kl. 15:50

8 Smámynd: GK

GHS: Takk. Takk. Sömuleiðis (ohhh... var að fatta að ég á eftir að hringja í hann). Þetta er engin grafskrift. Þetta er höfundarlýsing, hipp og kúl.

ASV: Takk. Takk. Takk og nei. Æ, þú ert ágæt :)

HRE: Auðvitað. Takk. Já. Þetta er reyndar lýsing á einhverjum presti í Eyjafirði, man ekki hvað hann heitir. Held að ég eigi frekar lítið sameiginlegt með honum í raun. Nema kannski þrennt það fyrsta - og það síðasta. Takk.

JSH: Þetta er reyndar ekki sama "grafskrift" og síðast. Mér fannst viðeigandi að skipta þegar ég uppfærði síðuna. :)

RB: Sæl og takk. Kenndi Steini spil þér smíði? Eða Oddur? Líklega hef ég verið minna en hálfur þegar myndin var tekin. Frekar svona 1/3.

GMH: Takk.

SBG: Takk, já þetta var orðið ágætt. Ekki búast við miklu hér nema einhverju daglegu amstri - þó líklega ekki daglega. :)

GK, 23.9.2007 kl. 23:04

9 identicon

Ja hérna ég var greinilega farinn að missa trúna á þér eftir mörg vonbrigði á stuttum netrúntinum í sumar, en mjög velkominn aftur, endurkoma GK og Baggalúts gerir það að verkum að netrúnturinn er kominn í toppform aftur og lífgar til muna upp á skammdegið. 

Talandi um vetrar OL í bloggi þá er ég nú ekki alveg sammála, í mínu tilfelli er þetta allavega einfaldara á sumrin.....enda sumarið tíminn.

Svo það mætti vera bæði vetrar og sumarleikar ;)

Og þar sem þú ert á blog.is kerfnu þá tek ég hressilega undir með þér að vinsældir bloggara endurspegla alls ekki alltaf gæði þeirra....það er meira segja hægt að fá ofnæmi fyrir sad moggabloggurum án þess að svo mikið sem lesa bloggið þeirra. 

Babu (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 23:47

10 Smámynd: GK

 

EMK: Takk fyrir trúna á mér. Spurning um að slá þessu upp í Séð & Heyrt. GK og Baggalútur snúa aftur.
Þú getur líka bloggað á sumrin því þú hefur ekkert betra að gera í vinnunni en leggja kapal og spila Tetris í tölvunni. En já, ef það væri keppt á sumarólympíuleikum þá værir þú sjálfkjörinn í liðið. Amk gætir þú fjallað um næturlíf annarra keppenda á ÓL.
Og vá, ekki láta mig byrja á að tala um sorglegu Moggabloggarana... Bloggkerfið á Mogganum er reyndar mjög fínt og mér finnst að þú ættir að parkera bloggar.is

Yfir og út.

GK, 25.9.2007 kl. 00:03

11 identicon

Hehe ég færi nú seint að blogga í vinnunni   (né spila kapal og tetris reyndar þó ég sé svaklaegur í báðum þessum leikjum;)

Varðandi bloggar.is vs blog.is þá nenni ég ekki að fara byggja aðra síðu upp aftur alveg strax. Skoða það samt.

p.s. ég skora á ykkur í Tetris þegar við keppum loksins í slönguspilinu, hef heyrt að Ágústa hafi unnið "Fyrir utan á leikana" í Tetris 94. 

Babu (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:32

12 Smámynd: GK

EMK: Já, ég mæli með blog.is. Hef prófað önnur kerfi. Ég held annars að ég c búinn að missa niður Tetrishæfni mína, en ég klikka ekki á slönguspilinu. Bara spurning hvenær.

GK, 27.9.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband