Mér...

uppgroftur...er svo ofsalega kalt á tánum. Ekki góðir svona dagar þar sem maður er með kuldahrollinn í sér. Líklega er mér ennþá kalt eftir að hafa staðið undir löngum fyrirlestri fyrir utan Skálholtskirkju í dag um fornminjar á svæðinu. Fróðlegt alveg, ég ætlaði nú einu sinni að verða fornleifafræðingur og hef þess vegna mikinn áhuga á þessu. Mjöll Snæsdóttir, sem hélt töluna, sagði að það væru margir sem hefðu áhuga á að fara í fornleifafræði til að verða eins og Indiana Jones. Þeir flosna svo gjarnan uppúr námi því fornleifafræðin c eitthvað allt annað en þeir búast við. En sumir halda líka áfram því þetta er svo skemmtilegt fag. Ég gæti a.m.k. alveg hugsað mér að vinna við þetta, sópa mold með tannbursta og grafa með teskeið.

Hitti biskup og frú, ráðherra, myndlistarmann, Magnús Hlyn og Vigni Egil. Fékk líka skonsur með reyktum laxi og óáfengt freyðivín. Já, lystisemdir blaðamannastéttarinnar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hey, afhverju settirðu ekki inn myndina af Vigni Agli? Hún var töff. Annars finnst mér töff að vera fornleifafræðingur. Efast stórlega um að ég hefði samt þolinmæðina í það. Nenni ekki svona hangsi

Josiha, 15.10.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Zóphonías

iss maður Fornleifafræði er bara undirgrein Mannfræði

Zóphonías, 16.10.2007 kl. 02:44

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Fín stefna hjá þér, bara að kýla á að grafa grafa og grafa. GUMMI "DÓLARI" Með teskeið að vopni og tannbursta í slíðri.

Eiríkur Harðarson, 16.10.2007 kl. 02:54

4 identicon

oooooh mig langaði einu sinni svo rosalega að verða fornleifafræðingur.... og langar það enn  ENN á sínum tíma þá hætti ég að hugsa um þetta því launin voru svo hræðileg... árið 1998 voru grunnlaunin 70þúsund.... gerði verkefni um þetta í 10.bekk og fékk þessi svör á þjóðminjasafninu

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 03:51

5 Smámynd: Fjóla =)

manni langar nú bara að verða blaðamaður til þess að fá öll þessi fríðindi..;)

Fjóla =), 16.10.2007 kl. 10:49

6 Smámynd: Berglind

Já Fornleifafræðidraumarnir. Það voru nú fleiri sem ætluðu að verða þetta. Kannski við skellum okkur bara saman í deildina næsta haust!!!

Kveðja Berglind

Berglind , 16.10.2007 kl. 12:01

7 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

mér alltaf heitt á löppunum, svitna líka fáranlega mikið ef ég er lengi í lokuðum skóm. Verð hreinlega votur í lappirnar! :S

Guðmundur Marteinn Hannesson, 16.10.2007 kl. 17:54

8 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Kannski þú ættir að fara með Berglindi.  Örugglega gott að eiga góða að sem geta bent þér á hvar helst ætti að reyna fyrir sér með teskeiðinni. Ég veit alla vega um einn stað. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 16.10.2007 kl. 19:01

10 Smámynd: GK

JSH: Ég lofa að setja myndina af Vigni inn í vikunni.

OÞ: Mannfræði, smannfræði.

EH: Ég stefni á að grafa og grafa.

AG: Ég hafði heyrt þetta með launin líka. Ein af ástæðunum fyrir því að ég smellti mér ekki á þetta.

FSH: Já, stundum fær maður kaffi líka.

BH: Hahaha... ég held ég láti það vera í bili. Kannski á gamals aldri.

GMH: Fáðu þér rakadrægari sokka.

HRE: Þú verður að benda mér á staðinn. Ég held að maður þurfi ekkert að vera útlærður til að geta mokað með múrskeið.

GHS: Les.

EEM: Ég er til. Mæti með múrskeiðina líka.

GK, 17.10.2007 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband