Verður...

bilde?Site=XZ&Date=20071026&Category=SKODANIR03&ArtNo=110260186&Ref=V2&Profile=1235&NoBorder...maður ekki að tjá sig eitthvað um Edduna eins og allir aðrir? Ég hef sérstaklega gaman að horfa á svona athafnir og þó að Eddan hafi oft verið misleiðinleg, þá var prógrammið í kvöld skemmtilegt. Það var ekki síst vegna framlags Þorsteins Guðmundssonar, sem er af mörgum misskilinn. Það verður reyndar seint tekið af meðlimum akademíunnar að þeir eru einstaklega slakir ræðumenn.

Ég hef cð fæstar þessara mynda sem tilnefndar voru. Hins vegar voru margir þarna sem ég samgladdist og vona að þeir hafi átt verðlaun sín skilin. Foreldrar fékk sex verðlaun og samgleðst ég Ragnari Bragasyni og Vesturportsliðinu, sem lagði blóð, svita og tár af mörkum við gerð myndanna Börn/Foreldrar. Og Ingvar E þarf ekkert að skammast sín fyrir að vinna sína fimmtu leikaraEddu. Hann er einfaldlega bestur í sínu fagi.

Síðan langar mig til að samgleðjast Grími Hákonar, sem fékk verðlaun fyrir bestu stuttmyndina. Grímur hefur komið langan veg síðan við Grímur og Einar Elí héldum saman stuttmyndakvöld á HM kaffi fyrir 12 árum síðan. Þar sýndi hann m.a. meistarastykkið Klósettmenning.

Gunni Árna (sjá mynd) fær líka samfagn fyrir að fá verðlaun fyrir bestu hljóðhönnun í kvikmynd. Gunni er Selfyssingur og, ekki síst fyrir þær sakir, toppgaur.

Eini skandall kvöldsins var að Venni Páer fékk engin verðlaun.


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er skandall að Venni Páer hafi ekki unnið til verðlauna? Mér finnst það nú bara allt í lagi, finnst þetta leiðinlegustu þættir sem ég hef séð!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 01:40

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Vissir þú að langa-langa-langafi Ingvars E. hét Guðmundur"handarvana"Ásmundsson.

Þá eru einnig Nanna Kristín og Dýrleif Nanna 5-menningar í boði Lækjarbotna.

Jahá!

Mér fannst Lolla Hrönn afar ófyndin .

Góðar stundir...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.11.2007 kl. 17:35

3 identicon

Það hafa komið þættir af Venna Páer þar sem ég þannig upplagður að ég hlæ bara nánast af öllum sketsunum!!

EN ég var annars búinn að blóta þessum Gunna Árna þar sem ég hélt með Pétri Einars í þeim flokki En það dempar höggið klárlega að hann sé Selfyssingur.

En annars er ég sammála Einari Elí, þetta ætti helst að vera á 2 ára fresti enda óhætt að þessi hátíð framkalli slatta af kjánahrolli á stundum

p.s. var vinsælasta mynd allavega þessa árs, Astrópía, ekki tilnefnd fyrir neitt???? 

Babu (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ég var einmitt að spá í að það voru bara ekkert allar góðu myndirnar tilnefndar.  Hvað er það eiginlega?  Var Köld slóð þarna einhversstaðar????  Eða er ég að misskilja.

Strákar þið hefðuð betur fylgt G.H. eftir í kvikmyndabransanum.  Hann er að gera það helvíti gott kallinn.  Hann kemur nú reglulega hingað í sveitina til að fá "innblástur"

B.kv.

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.11.2007 kl. 22:12

5 Smámynd: GK

ÁNK: Það er skandall hvað þú hefur lélegan smekk. Horfðu með opnum huga frá fyrsta þætti til þess síðasta.

EEM: Bransarúnk smansarúnk. Það er eitthvað svo skemmtilega hallærislegt við Edduna að ég vil hafa hana árlega. En varðandi ferilinn... spurning að dæla út einni mynd fyrir hátíðina á næsta ári?

GHS: Þetta vissi ég ekkert um. Já, hef aldrei hlegið mikið að Lollu.

EMK: Venni Páer er fyndinn út í gegn. Ég á að vita hver Pétur Einars er? Á hann ekki heima einhverstaðar hérna? Astrópía fékk eina tilnefningu, man ekki hvað það var, og á ekki von á að hún hafi átt fleiri tilnefningar skilið. Hef ekki séð hana ;)

RB: Jújú, Köld slóð var tilnefnd og fékk tvenn verðlaun af fjórum mögulegum, minnir mig. Hefði samt viljað sjá fleiri leikaratilnefningar í þeirri mynd. Stórgóð. Bið að heilsa Grími ef þú hittir hann. Hann man þó varla eftir mér ;)

GK, 13.11.2007 kl. 01:50

6 identicon

Köld Slóð er einhver versta íslenska mynd sem ég hef séð síðan Blossi var og hét. Plottið og leikurinn var arfaslakur. ,, hann drap pappa minn" er frasi sem orðið hefur að reglulegum brandara á mínu heimili. Það góða við hana var kannski það að hún framleiðir nóg af hlátri hjá mér. Er ekki að vera leiðó eða neitt.

Hann Gunnar B. Guðmundsson fékk tilnefningu fyrir Astrópíu. En verst þótti mér að Gunnar Hansson og eða Sigtið fengu ekki verðlaun , já sem og Venni Páer.

Skuggi (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: GK

Já, Skuggi minn. Mæli með að þú horfir á Kalda slóð aftur. Þó ekki sé nema fyrir sándið og tónlistina. Þröstur Leó var góður en Aníta Brím arfaslök. Gef myndinni góða einkunn...

Sammála þér með Sigtið, já sem og Venna Páer.

GK, 15.11.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband