Kærkomið...

...bloggfrí um páskahelgina. Það var reyndar ekki viljandi. Bloggið mitt lamaðist einhvern veginn þannig að allar færslur síðustu átta mánuði hurfu og ekkert var hægt að blogga. Eftir stóð færsla um mig og Leoncie, sem ruglaði marga í ríminu.
Ég fékk engar skýringar á þessu frá Mogganum, en nú hef ég endurheimt mitt stafræna heimili. Þið misstuð svo sem ekki af miklu, en til stóð að birta opinskáa greinargerð um 17 ára fermingarafmæli mitt en það var einmitt í gær. Sú frásögn verður að bíða betri tíma.

Ein fermingarveisla í dag, og svo að sökkva sér í vinnu...

 


Smellti...

...eingöngu á þessa frétt því ég hélt að þetta væri eitthvað um Wilson Muuga. Var bara að spá í hver þessi Hudson væri. Kannski systurskip. Nei, þá væri þetta frekar sjúk frétt...

Þarf líklega að fá einhvern svefn...
mbl.is Wilson og Hudson kærustupar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla...

...sæta ljúfan góða er 1 árs í dag, 5. apríl. Aaaaaa við pabba... InLove

050307_033_blogg

Sóley...

sandra_bullock...Sóley, mín von og trú...
Já, ekki laust við að maður hugsi til Sóleyjar Tómasdóttur og annarra öfgafeminista þegar maður fær þau tíðindi að Sandra Bullock sé á leið til landsins. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni er þessi kona hreinræktuð glyðra og það ætti að nægja til þess að Feministafélagið, ríkisstjórnin og Bændasamtökin komi í veg fyrir komu hennar. Sóley! Ég treysti á þig! (Aldrei áður hef ég reitt mig á feminista á þennan hátt).
Forsendur mínar eru reyndar aðrar. Hún má stripplast af öllum kröftum mín vegna. En þessi svokallaða "leik"kona hefur komið óorði á sína stétt sökum lélegrar frammistöðu í hverri einustu mynd sem hún hefur leikið í. Ég er fyrir löngu farinn að sniðganga myndir með Söndru en hef þó neyðst til að brenna augu mín þegar aðrir heimilismeðlimir hafa borið viðbjóðinn hennar hingað heim. Það eru aðeins þrjár myndir með henni sem ég get horft á og þið megið giska hvaða myndir það eru... það skal tekið fram að þetta eru myndir sem maður getur leyft sér að loka augunum og halda fyrir eyrun þegar hún er á skjánum, en aðrir leikarar halda myndunum á floti.
Hinar 38 myndirnar hennar má brenna á myndabrennu Betelsöfnuðarins í Vestmannaeyjum.

ÍSLAND Í NATÓ, SÖNDRU BURT!


mbl.is Sandra Bullock leikur í kvikmynd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjó...

...til þetta skemmtilega barmmerki í dag. Fer vel á stórum börmum, sem og litlum ;-)

bjarni_vb

 


Ég...

...er kominn aftur eftir að hafa lokað einu stykki Sunnlenska. Nú á ég eftir að renna í gegnum alla bloggvinarununa og sjá hverju ég hef misst af síðustu þrjá daga... þvílík kvöð...

Lesiði...

...fréttina og segið mér hvað umboðsmaður Riise heitir! Einar Bárðarson!!!

Já, hann kemur víða við...


mbl.is John Arne Riise lýstur gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var...

jim1...einmitt að koma úr bíó þar sem ég sá "The Number 23". Hún er alls ekki svo afleit og með aðeins þéttara handriti hefði hún verið stórgóð. Carrey er að sjálfsögðu misskilinn snillingur sem ber þann stimpil að vera með fílagang og verður þess vegna aldrei tekinn alvarlega sem leikari. Sem er synd. Hann er ágætur í þessari mynd og eins á hann góðan leik í The Majestic sem eflaust fáir hafa séð. Eternal Sunshine Of The Spotless Mind er líka mjög fín. Annars er ágætt að hann ætli að snúa sér að gríninu aftur. Carrey datt úr tísku fyrir nokkrum árum og menn eins og Ben Stiller, Will Ferrell og Frat Pakkið hafa átt grínið á hvíta tjaldinu síðustu árin.

Topp fimm Jim Carrey hjá mér:
1. Dumb & Dumber
2. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
3. The Truman Show
4. Liar Liar
5. Earth Girls Are Easy

Pop Quiz: Vissir þú að Will Ferrell á sænska konu og sonur hans heitir Magnús Ferrell? (Ekki grín)


*** UPPFÆRT***
Föstudaginn 30. mars kl. 0:06. Sandvíkurtjaldurinn er lentur! Heyrði í honum út um gluggann!


mbl.is Jim Carrey snýr sér að gamanleik að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það...

...hefði verið skynsamlegra að senda gæsina til Jakobs. Hann gæti sko skikkað hana til svo að hún hætti að áreita börn. Ef allt annað bregst er hún örugglega mjög þæg þegar búið er að ofnbaka hana.

PS. Hesturinn frá því í gær var ekki dauður. Hann var staðinn upp þegar ég fór heim.


mbl.is Grágæsin tók sér far með rútunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknaði...

skogarthrostur...við þrastasöng í morgun. Er eitthvað þægilegra?

Sólin skein og í Ölfusinu var hestur í sólbaði (vona að hann hafi ekki verið dauður). Fleiri vorboðar eru t.d. framdekkin á vinnubílnum mínum eru búin að losa sig við flestalla naglana. Þeir liggja sjálfsagt á víð og dreif um Kambana. Annars er þetta síðasta vikan sem ég keyri þennan bíl í vinnuna því þann 1. apríl byrja ég í nýrri vinnu.

Einu sinni söng Bubbi: Ég vakna oftast þreyttur... Það á síst við á vorin.


Haukar...

...taka þetta...
mbl.is Haukar og Keflavík sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni...

...fólk á að lesa Safnaðartíðindi Þorlákshafnarprestakalls. Sérstaklega eigulegur pési sem ég hef verið að vinna að undanfarna klukkutíma... Áfram Jesú!

Helgin, já. Tíu hlutir sem ég gerði um helgina:

  1. Sá tjald.
  2. Heimsótti Kópavog.
  3. Vigtaði mig ekki.
  4. Var latur.
  5. Horfði á X-factor af innlifun (ekki)
  6. Borðaði snakk.
  7. Fór í opinbera heimsókn á Stokkseyri.
  8. Vann á laugardagskvöldi.
  9. Var í rigningu.
  10. Sá Baldvin drekka eplasnafs.

...já, maður kemur miklu í verk...


Ökum...

...varlega!
mbl.is Árekstur strætisvagns og fólksbíls í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af...

...fyrirsögninni að dæma þá hafa þeir verið að daðra við hvorn annan. Eða hvað?
mbl.is Bretaprinsar döðruðu drukknir á næturklúbbum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...er viss um að Houdini er löngu sloppinn úr kistunni sinni. Situr undir pálmatré á Hawaii og sötrar kokteil með Elvis.

Annars er þetta helgi hinna miklu frestana. Ætlaði í leikhús í gærkvöldi; FRESTAÐ. Ætlaði á Bjartmar í kvöld; FRESTAÐ. Hvað næst?

GK out


mbl.is Hugsanlegt að Houdini verði grafinn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband