Færsluflokkur: Dægurmál

Mýrarbolti...


...er sennilega ein mesta snilld sem fundið hefur verið uppá. Árborgarar fóru vestur á Firði í gær þar sem til stóð að keppa í knattspyrnu við heimamenn (það var reyndar gert og Árborg vann glæsilegan 1-3 sigur). Þar sem við erum að spóka okkur í miðbæ Ísafjarðar kl. 9:30 að morgni rekumst við á Trausta og hann vantaði endilega menn í stórliðið Hávarð Ísfirðing. Við Ninnó vorum til í slaginn og spiluðum þrjá leiki með liðinu.

 

Mýrarbolti er hreint út sagt algjör snilld og erfiðari en an***otinn. Við byrjuðum á að tapa gegn einhverjum sportistum að vestan og gerðum síðan jafntefli við Eimskip í næsta leik. Þá stóð til að reyna að þrífa sig og mæta á Árborgarleikinn en þar sem Hávarður var kominn upp að vegg með aðeins eitt stig gátum við ekki annað en spyrnt við fótum og tekið þriðja leikinn gegn Ásel.is sem við rústuðum 5 eða 6 núll. Ninnó skoraði meira að segja en ég lét mér nægja að leggja upp tvö mörk. Þá hófumst við handa við að reyna að komast aftur inn í bæ (töluverður spotti). Ég byrjaði á að hósa mig og Ninnó með brunaslöngu (eins og sjá mátti í sjónvarpsfréttunum) en síðan fundum við engann sem vildi keyra blauta og skítuga menn inn í bæ. Á endanum fengum við "leyfi" til að stela bíl með undarlegu þjófavarnarkerfi og brunuðum á völlin. Þar var farið í sjóðandi heita sturtu á meðan við klæddum okkur úr görmunum og hlógum að þessari snilld. Mýrarboltafélag Árborgar er í burðarliðnum og ekki langt að bíða að menn geti spreytt sig á þessu hér fyrir sunnan.

Annars var restin af ferðinni jafngóð. Árborg vann og við lentum í hatrömmum milliríkjadeilum við snarvitlausa japana sem töfðu flugið til baka um 20 mínútur. Einn af okkar mönnum átti að hafa lagt gildru fyrir sofandi japanskan öldung með því að setja bjórflösku á borðið sem japaninn sat við. Japaninn tók síðan karatespark þegar hann stóð á fætur og flaskan brotnaði í gólfinu með tilheyrandi gusugangi. Þetta var ekki boðlegt japanska heimsveldinu en Adolf Bragason san náði að settla málin enda flúid á japönsku. Þegar við lentum í Rvk gengum við síðan aftur fram af japanska hyskinu og sýndum þeim gríðarlegan dónaskap með því að syngja Hesta-Jóa fyrir framan þetta virðulega fólk. Við sátum á meðan japanirnir gengu frá borði og jusu yfir okkur skömmunum, án þess þó að segja R.

Í gærkvöldi var síðan brúðkaup hjá Jóhönnu Ýr og Óla Gísla - til hamingju með það. Það stóð þó ekki lengi frameftir enda biðu þau væntanlega spennt eftir brúðkaupsnóttinni.

Slakur í dag. Liverpool vann Chelsea sannfærandi en skrokkurinn á mér er búinn frá tám og upp á axlir. Ég er með harðsperrur í vöðvum sem ég vissi ekki að væru til eftir mýrarboltann.

JBJ tók myndirnar.


Það...

...er ekki á hverjum degi sem maður fer til Ísafjarðar. Reyndar er ég að fara þangað í fyrsta skipti á morgun. Árborg er að spila við BÍ/Bolungarvík. Verðum að vinna.

Annars keypti ég 20 miða á landsleikinn hjá Íslandi og Spáni í dag. Stefni þangað með mitt krúv og krúv máganna minna. Spánverjarnir tefla fram sínu sterkasta liði sem er rosalegt. Það verður gaman að sjá Reina, Garcia og Alonso á Laugardalsvellinum. Maður veit varla með hvaða liði maður á að halda. Brosandi Ég hef alltaf haldið með Spáni á alþjóðlegum mótum og nú verða þrír Liverpoolmenn í liðinu. Úff... Þetta verður sigur fyrir mig hvernig sem fer.

Annars var kallinn að keppa í kvöld með FC Hnohna gegn FC Flóa. Töpuðum sannfærandi, 3-9, en að sjálfsögðu setti ég eitt eftir gott assist frá Vigni Eigli. Flóamenn tryggðu sér titilinn með sigrinum. Skrapp á undan í Hveragerði þar sem Hamar tapaði fyrir Víði og tók eina mynd við hringtorgið.

Jæja... best að hitta sekkinn. Þarf að vakna kl. 0600 í fyrramálið. Tsjá.


mbl.is Sendibifreið rakst á jeppa með hjólhýsi við Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hahaha...

...ég þreytist aldrei á þessu!

Ekki...

...neitt að gerast. Fórum í bíó í gær á The Brake Up. Byrjaði vel en svo hallaði verulega undir fæti. 2/5 stjörnur.

Tók til í Vladimir. Hann er nú orðinn að sendibíl með engu aftursæti. Ætla að taka hann af númerum í haust og reyna að pimpa hann eitthvað fyrir næsta sumar. Sparar tryggingarnar.

Er bara að bíða eftir Rockstar. Vona að Magni fái encorið, hann var bestur í gær þó að Lúkas pjúkas væri líklegur í encor eftir að hafa misþyrmt hinu annars ágæta Útvarpshöfuðlagi, Kryppildi.


Ó...

...mig auman! Fann mig knúinn til að hreyfa mig í kvöld og fór því út og hjólaði 8,4 kílómetra. Skil ekki hvernig Babu og Spergen gátu hjólað yfir Hellisheiði í einum rykk.

Verslunarmannahelgin búin og þessi var með allra rólegasta móti. Þurfti reyndar að vinna í dag eins og eiginlega alltaf á mánudögum í versló. Það var bara stutt.

Horfðum á Just Friends í gær og hún kom á óvart. Hélt þetta væri einhver vibbi því að ég þoli ekki Ryan Reynolds en Anna Faris bætti svo sannarlega fyrir það. Hló yfir meðallagi en kannski var ég bara í góðu skapi fyrir. Það getur skipt máli. 3/5 stjörnur.

Í nótt ákvað ég að sofa með símann við rúmið, sem ég hef ekki gert síðan Dýrleif fæddist. Fann eitthvað á mér. Það gekk líka eftir. Ninnó hringdi í mig kl. 01:42. Þá hafði orðið banaslys við Langsstaði.

Jæja, lets make tuna & watch TV.


mbl.is Banaslys á Suðurlandsvegi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skruppum...

...upp í sveit núna seinnipartinn til þess að sjá aðeins framan í trýnið á famelíunni. Einar var þar með slektið sitt. Dimma urraði á Max. Lárus drakk bjór og mamma sniffaði gas. Skemmtilegt.

Ágætt að komast út úr húsi. Tók mynd á Skeiðunum þar sem við áttum leið hjá.


mbl.is Harður árekstur á Skeiðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annars...

...erum við heima um verslunarmannahelgina, eins og svo oft áður. Dýrleif Nanna er ekki orðin nógu stór til að fara á útihátíðir og ekki förum við að setja hana í pössun. Enda koma verslunamannahelgar eftir þessa og maður getur alltaf skemmt sér. Bókaði í staðin pungaferð til Liverpool í september sem í fara Baldvin, Marinó, Guðmundur og Guðmundur.

Eitt annars við þessar verslunarmannahelgar. Maður getur eiginlega ekkert verið í tölvunni. Það er enginn að skrifa inn á spjallsíður, enginn á msn og voðalega lítið í fréttum. Þannig að TV-ið rúlar. Horfðum m.a. á Good Bye Lenin! Hún var fín og óhætt að gefa henni 4/5 stjörnur.

Horfði líka á Back to the Future III á danska ríkissjónvarpinu. Marty McFly klikkar ekki. 4/5 stjörnur.


Það...

...stóð nú til að vera löngu búinn að skrifa eitthvað meira inn á þessa síðu. Árborg lagði Létti sl. miðvikudagskvöld í heldur léttum leik. Eftir 90 mínútna leik var staðan 14-0 og hef ég aldrei séð aðra eins knattspyrnu á Selfossvelli. Við höfum oft spilað við slök lið en þá gjarnan dottið niður í eitthvað klafs og vitleysu. Nú var spiluð knattspyrna allan tímann og uppskeran þvílík. Verð að óska Eyþóri Djonson til hamingju með fyrsta markið fyrir Árborg - og ekki það síðasta.

Annars angaði ég þvílíkt allan daginn því um morguninn fór ég að Húsatóftum þar sem Valgerður og Guðjón þurftu að hlusta á bústofninn sinn brenna inni í fjósinu. Það er ömurlegt.


mbl.is Fjörutíu kýr brunnu inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...sá ekki Leoncie í Kópavoginum í gærkvöldi þar sem Árborg rassskellti Ými virkilega sannfærandi. Kominn tími á að Árborgarliðið tæki hausinn út úr r***gatinu á sér.

Svo var náttfatadagur í dag, alveg frá því Dýrleif fór á fætur þangað til ég fór í verslunarleiðangur í kaupstaðnum. Ótrúlega skemmtilegt að þurfa að fara í fleiri en eina búð til að kaupa allt sem vantar. Svona er þetta í sveitinni.

Við Dýrleif fórum síðan í sturtu áður en hún fór í háttinn. Fyrsta sturtuferðin hennar, og var mjög fyndin. Fyrst var þetta eitthvað skrýtið en svo hló hún allan tímann...

Merkilegt annað hvað blessaður sýslumaðurinn á Selfossi er alltaf hress. Þessar nýjustu aðgerðir hans verða þess valdandi að ég þarf að leggja Lödunni og sennilega taka hana af númerunum og fela hana í heysátu.


mbl.is Lögreglan á Selfossi vill stöðva „reykspól" á Austurvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja...

...Lindsay! Ekki gaman að þorna upp, nema maður sé múmía.´

Ég er búinn að vera furðuslakur og hef ekki farið út úr húsi í dag. Fer út úr húsi í kvöld og alla leið til Kópavogur... þar sem við komum bæði frá!
mbl.is Lohan þornaði upp og var flutt á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband