Færsluflokkur: Dægurmál
23.8.2006 | 14:44
Er...
...ekki ákveðin þversögn í því að hval reki á land á Rostungskletti? Þarna hafa heimamenn staðið í áraraðir og beðið eftir því að rostung reki á land. Ég held að þeir ættu frekar að endurskíra klettinn Höfrungaklett.
![]() |
Hval rak á land innan við Hólmavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2006 | 19:39
Brjóstið...
...á Janet Jackson er ennþá til umræðu, rúmum tveimur árum eftir að Justin Timberlake reif af henni leppana. Lýsir það ekki tepruskap Ameríkana ágætlega að þeir skuli ennþá vera jafn sjokkeraðir yfir þessu tveimur árum síðar.
Ég horfði nú á þetta atriði og það fór eiginlega framhjá mér... og mér var alveg sama.
![]() |
Timberlake segir Jackson hafa verið beitta kynja- og kynþáttamisrétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.8.2006 | 20:50
Vörubílstjórar...
...eru ákaflega sérstakur þjóðflokkur sem virðast hafa skapað sér sjálfskipað eignarhald á þjóðvegum landsins. Þeir halda öðrum ökumönnum í gíslingu, teppa umferð og valda stórhættu hvar sem þeir fara...
Það gladdi mitt litla fólksbílahjarta að heyra í hrokafulla vörubílstjóranum sem hringdi í síðdegisútvarp Bylgjunnar í dag og býsnaðist yfir því að hann þyrfti að fara í endurmenntun. "Hvað á að kenna mönnum í umferðinni sem hafa keyrt meira en milljón kílómetra?," spurði þessi bílstjóri, sem eflaust hefur aldrei verið öðrum til ama í umferðinni... Jú, það mætti kannski kenna þessum köllum beisik umferðarreglur, tillitssemi og fleira. Þó að maður sé á vörubíl þá á maður ekki að svína aðra bíla, maður á ekki að aka í gegnum Selfoss á meira en 50 km hraða, maður á að breiða yfir farminn sinn svo að grjóthríðin lendi ekki á húddinu á Skódanum mínum, maður á að gefa merki svo aðrir geti tekið framúr þegar mögulegt er...
En auðvitað aka allir vörubílstjórar eins og menn...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.8.2006 | 21:14
Menningarnótt...
![]() |
Daníel og Ásta Íslandsmeistarar í ralli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.8.2006 | 23:03
Íslandsmeistari...
![]() |
Daníel og Ásta með 11 mínútna forystu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.8.2006 | 20:46
Eldur...
![]() |
Eldur í sendibifreið á Biskupstungnavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2006 | 20:39
Eldgos...
...er ekki eitthvað sem maður vill fá í andlitið þegar maður er að keyra í nágrenni Heklu. Nema auðvitað að maður sé í það góðri fjarlægð að maður geti tekið myndir af því. Ég, Vladimir og Dimma héldum í mikla ævintýraferð í morgun. Ég hef tekið myndir af rallýbílum frá því ég var ca. sex ára gamall og elti þetta út um allar trissur. Nú er alþjóðarallið í gangi og þá eru jólin. Mig hefur alltaf langað til að fara upp á Dómadal og þar í nágrenni til þess að smella af en hef aldrei átt bíl sem ég hef treyst til þess, fyrr en nú að Vladimir er kominn til sögunnar. Reyndar er Dómadalurinn sæmilega fólksbílafær en það er annað mál.

Dimma og Vladimir ræða málin
Við ókum af stað kl. 8:40 í morgun í rólegheitunum, stútfull af bensíni, hangikjötssamloku og harðfiski. Það var rennifæri upp á Dómadalsleið og ég tók fínar myndir á jumpi nálægt Valahnúkum. Ég hafði parkerað Vladimir vel úti í kanti en þegar ég ætlaði að fara aftur af stað var hann steindauður. Alternatorinn er líklega ónýtur og nú voru góð ráð dýr fjarri mannabyggðum. Ég þurfti þó ekki lengi að hafa áhyggjur því björgunarsveitin á Akranesi var í hlutverki eftirfara í rallinu og þeir tosuðu mig í gang.
Þá ókum við sem leið liggur upp í Skjólkvíahraun í norðurhlíðum Heklu og þar uppá Rauðkembinga og inn á Hekluleið. Einhverntíman ætla ég að gefa mér tíma til að hossast þetta á almennilegum bíl (fyrirgefðu Vladi) í góðu veðri því að útsýnið þarna uppi er frábært og landslagið í Hekluhrauninu stórfenglegt. En nóg um það. Á síðustu kílómetrum Hekluleiðarinnar springur á Vladimir, farþegamegin að framan. Þá er ég að tala um að dekkið rifni. Ég ók áfram á næstu tímavarðstöð og hitti þar hóp af æðislega hressum jeppaköllum sem höfðu sko ekkert betra að gera heldur en að hjálpa mér og buðust meira að segja til að gera við dekkið... sem ég afþakkaði pent, og setti frekar undir orginal nagladekk sem Vladimir hefur átt síðan 1991. Vladi var að sjálfsögðu aftur rafmagnslaus þegar ég ætlaði af stað en jeppakallarnir bæði ýttu og drógu þangað til sá rauði hrökk í gang.
Á nýja nagladekkinu skröltum við niður Skógshraunið og höfðum Vladimir í gangi á meðan ég tók myndir á síðustu sérleiðinni. Síðan var "brunað" á Selfoss og allir voru sáttir við að vera komnir heim. Ég bjóst reyndar við því að Vladimir myndi falla saman "A la Blues Brothers" þegar ég parkeraði honum í hlaðinu en það gerðist ekki...
Snilldarferð og þakkir til jeppakallanna og björgunarsveitarinnar á Akranesi ef þeir eru að lesa
![]() |
Daníel og Ásta með örugga forystu í Rally Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.8.2006 | 20:26
Maður...
![]() |
Daníel og Ásta Sigurðarbörn fyrst í Rally Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2006 | 23:01
Landsleikurinn...

...í gær var skemmtilegri en menn grunar. Íslenska landsliðið þakkaði fyrir góðan stuðning eftirá en ég varð nú ekki var við þennan stuðning nema þá helst frá 20 manna hópi í nýja endanum á gömlu stúkunni...
Fólk var ekki einu sinni að syngja með í þjóðsöngnum fyrir leik.
En völlurinn var fínn og við reyndum hina og þessa stuðningssöngva sem verða æfðir betur fyrir næsta leik. Besta bylgja allra tíma á vellinum var okkur að þakka og var meira spennandi en leikurinn. Og Laugardalsvöllurinn er að fá á sig meiri stadium fíling sem er mjög gott mál þó að sætin okkar hafi verið frekar slöpp...
Babú sá auðvitað ekki rassgat og gaurinn við hliðina á honum er greinilega drukkinn...
Reina að reyna að taka einhvern gaur á sprettinum...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.8.2006 | 19:12
Það...
...fauk heldur betur í mig áðan. Rok og grjóthríð í sviptivindum undir Ingólfsfjalli. Við vorum á leiðinni úr bænum og ókum fram á útlendinga hjólandi/teymandi/fjúkandi undir fjallinu. Tveimur mínútum síðar hringdi Jói í mig og sagði mér að það hefði fokið hestakerra undir fjallinu. Ég sneri við og tók mynd en var næstum því fokinn út í skurð þar sem ég stóð með myndavélina. Samt er ég nú engin léttavara...
Annars sá ég það á netinu í dag að Hávarður Ísfirðingur varð í 3. sæti á mýrarboltamótinu. Sannarlega glæst byrjun á mýrarboltaferli okkar Ninnó. Við spiluðum reyndar bara þrjá fyrstu leikina í riðlakeppninni og misstum af útslitakeppninni. En við stóðum fyrir okkar.
![]() |
Hestakerra fauk undir Ingólfsfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)