Ó...

...mig auman! Fann mig knúinn til að hreyfa mig í kvöld og fór því út og hjólaði 8,4 kílómetra. Skil ekki hvernig Babu og Spergen gátu hjólað yfir Hellisheiði í einum rykk.

Verslunarmannahelgin búin og þessi var með allra rólegasta móti. Þurfti reyndar að vinna í dag eins og eiginlega alltaf á mánudögum í versló. Það var bara stutt.

Horfðum á Just Friends í gær og hún kom á óvart. Hélt þetta væri einhver vibbi því að ég þoli ekki Ryan Reynolds en Anna Faris bætti svo sannarlega fyrir það. Hló yfir meðallagi en kannski var ég bara í góðu skapi fyrir. Það getur skipt máli. 3/5 stjörnur.

Í nótt ákvað ég að sofa með símann við rúmið, sem ég hef ekki gert síðan Dýrleif fæddist. Fann eitthvað á mér. Það gekk líka eftir. Ninnó hringdi í mig kl. 01:42. Þá hafði orðið banaslys við Langsstaði.

Jæja, lets make tuna & watch TV.


mbl.is Banaslys á Suðurlandsvegi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvaða hvaða... var að bíða fram yfir verslunarmannahelgi með að skoða. Er farinn að skoða núna! ;)

Æðisleg mynd af þér og Vladimir! :)

JJ aka http://flisin.blogdrive.com/ (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 12:26

2 identicon

Shit er þetta fyndin mynd þarna efst!!! Baaara fyndin:) hehehehehe en vona að verslunarmannahelgin hafi verið kósý hjá litlu fjölskyldunni!

Anna Magga (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 21:24

3 identicon

Babu

Bara góð mynd af þér og Vladímír þarna efst.

En varðandi hjólaferðina þá hef ég ekki hugmynd um það sjálfur enda var hræðilegt veður á okkur allan tímann, geymi hjólið líklega aftur í 7 ár

Babu (IP-tala skráð) 9.8.2006 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband