Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað...

 

...er betra eftir langan og þreytandi vinnudag heldur en að landa einni sjóbleikju? Jafnvel þó að það hafi verið í net. Við Jói erum á fullu í netaveiðinni þá frídaga sem við eigum þessar vikurnar... Aflinn búinn að vera ágætur, sjóbirtingur og sjóbleikja. Fallegasti fiskur. Við Jóhanna og Dimma tókum upp netið í kvöld á meðan Gummi passaði Dýrleifu.


Það...

...styttist í að ég byrji að blogga. Einhverjir eru þegar byrjaðir að skoða þessa síðu en þeir verða að láta sér nægja að lesa ekki neitt þangað til a.m.k. fram yfir verslunarmannahelgi...

Er...

...að horfa á KR - ÍA, eða KRÍA eins og ég kýs að kalla leikinn. Gaupi var að enda við að segja: "Þarna liggur einn KR-ingur í Valnum." Er ekki ákveðin þversögn í því? Það gæti samt reyndar verið að valur myndi ráðast á kríu.

Ég...

...er ekki byrjaður að blogga.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband