12.3.2007 | 01:20
Völlurinn...
...er upphitaður með gegnumstreymis hitakerfi með fjarstýrðum vöktunarbúnaði og er búist við að með honum náist verulegur sparnaður þar sem vatnsnotkun verður líklega aðeins þriðjungur eða fjórðungur á við sambærilega velli.
Manni hlýnar svo sannarlega hitalögnunum umhverfis hjartaræturnar að lesa þennan texta. Á meðan æfa knattspyrnumenn á Selfossi á nýjum og glæsilegum sígrænum velli sem er þeim kostum búinn að hafa ótengt hitakerfi. Það má kannski benda ÍR-ingunum á þá ágætu leið ef þeir vilja spara vatnskostnaðinn enn frekar.
Nýr gervigrasvöllur formlega afhentur ÍR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2007 | 13:48
Ef...
Bandarískir hermenn sakaðir um að hafa myrt óvopnaða óbreytta Íraka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.3.2007 | 20:48
Af...
Togararallið hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 01:30
Frekar...
...leiðinleg stemmning í Þorlákshöfn áðan. Enda eðlilegt. Liðið að spila fínan bolta í kvöld, en máttu sín lítils gegn deildarmeisturunum í 4. leikhluta. Á sama tíma og Njarðvíkingar komust yfir bárust þær fréttir um húsið að Fjölnir væri að vinna Tindastól. Þannig að stemmningin fór hratt dvínandi.
Þórsarar eiga samt allt hið besta skilið, og þó að Hamarsmenn séu mínir menn þá vill maður engu sunnlensku liði það að falla, í hvaða íþrótt sem er. Hjarta mitt sló með Þórsurum í kvöld enda eru fínir gaurar í liðinu og Rob er toppnáungi. Vonandi að hann verði þarna áfram og Þórsarar fari beint upp á næsta ári.
Fjölnir hélt sér uppi - Þór úr Þorlákshöfn féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2007 | 21:49
Spurning...
Rætt um að flýta nýrri Ölfusárbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2007 | 23:34
Fullkomlega...
...sanngjarnt og frábært að Liverpool c komið áfram. Annars leið mér undarlega í dag, var eirðarlaus og með hugann úti í Liverpoolborg. Einkennilegt hvað eitthvað fótboltalið í útlöndum getur haft mikil áhrif á mann. Ekki þekki ég neinn í þessu liði, eða tengist borginni á neinn hátt, utan að hafa heimsótt hana þrisvar... ekki vita þeir af mér hérna uppi á Íslandi, hoppandi uppúr sófanum og haldandi um höfuð mér. Einkennilegt...
En annars... það væri frábært að fá Morientes og félaga í 8-liða úrslitum. Það kemur í ljós síðar...
Sigurmark Eiðs Smára ekki nóg fyrir Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.3.2007 | 16:39
Geiiiiiisp...
...er leikur í kvöld?
Gerrard sauðslakur á æfingu í gær...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2007 | 22:25
Britney...
...er komin í fréttirnar enn á ný. Nú segir slúðurpressan að hún hafi reynt að hengja sig með rúmfötunum sínum á meðferðarheimilinu sem hún dvelur á. Ekki nóg með það heldur krotaði hún "666" á ennið á sér og hljóp síðan um öskrandi að hún væri Andkristur. Athyglisvert.
Annars er komin ný vinnuvika og ef ég á að telja upp afrek helgarinnar þá eru þau þessi:
- Labbaði í slabbi.
- Borðaði humarsúpu.
- Fór á Hvolsvöll og í Hveragerði.
- Henti sjónvarpinu út um gluggann.
- Fór í afmæli.
- Horfði ekki á The Click.
- Skaut tappa úr flösku.
- Var með flösu.
- Las gamlan Mogga.
- Var í hlýrabol.
En varðandi Britney, þá má lesa um fleiri furðufugla í viðhangandi frétt.
Jesús býr í Burnley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2007 | 22:13
Ökum...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 00:29
Kóperaði...
...eftirfarandi texta af Vísi: "...Tveir bílar rákust saman og sá þriðji nuddaðist utan þá rétt á eftir. Bílarnir sem rákust fyrst saman voru síðan fluttir í burtu með kranabíl þar sem þeir voru mikið skemmdir. Þriðja bílnum var keyrt í burtu...."
Hvað segja málfræðiáhugamenn um þennan ágæta texta?
Jæja... ætli ég fari ekki að horfa á Family Guy með Jóa Seagull...
GK out
Harður árekstur á mótum Hringbrautar og Njarðargötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.3.2007 | 21:14
Bara...
...af því að Hlynur Bárðar tók upp þráðinn hér að neðan varðandi þýðingar á erlendum sjónvarpsþátta eða kvikmyndatitlum... Hef heyrt tvær þýðingar á titlinum The Devil Wears Prada. Annað var Djöfullinn á dönskum skóm en hinu er ég búinn að gleyma. Mér finnst að þegar menn eru að þýða þessa titla þá sé ekki nóg að snúa þeim bara yfir á íslensku heldur þurfa þeir að vera trúir upprunalega titlinum líka. Ég myndi láta þessa mynd heita Kölski klæðist Prada. Ekkert að því...
Annars fékk ég óvænt símtal í morgun frá karlmanni sem vildi fá mig á stefnumót...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.3.2007 | 01:27
Keypti...
Rop...
Söluskáli KHB lækkaði ekki verð í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 23:12
Eignaðist...
...nýjan bloggvin í gærkvöldi, þegar Tommi Þórodds kíkti í heimsókn. Tommi er toppnáungi þó að við séum ósammála um veigamikil atriði eins og enska boltann og aðferðafræði í pólitík.
Þar fyrir utan hef ég ekkert skemmtilegt að segja...
Góðar stundir...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2007 | 21:48
Rakst...
...á nokkuð skemmtilegt próf á bloggsíðunni hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Þarna getur maður komið sér fyrir á hinu pólitíska landakorti á ákaflega einfaldan hátt. Og það sem kom mér mest á óvart er að prófið virðist hafa tiltölulega rétt fyrir sér.
Niðurstaðan mín er hérna hægra megin.
Þið getið prófað hérna...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)