Frekar...

...leiðinleg stemmning í Þorlákshöfn áðan. Enda eðlilegt. Liðið að spila fínan bolta í kvöld, en máttu sín lítils gegn deildarmeisturunum í 4. leikhluta. Á sama tíma og Njarðvíkingar komust yfir bárust þær fréttir um húsið að Fjölnir væri að vinna Tindastól. Þannig að stemmningin fór hratt dvínandi.

Þórsarar eiga samt allt hið besta skilið, og þó að Hamarsmenn séu mínir menn þá vill maður engu sunnlensku liði það að falla, í hvaða íþrótt sem er. Hjarta mitt sló með Þórsurum í kvöld enda eru fínir gaurar í liðinu og Rob er toppnáungi. Vonandi að hann verði þarna áfram og Þórsarar fari beint upp á næsta ári.


mbl.is Fjölnir hélt sér uppi - Þór úr Þorlákshöfn féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Frekar leiðinleg stemmning í Þorlákshöfn? Úff, öll kaldhæðnin sem mér dettur í hug ...

Rúnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 08:31

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Maður þarf að passa sig að komenta ekki á þessa færslu.

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 09:10

3 identicon

Held ad tad sé líka vissara fyrir Selfyssinga ad kommenta sem minnst á korfubolta,  tví korfuboltalega sed (ef svo má ad ordi komast) er selfoss útibú fyrir Hveragerdi.  

YNWA

X (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: GK

Enda segi ég það líka í færslunni - Hamarsmenn eru mínir menn. Selfyssingar eiga lítið í þessu H/S liði.

GK, 9.3.2007 kl. 15:42

5 identicon

Annars er góð stemning í öllu öðru hérna í Þorlákshöfn!;)  Thank you very nice! hehehe

Anna Magga (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 21:48

6 Smámynd: Josiha

Æ það er e-ð svo krúttlegt að þora ekki að kommenta undir nafni - mr. X 

Josiha, 9.3.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband