Búinn...

Bowie...að setja nokkur David Bowie lög inn á tónlistarspilarann. Eigum við ekki bara að segja að hann sé músíkant mánaðarins hérna á dritinu. Gat bara ómögulega valið sex uppáhalds lögin mín þannig að ég fókusaði mest á glamrokk árin hans og þrjú af lögunum eru af meistaraverkinu um hann Sigurð Stjörnuryk. Hef líklega mest hlustað á Bowielögin frá 1969 til 1973. Síðan er þarna líka Ashes to Ashes af Scary Monsters sem kom út í kringum '80. Þar er annað gott skeið hjá honum.

Veit ekki af hverju ég datt allt í einu inn í Bowie. Hef ekkert verið að hlusta á hann alla ævi þó að eitthvað hafi örugglega síast inn í gegnum hurðina á herberginu hans Einars bróður á menntaskólaárum hans. (Vá, er langt síðan). Ég held að ég hafi ekkert byrjað að pæla sérstaklega í Bowie fyrr en uppúr '97 þegar platan Earthling kom út. Ég er samt ekkert að fíla nýja efnið hans sérstaklega. Hef alveg nóg með að fara í gegnum ferilinn hans frá upphafi enda eru plöturnar orðnar eitthvað í kringum þrjátíu.

Annars er Space Oddity besta lag í heimi. Bara að láta ykkur vita. Mjói hvíti hertoginn rúles!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Bowie er ágætur já.

Josiha, 7.1.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

ég ætla að fá mér eins klippingu og hann er með á myndinni

Guðmundur Marteinn Hannesson, 7.1.2007 kl. 20:46

3 Smámynd: GK

Mæli með því. Þú litir vel út á vellinum með þennan makka.

GK, 7.1.2007 kl. 20:58

4 identicon

heyrðu ég verð að segja fyrir minn smekk að ég fíla alveg hann Bowie sko... hann er töffari.. þó ég sé samt ekkert búin að stúdera hann, en aungvu að síður fíla ég músíkina hans!:) svo eru outfittin hans notla alveg met sko! alltaf í þvílíku múnderingunum!

Ennnnnnnn jæja Gummi þá er komið að þér að kommenta ! haha!;)

Anna Magga (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 23:04

5 identicon

Svo verð ég að segja að þessi tónspilari er alveg hel**** sniðugur Guðmundur Karl! hehe

Anna Magga (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 23:05

6 Smámynd: GK

Löngu búinn!

GK, 7.1.2007 kl. 23:05

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég var húkkt á Bowie fyrir 25 árum  China girl var uppáhalds...sagði ég 25 árum?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 8.1.2007 kl. 00:23

8 Smámynd: mojo-jojo

bowie rular

mojo-jojo, 8.1.2007 kl. 00:34

9 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Anna Birna systir sagði 1981 að það væru bara til 2 eilifðartöffarar. Það væru David Bowie og Clint Estwood. Henni fynst það en.

Hlynur Jón Michelsen, 11.1.2007 kl. 02:12

10 Smámynd: GK

Já, ég held bara að hún hafi nokkuð til síns máls... Eigum við að blanda Tom Jones í þennan hóp?

GK, 11.1.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband