19.10.2007 | 00:47
Jóhanna...
...er betri kokkur en liðið sem eldar á Ruby Tuesday. Allavega bjó hún til eitthvað guaqamole-kjaftæði í kvöld sem var betra en það sem ég fékk á Ruby's síðasta laugardag. Hafiði cð nýju auglýsinguna frá Ruby? Þar er rosalega girnilegt humarpasta sem ég skellti mér á, en diskurinn sem kom á borðið leit allt öðruvísi út. Meira eins og stórkekkjótt æla. En hún var bragðgóð...
Renndi upp að Laugarvatni í dag þar sem menn voru frekar hressir vegna væntanlegrar uppbyggingar. Fór síðan á fund í Félagslundi í kvöld vegna áhættumats Urriðafossvirkjunar. Í ljós kom að mannslíf eru ekki í hættu ef stíflan rofnar, sem hún gerir ekki.
Annars er ég frekar svekktur. Ég fékk bara 3461 innlit á síðuna síðasta sólarhringinn og á sama tíma voru bara þrír sem kommentuðu. Kannski leit bara mamma svona oft við.
Athugasemdir
ojjj svik og prettir.... á ruby! Er ekki hægt að kæra þetta sem auglýsingabrellu þar sem viðskiptavinir eru ginntir til að hafa viðskipti við þá með fallega skreyttum diskum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum??? ;)
Finnst þetta samt eiginlega mjöööög hallærislegt trix
Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 01:32
Ég er einn hinna seku - laumast stundum hingað inn, skríð með veggjum og laumast til að flissa í hljóði af skemmtilegum skrýtlum sem þú í bland við skemmtilega kommentara segið.. Og þessa ánægju hef ég hingað til fengið frítt - en nú eru breyttir tímar og ég þarf að kvitta!
DS
Ps. Ég sé hvert ég myndi leita til að fá plöggað deit með svona afburðakvenkokkum - Þú virðist þekkja nokkra þannig!
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 19.10.2007 kl. 09:42
Hmmm þetta er e-ð skrítið hrós. Er þetta hrós? Ég er betri kokkur en liðið á Ruby Tuesday - það er nú ekki erfitt að vera það! Og svo bjó ég til e-ð kjaftæði. Pff!
Josiha, 19.10.2007 kl. 12:00
Okei, var loksins að fatta guaqamole-kjaftæði djókið. Fattarinn ekki alveg í orden hjá mér í dag.
Josiha, 19.10.2007 kl. 12:50
Svona áttu góða mömmu
Helga R. Einarsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:21
Ég leit inn.
Takk fyrir kaffið
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:29
Innlit.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.10.2007 kl. 00:17
AG: Jú, þetta er ljót en bragðgóð brella.
DS: Þessi þjónusta verður alltaf ókeypis. Eitt kvitt dugar svosem. Átt þú ekki annars að vera í útlöndum? Gangi ykkur vel! PS. Skal hafa augun opin fyrir kvenkosti... ;)
JSH: Hrós is a hrós is a hrós.
EEM: Einmitt og móttekið.
JSH2: Langur í þér fattarinn, kona.
HRE: Jú, hún er það.
RB: Verði þér að því.
GHS: Útlit.
GK, 20.10.2007 kl. 01:56
Hæ Gummi Kalli
Ég hef oft reynt að kommenta hérna á síðuna hjá þér, en málið er bara að ég get aldrei svarað þessum erfiðu spurningum sem koma í veg fyrir að kommentið lendi í ruslpóstinu.
í Þetta skiptið fékk ég fólk til að hjálpa mér
Kveðja Helgiba
Helgiba (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 19:31
HB: Hahaha... þetta hefur vafist fyrir verkfræðingnum. Gott þú gast leitað þér hjálpar. Búinn að fá þér Volvo?
GK, 21.10.2007 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.