Enn...

oht-2006-sh...eitt árið ákveður Sjónvarpið að láta Ólaf H. Torfason eyðileggja upptökuna frá BAFTA verðlaununum. Maðurinn er svo öfga málglaður að hann þarf endalaust að skjóta inn í "þýðingum" á því sem fólkið er að segja á sviðinu og talar þar með ofan í það. Ég spyr bara hvernig í ósköpunum maður á að geta notið þessarar útsendingar með hann blaðrandi yfir enskunni? Ég er amk búinn að slökkva á sjónvarpinu.


mbl.is Mirren og Whitaker valin bestu leikararnir á BAFTA-hátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Svoooo sammála! Hann eyðileggur þetta alveg!

Josiha, 11.2.2007 kl. 23:08

2 identicon

Beinist gagnrýni ykkar að mér sem þýðanda eða að Alþingi fyrir að hafa þýðingarskyldu í útvarpslögum? (RÚV ræður þessu ekki, heldur fer að lögum).

Aðhald er gott og ég skil vel forsendurnar fyrir þeirri gagnrýni ykkar að þýðandi (í þessu tilviki ég) sem reynir að þýða eða endursegja á íslensku erlent dagskrárefni í beinni útsendingu geti gengið of langt og skemmt það. Lengi má deila um hvernig og hve langt á að ganga í því að íslenska slíkar sendingar.

Ekki verður þó framhjá því gengið að samkvæmt gildandi útvarpslögum er skylda að þýða eða endursegja á íslensku með einhverju móti dagskrárefni af þessu tagi. (Útvarpslög  2000. - IV. afli, 8. gr.: "Tal og texti á íslensku").

Ég held að það sé naumast hægt að ná fullkomnun í þessu. Alltaf verða einhver mistök, of lítið eða of mikið talað yfir. Eða hvað haldið þið? Eða eruð þið á móti þýðingarskyldunni yfirleitt?

Með bestu kveðjum, Ólafur H. Torfason.

Ólafur H. Torfason (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: GK

Sæll Ólafur

Gagnrýnin beinist að þér sem þýðanda (þó ekki persónulega). Ef ég ber þetta t.d. saman við útsendinguna frá Óskarnum þá er farið yfir málin þar á "milli atriða" og þulirnir eru ekki að tala ofan í ræðurnar eða kynningarnar. Þar er reyndar um beina útsendingu að ræða og þess vegna gefst meiri tími "til þýðinga" í auglýsingahléum. Því er ekki að skipta í þessum BAFTA-þætti.

Ég myndi frekar leggja til, úr því það er verið að sjónvarpa þessu, að hátíðin sé sýnd í beinni, eða þá textuð á mánudagskvöldi. En að hafa þig talandi ofan í ræður og kynningar fer einfaldlega í taugarnar á mér. Það þarf ekki að gilda um aðra áhorfendur.  Annars held ég að þeir sem horfa á BAFTA hátíðina kl. 22:30 á sunnudagskvöldi, séu vel slarkfærir í ensku og hafi það mikinn áhuga á efninu að það þurfi t.d. ekki að þýða hvern einasta kvikmyndatitil. Movie-buffs njóta svona útsendingar eflaust betur án talsetningar.

Ég veit vel að þú ert bara að vinna vinnuna þína og þess vegna mætti kannski endurskoða útvarpslögin hvað þetta varðar. Ef við berum þetta saman við Eurovision, sem RÚV sýnir einnig, þá held ég að Gísli Marteinn (eða hver sem lýsir) hafi gætt þess að tala ekki ofan í kynnana. Ég hætti að horfa á BAFTA í ár eftir nokkrar mínútur - en er minnugur frábærrar opnunarræðu Stephen Fry í fyrra þar sem íslenska talsetningin skyggði ískyggilega á hana.

Þú mátt samt eiga það, Ólafur, að þú gaukar að okkur mjög skemmtilegum fróðleiksmolum og ég er fastur hlustandi að gagnrýninni þinni á Rás 2 - og kann vel að meta hana.

Mér er greinilega mikið niðri fyrir... ég kommenta aldrei svona langt - hvað þá að ég bloggi svona langan texta.

GK, 12.2.2007 kl. 01:41

4 identicon

Ég er svo sammála þessum athugasemdum, og ég skil ekki hvernig Ólafur sér það ekki sjálfur! Þessi útsending var skandall!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:02

5 Smámynd: GK

Eitt sem ég mundi eftir þegar ég var að leggjast á koddann. Þegar sýnt var frá rauða dreglinum og stjörnurnar voru að kommenta á kvöldið framundan þá heyrðist ekkert í þeim þar sem talsetjarinn var að þylja upp nöfnin á öllu fræga fólkinu. Hvað tengist það því að þýða efnið?

GK, 12.2.2007 kl. 12:02

6 Smámynd: Anna Sigga

Ææ! Ég verð því miður að vera sammála Gumma í því að það sé svo ekki sé meira sagt, ergilegt að heyra ekki nema tvö, til þrjú fyrstu orðin í setningunum, vegna þess að það sé skylt að þýða efnið en það er ekki einu sinni hægt að fá allt efnið þýtt vegna þess að það nær enginn að hlusta á það sem þulið er þegar þýðandi talar yfir.  Mér þykir samt leitt að þetta þurfi að beinast gegn einstaklingi ekki síst þar sem mér finnst rödd viðkomandi afar þægileg.... nema þegar hún aftrar mér að heyra kynningarnar á BAFTA...

En þetta virðist vera leiðindar staða....

Anna Sigga, 12.2.2007 kl. 18:54

7 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Gott ad hann bladrar ekki a spaensku , thad vaeri leidileeegast..Hae annars allt gott her i hitanum...salut

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.2.2007 kl. 21:30

8 identicon

Það væri mjög einfalt að hafa tvær hljóðrásir, svo fólk hefði val um kjaftagang eða ekki kjaftagang.  Þetta er mjög algengt í Amríku þar sem bæði er enskumælandi og spænskumælandi fólk. Væri líka hægt að hafa þýðinguna á útvarpsrás, ef samhliða sjónvarpsrás er ekki möguleg.

kv. Páll Magnússon sjónvarpssstjóri. 

Páll Magnússon (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 22:34

9 Smámynd: Josiha

Hvenær ætlar bróðir þinn eiginlega að fara að kommenta undir nafni?

Josiha, 14.2.2007 kl. 01:12

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er kannski smekksatriði hvort þulur tali of mikið eða ekki. En ekki má gleyma því að fjöldi fólks, á öllum aldri, skilur ekki ensku (þó sumir vilji halda annað) og veit ekkert hvað verið er að talað um ef ekki væri íslenskur kynnir. En þetta fólk  hefur samt gaman af frægum leikurum og öllu standinu kringum þá. Og sjónvarpið hefur líka skyldur við þetta fólk.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2007 kl. 01:40

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru voldugar raddir og þrungið loft.  Ég er nú samþykkur þýðingum af þessu tagi því það er fjöldinn allur af fólki, sem skilur ekki daut í ensku.  Sérstaklega eru það þó yngri börn og eldri borgarar. Eigum við ekki að reyna sýna þessu fólki það umburðarlyndi og hafa þetta skiljanlegt?

Ég er svo pínulítið hissa á þessum alvöruþunga yfir svo léttvægu málefni. Verð að segja það...

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2007 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband