Heppnin...

nationallottery...eltir mig á röndum. Ekki nóg með það að hafa verið með þrjá rétta í Lottóinu í gær, heldur fékk ég póst í morgun þar sem Breska lottóið tilkynnti mér að ég hefði unnið 950 þúsund sterlingspund, eða tæpar 125 milljónir króna. Ég var svo heppinn að netfangið mitt var dregið úr potti Microsoft-notenda hjá breska lottóinu. Ég verð að innheimta vinninginn innan viku, annars rennur hann óskertur í sjóði Evrópusambandsins.

En heppni minni eru engin takmörk sett. Í síðustu viku vann ég þrjár milljónir punda hjá alþjóðlega breska lottóinu. Það eru tæplega 400 milljónir íslenskar... svo ef ykkur vantar pening, þá er bara að hafa samband...

Ótrúleg heppni!


Spaugstofan...

bilde?Site=XZ&Date=20080126&Category=LIFID01&ArtNo=101260151&Ref=AR&NoBorder ...sýndi það og sannaði að nýja borgarstjórnarmeirihlutanum er óhætt. Ef Ólafur F. þarf að fara aftur í veikindaleyfi þá geta þeir bara kippt Erlendi Eiríkssyni, leikara, inn í borgarstjórastólinn. Hann var bara nákvæmlega eins og Ólafur...

Heitir hann í alvöru Ólafur Falur? Grin

Dagurinn...

smyrill180803_9 ...var nokkuð viðburðarríkur.

Sá smyril á hlaðinu (Jakob! Ég sá smyril)

Fór fimm km á crosstreinernum (Jóhanna hélt að ég væri að fá hjartaáfall)

Verslaði í Bónus (Árni nennti auðvitað ekki að vera í vinnunni)

Eldaði ýsu með tómötum og osti (Og stappaði vel fyrir DNG)

Já, þetta var sko viðburðarríkur dagur... LoL

28 ára?

sw2Heath Ledger var nálægt því að komast í hóp Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison og Kurt Cobain sem öll dóu fyrir 28. afmælisdag sinn. Ledger hefði orðið 29 ára þann 4. apríl nk.

Þrátt fyrir þetta verður Ledger örugglega icon, helst minnst fyrir Brokeback Mountain og A Knights Tail. Það á ennþá eftir að frumsýna nýju Batman-myndina þar sem hann leikur Jókerinn og nýju Terry Gilliam-myndina um Dr. Parnassus. Veit reyndar ekki hvort tökum c lokið á henni.

Hann lifði hratt, strákurinn, enda brann hans kerti hratt upp.

"I'm not good at future planning. I don't plan at all. I don't know what I'm doing tomorrow. I don't have a day planner and I don't have a diary. I completely live in the now, not in the past, not in the future."
[Heath Ledger 1979-2008]


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja...

313686370_4686de5916...Patriots komnir í SuperBowl. Þetta var samt frekar slakur leikur á móti Chargers - menn ekki að gera meira en þurfti til að vinna... Gaman að sjá til Kevin Faulke í leiknum. Ég hef alltaf haldið dáldið upp á hann en hann hefur staðið í skugganum á Randy Moss á þessu tímabili. Nú er bara að vona að Green Bay komist líka í Super Bowl... þó að Ninnó komist ekki í SB-partíið...

Held að það sé mús í stofunni. Eða snjótittlingur.

Keypti Cross-Trainer í dag. Svitnaði við að setja hann saman.

Fór til Þorlákshafnar. Varð sjóblautur.

Annars er ég bara rólegur...

*UPPFÆRT* Þetta var ekki mús eða snjótittlingur, heldur trjágrein á sliguðu tré sem strýkst við stofugluggann.

*UPPFÆRT 2* Það er gríðarlega skítkalt í Green Bay... [Þórmundur Bergsson að lýsa á Sýn]


Ég...

...held að það sé ekki hægt annað en að hrósa póstinum fyrir viðleitni!
posturinn


Bara...

...svo að það komi fram þá kom ég nákvæmlega engu í verk í dag!

Velkomin...

...í Dýravinum í kvöld ætlum við að heimsækja Jakob en hann á mjög fallegan Hídroxíkött.

cat%20white%20background%20small

Ég...

...er með heiftarlegan varaþurrk. Það er kuldinn.

vaseline250

Kominn...

20073910216603 ...tími á nýtt blogg. Búinn að vera með einhverja háls-, nef- og eyrnaflensu frá því að ég vaknaði á nýjársdag og hef ekki verið til mikilla stórræða. Þrettándinn er í dag þannig að jólin eru að verða búin og hver að verða síðastur til að sjá mömmu kyssa jólasvein.

Ég var ekki búinn að skrifa neitt um skaupið. Mér fannst þessi Lost húmor alveg lost. Annars voru alveg ágætir sprettir í þessu þó að tempóið hafi ekki verið mikið. Líklega ekki eftirminnilegt til lengdar, nema fyrir ristilhreinsunina á Jónínu Ben.

Horfði á alla Næturvaktarseríuna síðustu tvö kvöld. Bjóst við að þetta væri ekki eins skemmtilegt og raun bar vitni. Það er nefnilega oft þannig þegar allir eru að hype-a eitthvað svona upp að maður geri sér of miklar væntingar. En svo var ekki í þessu tilviki. Frábær skemmtun. Í raun og veru ekki grínþættir, heldur félagsleg ádeila með gamansömum undirtón.

Ætla að horfa á Liverpool vinna Luton 8-0 í dag og síðan fer ég að vinna. Nóg að gera þessa dagana þar sem ég er einn á blaðinu.

Það...

...er komið 2008

Á síðasta ári...
...skipti ég um vinnu.
...ók ég yfir Hellisheiði í vondu veðri.
...sá ég Megas læf.
...heimsótti ég þrjú ný lönd.
...reynsluók ég BMW.
...hætti ég og byrjaði í stjórn hjá Árborg.
...byrjaði ég að byggja hús.
...lét ég stela bílnum mínum.
...fór ég til Grenivíkur.
...var ég þunnur.
...lenti ég í jarðskjálfta.
...fyrirleit ég mann.
...þyngdist ég.
...fékk ég lélegan málshátt.

Á þessu ári...
...ætla ég að bæta um betur.

Gleðilegt ár!

400_F_4322062_YAJ3jzIxNEyTvbEQIwexDcJsF1IZD3ec


Efast...

...um að ég hangi mikið á netinu um jólin.
Tel þess vegna viðeigandi að segja bara:

GLEÐILEG JÓL!

ws_christmas_blue_tree_1024x768

Ég...

...er að borða mandarínu. Dýrleif Nanna liggur á gólfinu og Jóhanna er í eldhúsinu eitthvað að fást við mat...

Life's 2 good...

Joyful

Var...

...að taka til í ísskápnum inni í búri og fann þrjá Egils-gull sem runnu út 17. október 2003.

Hvað segir það um drykkjumynstur mitt?


Er...

...kominn í eins mikið jólafrí og ég kemst í . Þarf reyndar að vinna aðeins á morgun og á föstudaginn en það er eitthvað lítið. Næsti almennilegi vinnudagur er á 2. í jólum en ég ætla að reyna að vera duglegur á morgun og hinn svo ég þurfi ekki að eyða öllum 2. jóladegi í vinnunni. Pointið er að mesta törnin er búin, og hún er búin að vera ágætlega mikil síðustu tvær vikurnar.

Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband