Aumingja...

...maðurinn að heita þessu nafni.
mbl.is Brian Gay er efstur eftir fyrsta keppnisdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gámur...

...rímar við Sámur. Það er hundurinn hans Jóa...
mbl.is Gámur valt af tengivagni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wasabi...

 

...rataði í fyrsta sinn innfyrir varir mínar um síðustu helgi. Það er s.s. þetta dularfulla græna gums sem fylgir oft með súsí. Í þetta sinn fylgdi það með saltfiski borðfélaga míns. Wasabi er eins og sterkt sinnep sem kreist er út úr afturendanum á djöflinum. Ég mun aldrei borða það eintómt aftur...

Síðan fáum við hvalveiðileyfi á miðnætti. Ég borðaði einmitt hrefnu í fyrsta sinn um síðustu helgi. Reyndar var hún í carpaggio strimlum svo það er ekki alveg að marka. En ég fann samt lýsisbragðið.


mbl.is Stangveiðifélag Reykjavíkur semur um leigu á vatnasvæði Hvítár og Ölfusár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...get ekki að því gert en ég veit ekkert hvaða íþrótt er verið að tala um í þessari frétt. Þetta gætu þó verið einhverskonar klósettkapphlaup. Fyrsta settið vann Borvanov en Arnar vann næsta sett. Þá var keppt til úrslita á Gustavsberg-setti.

Mjög líklegt meira að segja, þar sem keppt var í Mexíkó og sterkur matur er oft fljótur gegnum systemið hjá manni. A.m.k. hjá Jónínu Ben.


mbl.is Arnar tapaði í 8-manna úrslitum í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það...

...var mikið. Útvarpshöfuð að koma með nýja plötu.

Annars fékk ég 23 e-mail í dag, þar af voru 20 eitthvað spam-rusl. Hvernig losnar maður undan þessari óværu?


mbl.is Radiohead vinna að nýrri plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í...

...stórum dráttum er hér ferðasaga frá hinum fjóru fræknu til Livrarpolls eins og faðir minn myndi orða það. Meðíferð voru Marínó (a.k.a. Amish-Boy), Marteinn og Baldvin auk mín, sem hér eftir verður nefndur GK.

Eru ekki allir með vegabréfin sín?
Ferðin byrjaði gríðarlega vel. GK og Marteinn voru sóttir á Nönnugötuna þar sem háskólaneminn Marteinn býr en hann bauðst sjálfviljugur til að vera gleðigjafi ferðarinnar með því að taka með sér einhverja doðranta úr verkfræðinni og var gómaður með yfirvigt við check-inn, sem bara voru bækur. GK lánaði Marteini gleraugun sín og trefil og hann eyddi restinni af ferðinni í að lesa.

Þegar við vorum komnir í Hafnarfjörðinn fattaði Baldvin að hann hafði sett vegabréfið sitt í SG úlpuna, sem hann fór ekki í til útlanda. Stefán Magni-ficent var því ræstur út og við ókum á móti honum og vegabréfinu. Þetta tafði okkur um u.þ.b. fjóra bjóra í flugstöðinni. Í flugstöðinni hittum við Lalla Vanillu og Vigni Egil sem voru einmitt á leiðinni á sama leik. Við tókum bjór með þeim og ég át reyktan lax, eins og ég geri yfirleitt fyrir flug. Flugið var prýðilega fínt, fáir í vélinni svo að maður gat breitt úr sér. GK og Ninnó hrekktu Baldvin í svefni og hlustuðu á góða tónlist í flugradíóinu á meðan Marteinn lærði úr þykku bókinni. Flugradíóið bauð upp á marga góða slagara eins og "...this is the road to Hell", "...we're on the road to nowhere" og á SagaClass bauðst mönnum að horfa á "Crash" á DVD. Sannarlega upplífgandi í flugvél alltsaman. Baldvin vaknaði síðan þegar flugvélamaturinn kom aðvífandi og át fimm skammta.


Baldvin hrekktur í flugvélinni
Marteinn á bls. 1 í þykku bókinni
Baldvin búinn með fimm skammta af flugvélamat

Heitasta helvíti
Lendingin í London gekk vel nema hvað Baldvin fékk bæði Hellu og Hvolsvöll fyrir eyrun og var því eins og spastísk fyllibytta það sem eftir lifði kvölds. Undergroundið frá flugvellinum lá beint upp á tröppur á hótelinu við Piccadilly sem hér eftir verður nefnt Hótel Helvíti. Ég hef tvisvar gist þarna áður og þetta hótel býður upp á lítið annað en að þar sé sofið. Gangarnir eru allir í niðurníðslu og sturtur og klósett þrifin árlega. Herbergin sem við fengum voru hins vegar ágæt ef litið er framhjá því að ekki var hægt að opna gluggana (vegna tíðra sjálfsvígstilrauna) og hitastigið í þeim var líklega um 40°C. Reyndar var fínn hiti í London þannig að maður var sveittur í rassaskorunni allan tímann, og sérstaklega á hótelinu.


Ninnó reynir að lina þjáningar Hellu-Baldvins


Komnir til London...

Eftir að hafa krassað á hótelinu var rölt niður á Leicester Squere, miðarnir á leikinn sóttir og síðan var stefnan sett á eitthvað ætilegt. Valið stóð á milli MCDonalds og KFC. Atkvæðin féllu jöfn 2-2 þannig að stein-skæri-blað þurfti til að knýja fram úrslit. KFC liðar unnu og þess vegna var ákveðið að fara á Planet Hollywood. Það reyndist hin prýðilegasta lending og þar sátum við og átum og drukkum þangað til klukkan að verða hálftvö. Þá var stefnan sett niður í bæ en Baldvin var ennþá með Hellu og Hvolsvöll og Marteinn vildi fara upp á hótel að lesa. Það voru því GK og Ninnó sem héldu uppi merkjum íslendinga með því að sötra öl á skuggalegri búllu í dimmu húsasundi, hundeltir af þjófum og pimpum. Drykkjan stóð þó ekki nema í klukkutíma og þá var rölt aftur upp á hótel.


Rifjaætan á Hollývúddplánetunni...

Liiiiiiiiiiiiverpooooool, Liiiiiiiiiiiverpooool...
Eftir tæplega fjögurra tíma svefn var kominn tími á að rúlla út á Euston og fara þar í Liverpoollestina. Lestarferðin var ákaflega tilþrifalítil en við vorum komnir á áfangastað í Liverpool klukkan rúmlega hálf ellefu. Þá var brunað beint á Anfield Road og stemmningin tekin á The Park. Og þvílík stemmning... þarna sungu og trölluðu kallar og kellingar á öllum aldri, ómálga börn sulluðu í bjór og svitinn lak af veggjunum. Lalli og Vignir voru auðvitað mættir og Hesta-Jói var sunginn af innlifun í fyrsta skipti á The Park.


Marteinn í góðu glensi á The Park


Craig Bellamy var mættur í bjórinn á Park

Eftir gríðarlega hressandi upphitun var haldið á frábæran leik hinumegin við götuna þar sem Púllararnir rúlluðu upp Tottenham. Við sátum á ágætum stað og Púllararnir þökkuðu okkur fyrir komuna með því að fagna öllum mörkunum fyrir framan nefið á okkur. Eftir leik var haldið aftur á pöbbinn þar sem GK og Vanilla undu ekki lengi vegna hita og svita. Þá var tölt í Liverpool búðina þar sem GK keypti lítið af dóti, eina treyju, barnadót og ævisögu Gerrard. Á meðan misstu Baldvin og Ninnó sig og versluðu fyrir milljónir króna. Lestin var síðan tekin til London og þá var farið að bera á þunnildi í mannskapnum eftir hádegisdrykkjuna. Bjórinn var því teygaður og spilastokkur sem GK keypti á lestarstöðinni bauð upp á ýmsa leiki til að hressa andann. Baldvin hélt líka uppi skemmtiatriðum með því að láta blindan mann labba á sig og grínast svo í heyrnarlausum manni sem sat fyrir aftan hann. Gleðin var því við völd. En Adam var ekki lengi í paradís. Í næstu sætum við okkur sat fjölskylda af Tottenham-bullum sem veittust að okkur með orðum og látbragði. Tottararnir voru líklega tapsárir eftir leikinn þannig að Íslendingarnir brugðu á það ráð að syngja drykkjuvísur og vera með almenn ólæti til að sýnast sem illvígastir. Það bar árangur og Tottenham fjölskyldan yfirgaf lestina með skottið á milli lappanna.


You crazy Icelanders...


Marteinn ánægður með sigurinn...

Drullug dvergasturta
Þegar heim var komið var brugðið á það ráð að fara í sturtu á Hótel Helvíti. Marteinn fór fyrstur og kláraði heita vatnið þannig að restin þurfti að fara í ískalda sturtu í drulluskítugum sturtuklefa sem hannaður var fyrir tælenska dverga. Aftur var haldið út á lífið, fyrst og fremst til að borða og Plánetan Hollývúdd varð aftur fyrir valinu. Eitthvað var stemmningin þó minni en kvöldið áður, sérstaklega þar sem Baldvin var ekki hleypt inn þar sem hann var ekki í ástandi til að vera á staðnum að mati dyravarðarins. Það var mjög undarlegt því Baldvin var skraufþurr og ekkert skrýtnari en venjulega. Eftir japl, jaml og fuður var Badda þó hleypt inn og stórsteikur lágu í valnum.
Klukkan var alls ekki orðin margt þegar hinir fjórir fræknu yfirgáfu Hollywoodplánetuna og skoðuðu stræti Lundúna lítillega áður en haldið var upp á hótel og ferðaþreytan afundin. Féllu menn í fastasvefn eftir þetta.


Baldvin burstar tennurnar

Slömberpartí
Sunnudagurinn var mesti rólyndisdagur. Hástræti Lundúna voru skoðuð, Baldvin keypti hatt, Amish-boy keypti bjór, Marteinn las bók og GK tók myndir. Reyndar sló Ninnó í gegn með augum djöfulsins eftir að hafa sofnað með linsurnar í sér kvöldið áður og var rauðeygður eins og skrattinn sem hann er. Eftir bæjarröltið var síðan haldið í The Comedy Store. Það er stand-up búlla þar sem eru spunakvöld á sunnudögum. Þeir sem hafa séð "Whose line is it anyway" vita hvað er verið að tala um en sjö leikarar spinna frábærlega fyndið bull eftir ábendingum úr salnum. Auðvitað komu íslendingarnir sér að og salurinn fékk að launum frábært atriði um íslenskan snjóhúsahönnuð/klámstjörnu. Mæli með þessu fyrir alla sem fara til London. Maður getur farið aftur og aftur því showið er aldrei eins tvö kvöld í röð.


Satan mættur á svæðið, hress og kátur...

Eftir spaugið var haldið á Adams Rib í klúbblokur og rifjasteik þar sem við deildum sal með fjórum ítölskum skutlum sem allar voru loðnar undir höndunum og fjórum enskum eldri-borgara-konum sem kiknuðu í hnjáliðunum við að sjá íslensku karlmennina. Þeim ítölsku var slétt sama. Eftir matinn var stefnan tekin á feitt djammkvöld á hótelbarnum en þar voru bara einhverjir leiðindabelgir og hljómsveit hússins farin heim. Stefnan var því tekin upp á herbergi með bjór í nesti og vegna hitastigsins í herbergjunum var ekki hægt að bjóða upp á neitt annað en náttfatapartí... sem er ekki mikill klæðnaður í tilfelli Ninnós. Marteinn ætlaði að "lesa einn kafla" áður en hann færi í partíið. Við sátum því þrír í rúminu hjá Ninnó í frekar sorglegu partíi og tilraunir GK til að ná hinum út á lífið aftur báru engan árangur. GK yfirgaf síðan partíið í fússi þegar Ninnó og Baldvin voru sofnaðir í faðmi hvors annars. Þrátt fyrir lítið djamm var ekki lítið um grín... en slappt samt... eða ekki.


Haldið heim á mánudegi...

Böstaður í tollinum
Eftir full english breakfast hjá GK og Baldvin var haldið út á flugvöll. Þar var öryggisgæslan í þvílíku hámarki að ég hef aldrei séð annað eins. Þrír fjórðu sluppu í gegn en Ninnó var böstaður í töllinum með mjög skrautlegan handfarangur. Hann innihélt þrjá kveikjara, fimm flöskur með grunsamlegum vökva, nokkur vopn hentug til stungu og grunsamlegan amish-skeggvöxt. Amish-boy var sleppt eftir yfirheyrslur og rassaleit. Á flugvellinum voru síðan fastir liðir eins og venjulega, sjávarréttir og stuð. Tiltölulega fátt markvert gerðist á heimleiðinni og Ninnó slapp óséður í gegnum tollinn. Takk fyrir góða ferð...

(Þetta er lengsta blogg sem ég hef skrifað...)


Það...

...var gert opinbert af landsliðinu í dag að Íslendingar geta ekkert í fótbolta. Þetta er okkar besta lið en þeir voru álíka sannfærandi og FC Nörd á móti 3. flokki kvenna hjá Val. Mér er slétt sama þó að Lettarnir hafi verið heppnir og Íslendingarnir óheppnir. Þetta var hrikalega lélegt og þeir bláklæddu voru langt frá því að eiga skilið að vinna, þrátt fyrir mýgrút af færum. Af hverju skoraði Eiður ekki bara?

Annars er ferðasagan í vinnslu...


mbl.is Fjögurra marka tap fyrir Lettum í Ríga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annars...

...er ferðasagan enn í smíðum...

...og systir mín á afmæli í dag. Til hamingju, gamla geit.

[Athugið að það eru fleiri nýjar færslur hér að neðan]


Alveg...

...stórmerkilegt veðrið á Íslandi. Þegar ég ók af stað í átt að Ingólfsfjalli var kvöldsólin að stinga sér niður á milli skýjanna í blankalogni og blíðu. Ég tók myndir við rætur Ingólfsfjalls í svona hálftíma og á meðan færðust skýin yfir. Ég var tíu mínútur að keyra til baka og á þessum tíu mínútum hvarf fjallið síðan gjörsamlega í þoku og rigningu. Eða eins og maðurinn sagði: "Ekki er ein báran stök í 12 vindstigum..."

Kom síðan upp úr krafsinu að maðurinn sem bjargað var úr fjallinu var sænskur svíi. En hann komst heill niður sem betur fer...

Ef myndin prentast vel má sjá vígalegan Magnús Hlyn að leita að svíanum...


mbl.is Þrjú útköll hjá björgunarsveitum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér...

...finnst gaman að elta rallýbíla upp um fjöll og firnindi. Það felur í sér bæði ferðalög innanlands og útivist. Við Dimma ókum t.d. Uxahryggjaleið, alveg upp að Oki, sem við sáum reyndar ekki fyrir skýjum á laugardagsmorgun. En það glitti í Þórisjökul. Þangað hef ég aldrei komið áður, svo ég muni.
mbl.is Systkinin Daníel og Ásta sigruðu í rallakstri helgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...er kominn heim. Meira síðar.

Koss


Thad...

...var hrikalega god stemmning a Anfield i gaer. Forum a The Park fyrir leik og sungum ur okkur liftoruna med Pete Sampara og felogum. Vignir og Lalli voru thar lika i feiknastudi.

Annars er ferdin buin ad vera god... allir slakir...

Meira sidar


mbl.is Liverpool vann Tottenham 3:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt...

...en satt. Samsæriskenningar í sambandi við 11. september hafa verið háværar síðustu vikur. Í því sambandi hafa verið búnar til allskonar formúlur með summunni 11, eða 911. Takið eftir neðstu færslunni hér á síðunni. Hvað eru kommentin mörg? MAGNAÐ!

Richard...

 

...Hammond liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir að hafa krassað á bíl með þotuhreyfli. Las fréttina á BBC og hún var nánast byggð upp eins og minningargrein. Sem var leiðinlegt. Hammond er ferskasti sjónvarpsmaður sem ég hef séð lengi, enda eru TopGear þættirnir í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hóstaði líka Braniac til skamms tíma, sem eru snilldarþættir á Discovery Channel. Vonandi að bænir manna verði með Hammond og hann komi sterkur til baka...

Annars er ég að fara til London seinnipartinn á föstudaginn, þannig að ef ég hendi ekki inn bloggi annaðkvöld þá er það bara bless í bili þangað til. Blogga þá líklega næst úr lobbíinu á Regent Palace á Piccadilly. Það er slík rottuhola bæ ðe vei, að Liverpool neitaði að skilja miðana mína eftir þar. Skil þá vel. Þetta hótel er það ódýrasta í London og gæðin eftir því, en hverju er maður að leita að í útlöndum. Ég hef gist þarna tvisvar áður. Rúmin eru fín en restin ekki. En ekki ætla ég að hanga uppi á hóteli alla ferðina... það er karókíbar á jarðhæðinni...

(Já og mamma, var ég búinn að segja þér að ég væri að fara út um helgina? Kem heim á mánudagsmorgun og lofa að vera þægur...)


mbl.is Einn þáttastjórnenda Top Gear þungt haldinn eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ahhh...

...mikill léttir að lesa þessa frétt...!
mbl.is Eðlilegt að heyra raddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband