Jaeja...

...ekki endadi tessi leikur eins og til var aetlast en upplifunin var slik ad ferdin er langt fra tvi ad vera onyt. Eftir ad hafa skolad osigrinum nidur med kjuklinga suvlaki og bjor tha erum vid bara nokkud vel stemmdir. Klukkan er nuna langt gengin i thrju, erum thremur timum a undan Islandi. Forum ut a flugvoll klukkan 6 i fyrramalid og sidan er morgundagurinn i Berlin.

Godar stundir...


Erum...

...komnir til Athens. Skyjad og 22 stiga hiti. Liverpool vinnur i kvold. Eg bara veit thad.

Lentum i hremmingum ad komast inn i borgina, thar sem addaendum lidanna er stiad i sundur en mutudum leigubilstjora til ad smygla okkur downtown.


Staddur...

...a Orly flugvelli i Paris. Stend a Point de rendez-vouz. Hitti Eiffelturninn adan. Hann var finn. Tarf ad bida hjer i trja tima og enginn restaurant eda pubb opinn. Hradbankarnir guddera ekki visa kortid mitt og hef ekki enn hitt frakka sem talar ensku. Bara eitthvad oskiljanlegt froskamal (agusta, varst tu ekki med mjer i fronsku?)

Leiter...


Jæja...

...klukkan er 2:08 og ég ætla að fara að pakka niður. Fer til Parísar á morgun og þaðan til Aþenu. Vonandi get ég farið á netkaffi og sent nokkar línur. Café au net. Sjáumst...!

Innkaupaferð...

f113895...dauðans. Hver kannast ekki við það að velja vitlausa röð við afgreiðslukassana í búðinni. Ég skrapp að versla eitthvað smotterí í Bónus í dag en þessi skottúr átti eftir að snúast upp í martröð. Ég valdi mér álitlega röð þar sem ein kona með töluvert mikið af vörum var á undan mér. Hún hamaðist við að raða upp á afgreiðslukassann og mokaði svo ofaní kassa á hinum endanum. Ég tók meira að segja upp á því að hjálpa henni við að taka uppúr körfunni svo þetta gengi hraðar fyrir sig. Á meðan hamaðist konan við að raða í kassa og þakkaði ekki einu sinni fyrir hjálpina. Hún verslaði fyrir rúmlega 40 þúsund en kassadaman var ekkert að flýta sér við að skanna vörurnar. Síðan tók það dágóða stund að hjálpa stelpunni á næsta kassa sem kunni ekkert á kassann, auk þess að missa niður sultukrukku eða einhvern fjandann, svo að náunginn á þeim kassa var lengur en ég í mart-röðinni. Á meðan ég beið og beið var verið að ljúka við að afgreiða fólk á næstu kössum SEM HAFÐI VERIÐ AÐ KOMA INN Í BÚÐINA ÞEGAR ÉG VAR ENNÞÁ AÐ BÍÐA! Svo voru ekki einu sinni allir kassar opnir.

Ekki tók betra við í Nóatúni (já, manni dugar aldrei að fara í eina búð í innkaupaferð á Selfossi). Þar voru greinilega allir í mat, því aðeins einn kassi var opinn og röðin náði langt inn í búð. Talandi um að hafa hærra vöruverð en betri þjónustu - hvað er málið með það?

Ég ráðlegg fólki að versla í Bónus í Hveragerði. Þar fæst allt og þar er pláss fyrir mann. Enda hittir maður alltaf Selfyssinga þegar maður verslar þar. Síðan stendur Kjarval í Þorlákshöfn alltaf fyrir sínu. Hærra vöruverð, persónuleg þjónusta og alltaf heitt á könnunni.

Wal-Mart = stórmarkaður í USA
Mart-röð = röð í stórmarkaði. Má einnig rita martröð.


Ljósin...

Beyond%20Travel...á ströndu skína skær,
skipið það færist nær og nær
og þessi bloggferð endi fær.
Ég fer í fríið. Ég fer í fríið. Ég fer í fríið.

Ekki búast við miklu hér í sumar.

Jæja...

...mamma búin að líta við og þá er óhætt að halda áfram. Það er einhver bloggleti í manni. Líklega er það bara sumarið að koma...

Meira síðar... ;)


Uppfærði...

...tónspilarann vegna fjölda eftirspurna frá aðdáanda OFL. Og líka í tilefni tvöföldu safnplötunnar sem verður gefin út í sumar (þrjú lög á hvorri plötu). Hlýðið á ef þið hafið ekkert betra að gera...

Myndin: Hljómsveitin að róta árið 1997. Hver þekkir skemmtistaðinn?

adrota97


Aldrei...

...hefði ég getað trúað því þegar ég sótti um miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar einhverntímann í janúar að ég væri að sækja um miða á Liverpool leik. Og ekki hefði mig grunað þegar ég fékk staðfestingu frá miðalotteríinu að ég hefði fengið miða að ég væri að fá miða á Liverpool leik. Ég er svo ánægður núna... ohhhhh... ég var með tárin í augunum í leikslok, já, ég viðurkenni það! En mér er sama, ég er á leiðinni til Aþenu!

_42872483_winners_getty416

mbl.is Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um...

...helgina. Topp 10 listinn frá Hvolsvelli:

  1. Gekk á gervigrasi.
  2. Setti hrossagauk á grillið.
  3. Fór á Pakkhúsið í 5 mínútur.
  4. Ók grunsamlega hægt um íbúðahverfi að næturlagi.
  5. Fór á Hvolsvöll.
  6. Sá leikrit í Þjórsárveri. (Tvær stjörnur á Ágústustaðlinum)
  7. Drakk tvo bjóra.
  8. Sá hrafnslaup.
  9. Tók í höndina á þingmannsefni.
  10. Kenndi dóttur minni að segja "datt". Það er góður frasi.

GK út


Það...

...liggur vel á mér. Árborg vann stórsigur á Ægi í lokaumferð Lengjubikarsins í kvöld. Er samt ekki að nenna að skemmta mér í nótt, þrátt fyrir Bjórbandið á Pakkhúsinu. Verð slakur um helgina, enda mikið að gera í vinnunni. Vona að þið eigið góða helgi, og afsakið bloggletina. Bara of mikið að gera til að vera að einhverju "tölvuhangsi".

GK out


Ég...

...er svo spenntur fyrir kvöldinu að ég er alveg miður mín. Og þá er ég ekki að tala um aðalfund Leikfélags Selfoss.
mbl.is Mourinho hefur áhyggjur af gulum spjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...væri til í að veðja fimm pundum að þessi raunveruleikaþáttur um Bekkskinkuna verður leiðinlegri en að horfa á hvítan þvott inn um þvottavélarglugga.
mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svangur?

Ja, maður spyr sig...
mbl.is Maður skar af sér liminn á veitingastað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgin...

...bauð upp á ýmsar heilsutegundir, góðar og slæmar. Tíu hlutir:

  1. Fór í sturtu.
  2. Sá stokkönd.
  3. Lét hljómsveit syngja Hesta-Jóa.
  4. Hlustaði á Tinu Turner - tíu sinnum.
  5. Kíkti í Hafnarfjörð.
  6. Grillaði svín.
  7. Svillaði grín.
  8. Keypti ísmola á 150 kall!!!
  9. Borðaði dularfulla súpu.
  10. Var sauðslakur.

Já, heilt yfir ágæt helgi...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband