13.11.2007 | 01:44
Viðeigandi...
...í framhaldi af færslu gærdagsins að grípa niður í kvikmyndasögu íslenska lýðveldisins (sem reyndar er á ensku, einhverra hluta vegna)
Hér er s.s. verið að fjalla um Stuttmyndadaga í Reykjavík en við Einar Elí, eða Einar M eins og hann var kallaður í gamla daga (þegar ég var Gummi S) áttum gríðarlega vinsælar myndir á þessum hátíðum á upphafsárum hennar...
1995
Some 50 works were shown at the fourth Shortfilm Festival. María Sigurðardóttir of Berlin deservedly received the 1st prize for Two little Girls and a War. Two directors shared the 2nd prize: Gunnar B. Guðmundsson for TF-3BB, about a visit from outer space, where the aliens turn out to be uncomfortably small, and Guðmundur Karl Sigurdórsson for Einelti. 3rd prize went to Ragnar Bragason for Ég elska þig Stella, which also received the audience prize, 4th prize went to Klósettmenning, by Grímur Hákonarson and Rúnar E. Rúnarsson.
Hrafn Gunnlaugsson var formaður dómnefndar og fór hann sérstaklega fögrum orðum um myndina okkar. Ég heyrði reyndar aldrei hvað hann sagði um myndina þar sem ég var á hlaupum milli Hótel Borgar og næsta kaffihúss. Við Einar sátum á kaffihúsinu og gátum fylgst með þar en okkur var ekki hleypt inn á Borgina (vegna aldurs?). Líklega hefur Hrafn sagt eitthvað gott um innihaldið, því myndgæðin voru ömurleg.
Glöggir lesendur sjá að þarna höfðum við Einar (og Benni Kalli) betur en tveir Edduverðlaunahafar gærkvöldsins... Ég held að Gunnar B. hafi líka fengið Edduna fyrir Karamellumyndina á sínum tíma. Það er þess vegna bara tímaspursmál hvenær við hreppum Edduna...
Athugasemdir
Gummi áttir þú mynd á stuttmyndadögum, ekki datt mér í hug að þú værir svo SKAPANDI.
Eiríkur Harðarson, 13.11.2007 kl. 01:52
Já, þá þýðir ekkert að tala bara um það á blogginu - þið verðið að gera líka e-ð í því! Veit ekki með Einar Elí (M), en ég veit allavega að þú hefur fulla burði til þess að gera góða mynd. Og fá verðlaun fyrir. Þetta snýst náttúrlega allt um það að fá verðlaun Pant vera fólí-artist! Það er svo kúl jobb! Hehehe...
Josiha, 13.11.2007 kl. 02:01
Já, þið verðið að gera eitthvað í því, um að gera. Pant leika ! ;) Hehe....
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 19:42
Ég man þegar þú komst heim og sagðir frá verðlaununum. Eiginlega áttuð þið ekkert að vera úti á kvöldin, alla vega ekki á næturlífinu í Rvk. kv. ma.
Helga R. Einarsdóttir, 13.11.2007 kl. 21:52
Kvitt
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 13.11.2007 kl. 23:35
Já ðós vor ðe deis. Hugsið ykkur hvað Íslensk kvikmyndalist er að fara á mis við. ;)
Baldvin (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 15:21
Getur maður fengið að sjá þessa mynd einhversstaðar?
Já og ég pant leika líka sko og þessu lumiði á. Og þó þegar ég hugsa "nokkur" ár til baka þá minnir mig að þið púkarnir hafið nú verið að bralla eitthvað þessu líkt flesta daga...
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 15.11.2007 kl. 10:45
EH: Já, ég leyni á mér.
JSH: Róaðu þig niður, kona.
ÁNK: Jamm... pantanir eru ekki teknar niður á netinu.
HRE: Jæja... ég er alltaf bara lítill skrákur.
GHS: Les.
EEM: Haha... já, hann vildi ekki hleypa mér inn, helvískur. Jú, þessi mynd var nú bara skólaverkefni og allt hófst þetta á einni töku. Hún var reyndar undir sterkum áhrifum frá Stanley Kubrick. En þetta varð auðvitað ekki að neinu fyrr en þú last inn á myndina.
BÁ: Já, segðu...
RB: Hún er nú til einhverstaðar. Kannski er hægt að koma henni yfir á stafrænt form. Kann einhver að búa til digital úr VHS? En... engar pantanir teknar á netinu ;)
GK, 15.11.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.