23.9.2007 | 22:56
Mér...
...var bjargað í dag. Ég fór á torfærukeppnina á Hellu í þvílíku hífandi roki og sandbyl að annað eins hefur ekki sést. Ég held að ástandið gæti ekki orðið mikið verra í Sahara eyðimörkinni. Eftir að hafa grenjað úr mér augun, kominn með svartan hortaum út á kinn fékk ég vinalegt bank á öxlina. Þar var kominn björgunarsveitarmaður með flugelda-skotgleraugu sem hann gaf mér, og bjargaði mér alveg. Ég sá a.m.k. út um þau þangað til sandurinn var búinn að sandblása gleraugun mött. Þegar ég fann síðan bílinn minn aftur eftir keppni þá var hann krómaður á annarri hliðinni. Ég er enn að kroppa svartan sand útúr eyrunum, nefinu og á milli tannanna. Jóhanna toppaði síðan daginn með einiberjakrydduðu lambalæri, brúnuðum kartöflum, smjörsteiktum sveppum, gulrótum og sveppasósu. Er hægt að fara fram á meira? Læt fylgja með eina mynd af Krumma frænda á Hrafninum, sem tók vel á því í dag. |
Athugasemdir
Flottar myndir úr fárviðrinu.
Hér var etinn svínahamborgarhryggur með gulum,grænum brúnuðum kartöflum og sveppasósu.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 23.9.2007 kl. 23:41
Mmmm maður verður bara svangur...
Ninna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 09:30
Krummi alltaf flottur,flott nýja lúkið á síðunni Gummi...
Heimir og Halldór Jónssynir, 24.9.2007 kl. 11:54
Af hverju eruð þið dritsystkin ekki spikfeit, mér er spurn?
Rúnarsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:00
GHS: Takk fyrir það, en myndavélin var ekki söm eftir ferðina. Ég verð líklega einhverja mánuði að hreinsa sandinn og rykið úr henni.
ÁNK: Ég er alltaf svangur.
HGJ: Takk fyrir það, já Krummi er yfirleitt flottur :)
ÁR: Ég er spikfeitur, en systir mín er þvengmjó. Enda fékk hún ekkert að borða eftir að ég fæddist.
EEM: Átt þú ekki að vera farinn að sofa?
GK, 24.9.2007 kl. 23:59
Ég er víst sú/sá, eina/eini í fjölskyldunni sem ekki hef áhuga á mat.
Hvort sem er í máli, myndum eða læf, fæ ég bara nákvæmlega ekkert útúr því að nálgast svíns eða lambslæri. Undarlegt?
Helga R. Einarsdóttir, 25.9.2007 kl. 20:27
flottar myndir..(Y)
Fjóla =), 26.9.2007 kl. 17:14
Úff maður þvílíkt sandrok. Þetta er eflaust verra en þegar eitthvert barnið tekur sig til og "baðar" vin sinn í sandkassanum
En í sambandi við smíðarnar Gummi þá nam ég á bakkanum til 14 ára aldurs og var það ekki Guðný sem kenndi okkur í gaggó? Svo gleymdist alveg að bjóða mér í tetrisleikana fyrir utan á ´94 ég hefði rústað ukkur!!!
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.9.2007 kl. 23:14
HRE: Samt ertu frábær í eldhúsinu!?!?
FSH: Takk.
RB: Jamm... sandkassabað jafnast ekki á við þetta. Steini spil kenndi mér í gaggó og var með endalausa brandara. Þú verður látin vita þegar Tetrisleikarnir verða settir.
GK, 27.9.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.