Fór...

lungs...til læknis í gær, sem er ekki í frásögur færandi. Er búinn að vera eitthvað slappur í lungunum síðan ég fékk lungnabólguna í desember. Hafði aldrei tíma til að leggjast almennilega í bælið og ná þessu úr mér. Ég er með eitthvað urg og surg í lungunum, sem kemur og fer, og ég hélt að ég væri kannski með einhvern asma...
En nei nei, læknirinn hlustaði mig og lét mig blása í einhverskonar púströr. Það er ekkert að mér - og ef það er eitthvað þá er það bara eitthvað dularfullt. Ég er semsagt bara aumingi með hor...

Púnkturinn með þessari sögu er að það pirrar mann að fara til læknis þegar ekkert er að manni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hugsa að þú hefðir gott af rösklegri  klukkutíma göngu um Sandvíkurhreppinn svona þrisvar í viku. kv. ma.

Helga R. Einarsdóttir, 12.4.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Josiha

Læknar hafa líka mjög oft rangt fyrir sér. Sérstaklega í okkar sveitarfélagi

Josiha, 12.4.2007 kl. 21:23

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Dragðu andann bara djúpt ofaní larynx-ið og blástu hraustlega út um nasal cavety-ið.

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 12.4.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Jakob

Suss... já algjörlega! Manni líður eins og maður sé einhver aumingi að kvarta yfir einhverju sem er ekki neitt! Mér líður alltaf eins og asna ef ég þarf að fara til læknis... og ég vona alltaf að það sé eitthvað að þegar ég fer... annars líður mér eins og ég sé bara veimiltíta að kvarta yfir engu!

Jakob, 13.4.2007 kl. 00:50

5 identicon

Þetta má bara ekki ef um ungir karlmenn eiga í hlut.  Þeir verða að fá sjúkdómsgreiningu.  Ekkert verra en að koma eðlilega út úr rannsóknum.  Missa trúna á heilbrigðiskerfið og leita sér ekki hjálpar þegar þeir þurfa raunverulega á læknisaðstoð.  

Þú ert með post-viral bronchitis - sem er raunverulegt vandamál en ekkert við því að gera.  Tíminn mun hjálpa þér, en þú gerðir örugglega rétt í því að láta athuga málið;) 

Jón Þorkell Einarsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:01

6 Smámynd: GK

Ahhh... hvað er betra en heilbrigðisþjónusta á netinu? Kannski er að opnast markaður fyrir blogg-lækna. Takk Jón! En hvað er post-viral...?
Held samt að móðir mín hafi eitthvað til sín máls ég þarf örugglega að reyna meira á lungun mín... kannski að maður taki fram hjólið og sundskýluna...

GK, 13.4.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Jakob

Eða hleypur með á æfingum hjá Árborg!

Jakob, 14.4.2007 kl. 20:47

8 Smámynd: GK

Já, eða það... hehe... held að það sé óþarfi að ég dragi tempóið á æfingum enn frekar niður...

GK, 15.4.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband