Var...

jim1...einmitt að koma úr bíó þar sem ég sá "The Number 23". Hún er alls ekki svo afleit og með aðeins þéttara handriti hefði hún verið stórgóð. Carrey er að sjálfsögðu misskilinn snillingur sem ber þann stimpil að vera með fílagang og verður þess vegna aldrei tekinn alvarlega sem leikari. Sem er synd. Hann er ágætur í þessari mynd og eins á hann góðan leik í The Majestic sem eflaust fáir hafa séð. Eternal Sunshine Of The Spotless Mind er líka mjög fín. Annars er ágætt að hann ætli að snúa sér að gríninu aftur. Carrey datt úr tísku fyrir nokkrum árum og menn eins og Ben Stiller, Will Ferrell og Frat Pakkið hafa átt grínið á hvíta tjaldinu síðustu árin.

Topp fimm Jim Carrey hjá mér:
1. Dumb & Dumber
2. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
3. The Truman Show
4. Liar Liar
5. Earth Girls Are Easy

Pop Quiz: Vissir þú að Will Ferrell á sænska konu og sonur hans heitir Magnús Ferrell? (Ekki grín)


*** UPPFÆRT***
Föstudaginn 30. mars kl. 0:06. Sandvíkurtjaldurinn er lentur! Heyrði í honum út um gluggann!


mbl.is Jim Carrey snýr sér að gamanleik að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ace Ventura: Pet Detective er í 6. sæti... :) Maður verður að velja og hafna :)

GK, 30.3.2007 kl. 10:48

2 identicon

Jim Carrey með fílagang... múhahahah

Óskar (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Josiha

Hann kann alveg að leika, það er ekki vafi. Hann ætti bara að vanda valið betur þegar hann velur sér handrit. Kannski hefur hann ekki úr miklu að velja þegar kemur að "alvarlegum" handritum. Ég vil eiginlega ekki sjá hann aftur í gamanmynd. Það yrði e-ð svo misheppnað og sorglegt. Hans tími sem gamanleikari er liðinn. Núna vill fólk - eins og þú bendir á - Will Ferrell, Steve Carrell og þannig menn. Húmor fólks hefur breyst síðan 1990 og e-ð. Sem betur fer!

Josiha, 30.3.2007 kl. 22:26

4 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Mer finnst hann svo fyndinn að skíta í garðinum í "Me myself and Irene"

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 31.3.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Josiha

Hey, ég sá hund skíta í gær. Þetta var einhver stór og grár mjóhundur og ég hélt fyrst að það væri einhver maður að skíta þegar ég sá hann! Krípí hundur!

Josiha, 1.4.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þú gleymdir að nefna bestu myndina -- Mask

Halldór Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ha? Var Sandvíkurtjaldurinn inni. Og þú úti? :):):):)

Birgir Þór Bragason, 5.4.2007 kl. 23:21

8 Smámynd: GK

GK, 6.4.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband