28.3.2007 | 10:17
Vaknaði...
...við þrastasöng í morgun. Er eitthvað þægilegra?
Sólin skein og í Ölfusinu var hestur í sólbaði (vona að hann hafi ekki verið dauður). Fleiri vorboðar eru t.d. framdekkin á vinnubílnum mínum eru búin að losa sig við flestalla naglana. Þeir liggja sjálfsagt á víð og dreif um Kambana. Annars er þetta síðasta vikan sem ég keyri þennan bíl í vinnuna því þann 1. apríl byrja ég í nýrri vinnu.
Einu sinni söng Bubbi: Ég vakna oftast þreyttur... Það á síst við á vorin.
Athugasemdir
Aktu varlega þessa síðustu viku. Eigum við að búa til getraun um það hvað þú ætlar að gera? Þeim sem vita er bannað að taka þátt. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 28.3.2007 kl. 10:24
Ætli það viti þetta ekki allir? Jóhanna er blaðurskjóða...
GK, 28.3.2007 kl. 10:52
Hey!
Josiha, 28.3.2007 kl. 11:39
Húrra fyrir pylsugerðarmanninum
Ég held hann sé að fara'ð vinna í pulsuvagninum
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.3.2007 kl. 12:01
Ég veit ekkert! Eða allt svo ég veit ekki hvað þú ert að fara vinna... umm þú ert að fara vera menningarfulltrúi Suðurlands?!?
Anna Sigga, 28.3.2007 kl. 12:07
hahahhaha, nei ég vona líka að hesturinn hafi bara verið í sólbaði en ekki dauður! En þú veist að það er ólöglegt að ,,pimpa" þó að vændi sé orðið löglegt (bara svona ábending frá áhyggjufullum;)).
Íris E, 28.3.2007 kl. 12:49
Já koddu með getraun, ég veit ekkert en vil gjarnan fá að kjósa! (The story of my life.)
Rúnarsdóttir, 28.3.2007 kl. 13:01
ég held að þúú.. sért að fara að vinna hjá einhverju blaði.. eða kannski bara í þingmennsu
Guðmundur á þing! :D ...
nei ég skýt á MBL
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:15
Getraunin er í fullum gangi, en hingað til er Helga Guðrún næst lagi...
GK, 28.3.2007 kl. 23:35
Ég veit sko alveg hvað þú ert að fara að gera...ligga ligga lá...
...en varir mínar eru innsiglaðar
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 28.3.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.