Tók...

deep_purple

...Bóví út úr tónlistarspilaranum og henti inn nokkrum snilldarlögum með Deep Purple og Uriah Heep. Heep komust aldrei þar sem Purple voru með hælana en báðar hljómsveitirnar spruttu upp á Bretlandseyjum í kringum 1968 og eru í fullu fjöri í dag, með annarri áhöfn að mestu leyti.
Á sama tíma á sjöunda og áttunda áratugnum voru tvö önnur bresk bönd í miklu stuði, Led Zeppelin og Black Sabbath... hvað var að koma út úr Ameríku á sama tíma? Var það bara Dylan og kántríið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Hvað segirðu Gummi? Bara smá svona ágrip á tónlistarsögunni!?!

Anna Sigga, 1.2.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: GK

Anna Sigríður! Hlustaðu á Child in Time. Eru til mikið betri lög?

GK, 1.2.2007 kl. 18:21

3 Smámynd: Anna Sigga

 Flah, flah, flah, flaa! Mér finnst kunnátta þín afar heillandi en þar sem ég er með teflon heila og tónsmekklaus þá ætla ég að virða þessa spurningu án svars 

Anna Sigga, 1.2.2007 kl. 19:06

4 Smámynd: GK

Hehehe... hlustaðu samt á lagið.

GK, 1.2.2007 kl. 20:35

5 identicon

doors? hendrix?

bibbi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:32

6 Smámynd: GK

Jamm... Góður Bibbi... Hendrix var auðvitað byrjaður nokkru fyrr, en Hurðirnar stóðu fyrir sínu. Svo var auðvitað Jethro Tull þarna einhversstaðar, en þeir eru tjallar...

GK, 2.2.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband