1.2.2007 | 01:03
Tók...
...Bóví út úr tónlistarspilaranum og henti inn nokkrum snilldarlögum með Deep Purple og Uriah Heep. Heep komust aldrei þar sem Purple voru með hælana en báðar hljómsveitirnar spruttu upp á Bretlandseyjum í kringum 1968 og eru í fullu fjöri í dag, með annarri áhöfn að mestu leyti.
Á sama tíma á sjöunda og áttunda áratugnum voru tvö önnur bresk bönd í miklu stuði, Led Zeppelin og Black Sabbath... hvað var að koma út úr Ameríku á sama tíma? Var það bara Dylan og kántríið?
Athugasemdir
Hvað segirðu Gummi? Bara smá svona ágrip á tónlistarsögunni!?!
Anna Sigga, 1.2.2007 kl. 10:57
Anna Sigríður! Hlustaðu á Child in Time. Eru til mikið betri lög?
GK, 1.2.2007 kl. 18:21
Flah, flah, flah, flaa! Mér finnst kunnátta þín afar heillandi en þar sem ég er með teflon heila og tónsmekklaus þá ætla ég að virða þessa spurningu án svars
Anna Sigga, 1.2.2007 kl. 19:06
Hehehe... hlustaðu samt á lagið.
GK, 1.2.2007 kl. 20:35
doors? hendrix?
bibbi (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:32
Jamm... Góður Bibbi... Hendrix var auðvitað byrjaður nokkru fyrr, en Hurðirnar stóðu fyrir sínu. Svo var auðvitað Jethro Tull þarna einhversstaðar, en þeir eru tjallar...
GK, 2.2.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.