11.1.2007 | 01:24
Ég...
...er einhversstaðar í erfðaröðinni til Írsku krúnunnar. Spurning hvað Beta drottning myndi segja ef ég færi suðreftir og krefðist kórónu til að ríkja yfir þeim rauðhærðu. Þannig er mál með vexti að ég er afkomandi Kjarvals Írakonungs. Rafarta Kjarvalsdóttir (810) og Eyvindur "Austmaður" Bjarnason (810) eignuðust Helga "magra" árið 835 og eftirleikinn þekkja allir. 1141 ári síðar fæddist ég.
Meðal þekktra milliliða (afar og ömmur) millum mín og Kjarvals má nefna Eirík Sveinbjörnsson, riddara og hirðstjóra (1277-1342), Björn Jórsalafara (1350-1415), Guðbrand Þorláksson, biskup (1541-1627), Benedikt Pálsson, bartskera (1608-1664) og Hallgrímur Tómasson, kaupmann (1877-1932).
Fyrir þá sem vilja hafa hlutina á hreinu þá er Kjarval langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-afi minn (30 x)
Þennan Edgar Æþeling þekki ég hins vegar ekki neitt en ég bíð eftir að einhver hringi í mig og reddi þessu með Írsku krúnuna.
Leitað að réttmætum erfingja bresku krúnunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að flestir, ef ekki allir Íslendingar hljóti að geta rakið sig aftur í þetta fólk sem þú nefnir. Spurningin er sú hvort réttborinn arftakið verði ekki að vera í beinan karllegg frá þessum Æþeling.
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 04:37
"Spurning hvað Beta drottning myndi segja ef ég færi suðreftir og krefðist kórónu til að ríkja yfir þeim rauðhærðu."
Hun gæti nu ekki sagt mikid tar sem Bretar hafa ekkert med Irland ad gera i dag. Eg held ad tu ættir frekar ad pæla i hvad Irarnir sjalfir myndu segja...landid er sjalfstætt!
p.s eg get lika rakid ættir til tessa folks sem tu talar um :o)
Iris (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 06:53
ég geri hér með kröfu til .........
Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 08:18
Þetta fólk hér að ofan þekkir greinilega hvorki þig né þinn Írska húmor
Kíktu í Irish coffie í kvöld "Sir Guðmúndur Royal Charles Dumbledórs"
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.1.2007 kl. 14:26
Óskráði Birgir: Það er ekki það sama að geta og gera :) Ertu annars ekki að grínast?
Óskráða Íris: Skaut mig í fótinn þarna. Kannski meinti ég Norður-Írland :) Annars er það nú alveg pæling hvað Beta myndi segja ef ég myndi claima Írland. Frænka. :)
Ólafur: Ég þarf að kafa dýpra í þetta komment þitt :)
Guðbjörg: Ég er hættur í sjúkrasamlaginu, Saxi læknir.
GK, 11.1.2007 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.