Færsluflokkur: Enski boltinn
4.6.2007 | 00:07
Skýrslan...
...fjallar um fjögur ensk lið á Evrópskum vettvangi síðustu fjögur ár. Kannski kemur Liverpool þar oftast fyrir því að þeir hafa spilað flesta Evrópuleiki enskra liða á þessu tímabili = þeir eru þeir einu sem geta eitthvað á Evrópskum vettvangi.
Af hverju voru Púllararnir með leiðindi en ekki Mílanópakkið? Jú, það voru kannski 70.000 Púllarar á svæðinu en aðeins 20.000 Ítalir. Býður það ekki upp á hlutfallslega meira vesen?
Og hvað eru þessi börn að veifa miðunum sínum fyrir utan völlinn? Ég passaði mig á því að hafa minn í innanklæðaveski þangað til að ég var kominn að vallarhliðinu. Eina skiptið sem ég hef farið með innanklæðaveski til útlanda. Ef við vorum spurðir úti á götu þá sögðum við að við hefðum ekki einu sinni miða á leikinn...
Ofsalega á þessi skýrsla eftir að gleðja alla Manure og Chel$ki aðdáendur... Hvað eru þeir búnir að fara í marga úrslitaleiki í meistaradeildinni síðustu þrjú ár? Hvað eru þeir búnir að vinna marga Evróputitla síðustu þrjú ár?
UEFA getur tekið þessa skýrslu og troðið henni upp í ********* á sér.
UEFA: Liverpool með verstu áhorfendur í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.4.2007 | 02:21
Fyndið...
a) Coleman er búinn að vera innanbúðar hjá Fulham í 10 ár = Fulham maður.
b) Coleman er toppnáungi og enginn stjóri hefur náð betri árangri með Fulham.
c) Það er stutt eftir af leiktíðinni og það gæti verið jafnvel meiri áhætta að skipta um gaffer.
d) Coleman er vel liðinn innan félagsins, sem og utan...
Hann verður örugglega kominn í fínt starf í haust. Spurning hvort hann taki ekki bara við Swansealiðinu í sinni heimaborg.
Coleman rekinn frá Fulham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2007 | 22:01
Erfitt...
...að vera Liverpoolaðdáandi á svona kvöldi. Viðtökurnar sem maður fær eftir svona leiki eru þær að þeir hafi ekki átt sigurinn skilið, spilað leiðinlegan fótbolta og verið heppnir. Þessir sparkspekingar sem eru að tjá sig í fjölmiðlunum eru nefnilega svo miklir spekingar.
Svona varð það líka þegar við urðum Evrópumeistarar 2005. Þrátt fyrir að leggja Juventus, Chelsea og AC Milan á leið sinni að titlinum þá sögðu allir að L'pool ætti það ekki skilið.
Liverpool spilaði ekki skemmtilegan bolta í kvöld. En hann var skynsamlegur og árangursríkur. Ekki taka það af þeim.
...og sáuði sveifluna hjá Bellamy? Snilld! Nutter with the putter!
(PS. Jóhanna ákvað að þessi leikur færi 1-2, og auðvitað hafði hún rétt fyrir sér)
Frækinn sigur Liverpool á Camp Nou | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.2.2007 | 20:36
Krákan...
Andriy Voronin á leið til Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.2.2007 | 20:50
Þetta...
...er frábært. Sérstaklega það að Rick Parry verður áfram framkvæmdastjóri. Hann hefur verið að gera virkilega góða hluti fyrir félagið á síðustu árum og nýtur mikillar virðingar innan þess. Oftar en ekki vilja svona kaupsýslumenn hræra of mikið í hlutunum, en þeir Gillett og Hicks ætla sér ekki að gera það - í bili að minnsta kosti. Bygging Stanley Park er nú tryggð og vonandi að þeir standi við orðróminn um að láta á annað hundrað milljónir í leikmannakaup - það væri frábært - amk á meðan peningunum er eytt af viti.
Þess má að lokum geta að ég ætla ekki á Anfield á þessu ári - ekki nema einhver bjóði mér. Fer ekki þangað næst fyrr en á meistaradeildarleik haustið 2008. Bara svo þið hafið það á hreinu.
Benítez og Parry áfram við stjórn hjá Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 11.2.2007 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)