Færsluflokkur: Dægurmál
21.9.2006 | 21:28
Ótrúlegt...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2006 | 22:57
Richard...
...Hammond liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir að hafa krassað á bíl með þotuhreyfli. Las fréttina á BBC og hún var nánast byggð upp eins og minningargrein. Sem var leiðinlegt. Hammond er ferskasti sjónvarpsmaður sem ég hef séð lengi, enda eru TopGear þættirnir í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hóstaði líka Braniac til skamms tíma, sem eru snilldarþættir á Discovery Channel. Vonandi að bænir manna verði með Hammond og hann komi sterkur til baka...
Annars er ég að fara til London seinnipartinn á föstudaginn, þannig að ef ég hendi ekki inn bloggi annaðkvöld þá er það bara bless í bili þangað til. Blogga þá líklega næst úr lobbíinu á Regent Palace á Piccadilly. Það er slík rottuhola bæ ðe vei, að Liverpool neitaði að skilja miðana mína eftir þar. Skil þá vel. Þetta hótel er það ódýrasta í London og gæðin eftir því, en hverju er maður að leita að í útlöndum. Ég hef gist þarna tvisvar áður. Rúmin eru fín en restin ekki. En ekki ætla ég að hanga uppi á hóteli alla ferðina... það er karókíbar á jarðhæðinni...
(Já og mamma, var ég búinn að segja þér að ég væri að fara út um helgina? Kem heim á mánudagsmorgun og lofa að vera þægur...)
![]() |
Einn þáttastjórnenda Top Gear þungt haldinn eftir slys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2006 | 21:50
Ahhh...
![]() |
Eðlilegt að heyra raddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2006 | 20:12
Þrátt...
![]() |
Bílvelta á Biskupstungnabraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 19:29
Allar...
...sögusagnir um að félagar úr Knattspyrnufélagi Árborgar hafi verið á ferðinni í höfuðborginni um helgina eru úr lausu lofti gripnar. Adolf Bragason er farinn til Danmerkur þannig að fréttin hér að neðan á ekki við nein rök að styðjast.
![]() |
Nakinn á almannafæri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2006 | 20:16
Spurning...
...hvað á að sleikja Eið Smára mikið upp? Ég horfði á leikinn (síðustu tuttugu mínúturnar) áðan þar sem kappinn fiskaði vítaspyrnu. Ronaldinho skoraði þriðja mark Barca úr spyrnunni og leikurinn endaði 3-0. En þvílíkt sem Gaupi gat misst sig yfir því að þetta væri nú allt saman Smáranum að þakka, hann fiskaði vítið og tryggði þar með Barcelona sigur og bla bla bla...
Eiður er góðra gjalda verður, næstbesti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Hann hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hann er í dag og á fyllilega skilið að vera varamaður í besta liði í heimi (þar sem Liverpool er ekki talið með eftir árangurinn í dag). En ef það á að missa sig algjörlega í hvert skipti sem Eiður gerir eitthvað í leikjunum í vetur þá held ég að það sé betra að hafa spænska þuli heldur en að þurfa á Gaupa og fleiri hetjur missa sig í lýsingarorðunum um þennan annars ágæta gulldreng okkar... Hann er jú bara að vinna vinnuna sína...
Ég sat pollrólegur með Dýrleifu Nönnu í fanginu í nýja Gudjohnsen Barcelona búningnum mínum og horfði á leikinn. DNG var reyndar ekki eins mikið að fylgjast með og ég, heldur dundaði hún sér við að naga FCB merkið á búningnum...
![]() |
Eiður fékk vítaspyrnu í sigri Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2006 | 15:14
Gleymdi...

![]() |
Öruggur 2:0 sigur Dana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2006 | 12:06
Ég...
...lenti í því um daginn að týna bílnum mínum. Venjulega legg ég honum við Hallgrímskirkju og labba þaðan í vinnuna en stæðin þar eru oft full svo ég verð að leita annað. Þennan morgun þurfti ég að taka langan rúnt um miðbæinn þangað til að ég fann stæði en gat síðan parkerað honum á Njálsgötunni... Þegar ég var síðan búinn að vinna þá mundi ég ekkert hvar ég hafði endað um morguninn... Ekki hjá Hallgrímskirkju, eða kannski... Örugglega ekki á Njálsgötunni, eða kannski... eða fór ég einhvern rúnt í dag og lagði annarsstaðar... nei, það var á öðrum bíl...
Ég vissi s.s. ekkert hvert ég átti að labba eftir vinnu og hélt fyrst að ég væri með Alzheimer á frumstigi. Ákvað svo að labba Njálsgötuna á leið til Hallgrímskirkju og auðvitað fann ég bílinn á endanum á Njálsgötu...
Svona saga ætti að kenna manni eitthvað, en ég veit ekki hvað...
Liverpool vinnur Chelsea á eftir...
![]() |
Leitaði að bílnum sínum í hálft ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2006 | 21:55
Hvað...
...með Mikka mús? Ætli það þurfi að breyta nafninu á honum líka. Annars finnst mér þetta soldið fyndið alltsaman og sýnir okkur hvað heimurinn er hverfull Annars ætla ég ekki að verða heimspekilegur hér...
Lítið að frétta, mikið að vinna og allir í stuði. Ágætt fyrir þá sem vilja fylgjast með að skoða bloggið hennar Jóhönnu líka. Þar er alltaf eitthvað að gerast.
![]() |
Plútó heitir núna 134340 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2006 | 22:00
Muna...
...ekki allir hvar þeir voru þegar fréttirnar bárust þann 11. sept árið 2001? Ég var á kaupfélagsloftinu að brjóta um Sunnlenska þegar ég sá litla frétt á mbl.is að flugvél hafi flogið á WTC. Tíu mínútum síðar var öll vinna lögð niður og maður sat límdur yfir sjónvarpinu. Jóhanna var að vinna í Suðurlandssól og ég fór með litla sjónvarpið okkar til hennar svo að hún myndi ekki missa af neinu. Svo hugsaði ég til bróður míns því hann var kannski í New York en sem betur fer var hann svo bara heima hjá sér...
Hvar voruð þið?
(PS. Afsakið bloggleysið, það er feiknlega mikið að gera hjá mér)
![]() |
Bush segir skilninginn á 11. september skilja Bandaríkjamenn frá umheiminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.9.2006 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)