Ekki...

...neitt að gerast. Fórum í bíó í gær á The Brake Up. Byrjaði vel en svo hallaði verulega undir fæti. 2/5 stjörnur.

Tók til í Vladimir. Hann er nú orðinn að sendibíl með engu aftursæti. Ætla að taka hann af númerum í haust og reyna að pimpa hann eitthvað fyrir næsta sumar. Sparar tryggingarnar.

Er bara að bíða eftir Rockstar. Vona að Magni fái encorið, hann var bestur í gær þó að Lúkas pjúkas væri líklegur í encor eftir að hafa misþyrmt hinu annars ágæta Útvarpshöfuðlagi, Kryppildi.


Ó...

...mig auman! Fann mig knúinn til að hreyfa mig í kvöld og fór því út og hjólaði 8,4 kílómetra. Skil ekki hvernig Babu og Spergen gátu hjólað yfir Hellisheiði í einum rykk.

Verslunarmannahelgin búin og þessi var með allra rólegasta móti. Þurfti reyndar að vinna í dag eins og eiginlega alltaf á mánudögum í versló. Það var bara stutt.

Horfðum á Just Friends í gær og hún kom á óvart. Hélt þetta væri einhver vibbi því að ég þoli ekki Ryan Reynolds en Anna Faris bætti svo sannarlega fyrir það. Hló yfir meðallagi en kannski var ég bara í góðu skapi fyrir. Það getur skipt máli. 3/5 stjörnur.

Í nótt ákvað ég að sofa með símann við rúmið, sem ég hef ekki gert síðan Dýrleif fæddist. Fann eitthvað á mér. Það gekk líka eftir. Ninnó hringdi í mig kl. 01:42. Þá hafði orðið banaslys við Langsstaði.

Jæja, lets make tuna & watch TV.


mbl.is Banaslys á Suðurlandsvegi
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Skruppum...

...upp í sveit núna seinnipartinn til þess að sjá aðeins framan í trýnið á famelíunni. Einar var þar með slektið sitt. Dimma urraði á Max. Lárus drakk bjór og mamma sniffaði gas. Skemmtilegt.

Ágætt að komast út úr húsi. Tók mynd á Skeiðunum þar sem við áttum leið hjá.


mbl.is Harður árekstur á Skeiðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annars...

...erum við heima um verslunarmannahelgina, eins og svo oft áður. Dýrleif Nanna er ekki orðin nógu stór til að fara á útihátíðir og ekki förum við að setja hana í pössun. Enda koma verslunamannahelgar eftir þessa og maður getur alltaf skemmt sér. Bókaði í staðin pungaferð til Liverpool í september sem í fara Baldvin, Marinó, Guðmundur og Guðmundur.

Eitt annars við þessar verslunarmannahelgar. Maður getur eiginlega ekkert verið í tölvunni. Það er enginn að skrifa inn á spjallsíður, enginn á msn og voðalega lítið í fréttum. Þannig að TV-ið rúlar. Horfðum m.a. á Good Bye Lenin! Hún var fín og óhætt að gefa henni 4/5 stjörnur.

Horfði líka á Back to the Future III á danska ríkissjónvarpinu. Marty McFly klikkar ekki. 4/5 stjörnur.


Það...

...stóð nú til að vera löngu búinn að skrifa eitthvað meira inn á þessa síðu. Árborg lagði Létti sl. miðvikudagskvöld í heldur léttum leik. Eftir 90 mínútna leik var staðan 14-0 og hef ég aldrei séð aðra eins knattspyrnu á Selfossvelli. Við höfum oft spilað við slök lið en þá gjarnan dottið niður í eitthvað klafs og vitleysu. Nú var spiluð knattspyrna allan tímann og uppskeran þvílík. Verð að óska Eyþóri Djonson til hamingju með fyrsta markið fyrir Árborg - og ekki það síðasta.

Annars angaði ég þvílíkt allan daginn því um morguninn fór ég að Húsatóftum þar sem Valgerður og Guðjón þurftu að hlusta á bústofninn sinn brenna inni í fjósinu. Það er ömurlegt.


mbl.is Fjörutíu kýr brunnu inni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég...

...sá ekki Leoncie í Kópavoginum í gærkvöldi þar sem Árborg rassskellti Ými virkilega sannfærandi. Kominn tími á að Árborgarliðið tæki hausinn út úr r***gatinu á sér.

Svo var náttfatadagur í dag, alveg frá því Dýrleif fór á fætur þangað til ég fór í verslunarleiðangur í kaupstaðnum. Ótrúlega skemmtilegt að þurfa að fara í fleiri en eina búð til að kaupa allt sem vantar. Svona er þetta í sveitinni.

Við Dýrleif fórum síðan í sturtu áður en hún fór í háttinn. Fyrsta sturtuferðin hennar, og var mjög fyndin. Fyrst var þetta eitthvað skrýtið en svo hló hún allan tímann...

Merkilegt annað hvað blessaður sýslumaðurinn á Selfossi er alltaf hress. Þessar nýjustu aðgerðir hans verða þess valdandi að ég þarf að leggja Lödunni og sennilega taka hana af númerunum og fela hana í heysátu.


mbl.is Lögreglan á Selfossi vill stöðva „reykspól" á Austurvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja...

...Lindsay! Ekki gaman að þorna upp, nema maður sé múmía.´

Ég er búinn að vera furðuslakur og hef ekki farið út úr húsi í dag. Fer út úr húsi í kvöld og alla leið til Kópavogur... þar sem við komum bæði frá!
mbl.is Lohan þornaði upp og var flutt á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað...

 

...er betra eftir langan og þreytandi vinnudag heldur en að landa einni sjóbleikju? Jafnvel þó að það hafi verið í net. Við Jói erum á fullu í netaveiðinni þá frídaga sem við eigum þessar vikurnar... Aflinn búinn að vera ágætur, sjóbirtingur og sjóbleikja. Fallegasti fiskur. Við Jóhanna og Dimma tókum upp netið í kvöld á meðan Gummi passaði Dýrleifu.


Það...

...styttist í að ég byrji að blogga. Einhverjir eru þegar byrjaðir að skoða þessa síðu en þeir verða að láta sér nægja að lesa ekki neitt þangað til a.m.k. fram yfir verslunarmannahelgi...

Er...

...að horfa á KR - ÍA, eða KRÍA eins og ég kýs að kalla leikinn. Gaupi var að enda við að segja: "Þarna liggur einn KR-ingur í Valnum." Er ekki ákveðin þversögn í því? Það gæti samt reyndar verið að valur myndi ráðast á kríu.

Ég...

...er ekki byrjaður að blogga.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband