9.8.2006 | 23:40
Ekki...
...neitt að gerast. Fórum í bíó í gær á The Brake Up. Byrjaði vel en svo hallaði verulega undir fæti. 2/5 stjörnur.
Tók til í Vladimir. Hann er nú orðinn að sendibíl með engu aftursæti. Ætla að taka hann af númerum í haust og reyna að pimpa hann eitthvað fyrir næsta sumar. Sparar tryggingarnar.
Er bara að bíða eftir Rockstar. Vona að Magni fái encorið, hann var bestur í gær þó að Lúkas pjúkas væri líklegur í encor eftir að hafa misþyrmt hinu annars ágæta Útvarpshöfuðlagi, Kryppildi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2006 | 22:44
Ó...
...mig auman! Fann mig knúinn til að hreyfa mig í kvöld og fór því út og hjólaði 8,4 kílómetra. Skil ekki hvernig Babu og Spergen gátu hjólað yfir Hellisheiði í einum rykk.
Verslunarmannahelgin búin og þessi var með allra rólegasta móti. Þurfti reyndar að vinna í dag eins og eiginlega alltaf á mánudögum í versló. Það var bara stutt.
Horfðum á Just Friends í gær og hún kom á óvart. Hélt þetta væri einhver vibbi því að ég þoli ekki Ryan Reynolds en Anna Faris bætti svo sannarlega fyrir það. Hló yfir meðallagi en kannski var ég bara í góðu skapi fyrir. Það getur skipt máli. 3/5 stjörnur.
Í nótt ákvað ég að sofa með símann við rúmið, sem ég hef ekki gert síðan Dýrleif fæddist. Fann eitthvað á mér. Það gekk líka eftir. Ninnó hringdi í mig kl. 01:42. Þá hafði orðið banaslys við Langsstaði.
Jæja, lets make tuna & watch TV.
![]() |
Banaslys á Suðurlandsvegi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Dægurmál | Breytt 8.8.2006 kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.8.2006 | 18:41
Skruppum...
...upp í sveit núna seinnipartinn til þess að sjá aðeins framan í trýnið á famelíunni. Einar var þar með slektið sitt. Dimma urraði á Max. Lárus drakk bjór og mamma sniffaði gas. Skemmtilegt.
Ágætt að komast út úr húsi. Tók mynd á Skeiðunum þar sem við áttum leið hjá.
![]() |
Harður árekstur á Skeiðavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.8.2006 | 18:37
Annars...
...erum við heima um verslunarmannahelgina, eins og svo oft áður. Dýrleif Nanna er ekki orðin nógu stór til að fara á útihátíðir og ekki förum við að setja hana í pössun. Enda koma verslunamannahelgar eftir þessa og maður getur alltaf skemmt sér. Bókaði í staðin pungaferð til Liverpool í september sem í fara Baldvin, Marinó, Guðmundur og Guðmundur.
Eitt annars við þessar verslunarmannahelgar. Maður getur eiginlega ekkert verið í tölvunni. Það er enginn að skrifa inn á spjallsíður, enginn á msn og voðalega lítið í fréttum. Þannig að TV-ið rúlar. Horfðum m.a. á Good Bye Lenin! Hún var fín og óhætt að gefa henni 4/5 stjörnur.
Horfði líka á Back to the Future III á danska ríkissjónvarpinu. Marty McFly klikkar ekki. 4/5 stjörnur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2006 | 18:30
Það...
...stóð nú til að vera löngu búinn að skrifa eitthvað meira inn á þessa síðu. Árborg lagði Létti sl. miðvikudagskvöld í heldur léttum leik. Eftir 90 mínútna leik var staðan 14-0 og hef ég aldrei séð aðra eins knattspyrnu á Selfossvelli. Við höfum oft spilað við slök lið en þá gjarnan dottið niður í eitthvað klafs og vitleysu. Nú var spiluð knattspyrna allan tímann og uppskeran þvílík. Verð að óska Eyþóri Djonson til hamingju með fyrsta markið fyrir Árborg - og ekki það síðasta.
Annars angaði ég þvílíkt allan daginn því um morguninn fór ég að Húsatóftum þar sem Valgerður og Guðjón þurftu að hlusta á bústofninn sinn brenna inni í fjósinu. Það er ömurlegt.
![]() |
Fjörutíu kýr brunnu inni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2006 | 20:50
Ég...
...sá ekki Leoncie í Kópavoginum í gærkvöldi þar sem Árborg rassskellti Ými virkilega sannfærandi. Kominn tími á að Árborgarliðið tæki hausinn út úr r***gatinu á sér.
Svo var náttfatadagur í dag, alveg frá því Dýrleif fór á fætur þangað til ég fór í verslunarleiðangur í kaupstaðnum. Ótrúlega skemmtilegt að þurfa að fara í fleiri en eina búð til að kaupa allt sem vantar. Svona er þetta í sveitinni.
Við Dýrleif fórum síðan í sturtu áður en hún fór í háttinn. Fyrsta sturtuferðin hennar, og var mjög fyndin. Fyrst var þetta eitthvað skrýtið en svo hló hún allan tímann...
Merkilegt annað hvað blessaður sýslumaðurinn á Selfossi er alltaf hress. Þessar nýjustu aðgerðir hans verða þess valdandi að ég þarf að leggja Lödunni og sennilega taka hana af númerunum og fela hana í heysátu.
![]() |
Lögreglan á Selfossi vill stöðva reykspól" á Austurvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.7.2006 | 16:32
Aumingja...
Ég er búinn að vera furðuslakur og hef ekki farið út úr húsi í dag. Fer út úr húsi í kvöld og alla leið til Kópavogur... þar sem við komum bæði frá!
![]() |
Lohan þornaði upp og var flutt á sjúkrahús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.7.2006 | 00:23
Hvað...
...er betra eftir langan og þreytandi vinnudag heldur en að landa einni sjóbleikju? Jafnvel þó að það hafi verið í net. Við Jói erum á fullu í netaveiðinni þá frídaga sem við eigum þessar vikurnar... Aflinn búinn að vera ágætur, sjóbirtingur og sjóbleikja. Fallegasti fiskur. Við Jóhanna og Dimma tókum upp netið í kvöld á meðan Gummi passaði Dýrleifu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2006 | 17:09
Það...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2006 | 20:11
Er...
Dægurmál | Breytt 26.7.2006 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2006 | 15:59
Ég...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)