Um...

easter_egg_3...helgina afrekaði ég þessa tíu hluti (helgi talin frá fimmtudegi til mánudags).

  1. Át naut á stöngli.
  2. Bölvaði Moggablogginu.
  3. Söng afmælissöng.
  4. Hvatti mann til að fara út að hlaupa á netasokkabuxum einum klæða.
  5. Hljóp á eftir manninum út í Nóatún (ég fullklæddur)
  6. Gladdist yfir enska boltanum (án þess að horfa á leik)
  7. Rataði í Grafarvoginum.
  8. Las á málverk.
  9. Vann (þó ekki í lottóinu)
  10. Andaði að mér tjöruhreinsi.

Málsháttur þessa árs: Móðir refsar barni sínu, en kyssir það að jafnaði á eftir refsingunni. Sælgætisgerðin Góa með uppeldisfræðina á hreinu. Prófaði að Gúgla málsháttinn. Það skilaði engri niðurstöðu. Þetta er sjálfsagt eitthvað sem pólverjarnir semja á kaffistofunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Pólverjanir fá að æfa sig í íslensku. Snild.

Tómas Þóroddsson, 10.4.2007 kl. 02:31

2 identicon

Til hamingju með litlu prinsessuna Gummi minn og knús til stelpnanna þinna;-) Þú mátt gjarnan skila tilunnustu þinnar og systur að ég geti ekki lengur skoðað bloggin þeirra:-(

Halla (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

var það ekki eitt árið að maður fékkk málsháttinn: oft kemur málsháttur úr páskaeggi.

Einvhern veginn efa ég að það sé málsháttur

Guðmundur Marteinn Hannesson, 10.4.2007 kl. 11:21

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég er búin að sjá myndir úr téðu partýi Guðmundur. Við móðir þín þurfum að ræða saman.

Rúnarsdóttir, 10.4.2007 kl. 13:13

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Æ fékkstu ekkert poskegg?...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 10.4.2007 kl. 14:18

6 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Er Rúnarsdóttir að tala um afmælispartíið sem var haldið í Rauðholti á laugardag? Ef ekki þarf ég að kynna mér málið.

Helga R. Einarsdóttir, 10.4.2007 kl. 14:53

7 Smámynd: Josiha

Halla, sendu mér línu á johannash@internet.is og þú færð NÝJA lykilorðið. Ég ákvað sem sagt að skipta um lykilorð því að það var fullt af fólki með gamla og kvittaði ALDREI. Læt ekki bjóða mér svoleiðis rugl!

P.S. Ég ætlaði að láta þig fá nýja lo. þegar ég mundi hitta þig næst á MSN, en þú ert bara aldrei þar

Josiha, 10.4.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Jakob

Ég gerði nú bara númer 4 og 5 af þessum lista!
...spes málsháttur!
Mitt páskaegg býður þess að Eva komi í heimsókn... svo páskarnir hjá mér verða um næstu helgi!

Jakob, 11.4.2007 kl. 02:18

9 Smámynd: GK

Ég tjái mig ekki um neinar myndir úr neinum partíum... En þær má samt finna á síðunni hans Jakobs...

GK, 15.4.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband