Ég...

lost-weekend-200...er mættur. Helgin var annarlega annasöm og ég hafði lítinn tíma til að blogga, þrátt fyrir að sitja við tölvu mest alla helgina. Frá því ég dritaði síðast hef ég (ekki endilega í þessari röð)...

  1. Brotið um 80 blaðsíðna ársskýrslu HSK.
  2. Farið út að borða á Hótel Geysi þar sem ungkokkalandsliðið var á æfingu.
  3. Sleppt því að horfa á alla fótboltaleiki í sjónvarpinu.
  4. Skroppið í Kópavoginn til að sjá Árborgu tapa fyrir Ými.
  5. Verið góður við konuna mína.
  6. Ekið fullum manni heim.
  7. Misst af Eurovision.
  8. Grillað svínakjöt.
  9. Hlustað á hljómsveitina Ég.
  10. Stundað óbeinar reykingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Jahhá, þarna er sitt hvað að tala um. Fátt kemur mér þó á óvart nema þetta með leikina "töpuðu". Hver var þessi fulli? Og Eurovision  var ekkert spes. Annað, um það. Mér fannst þátturinn allur einhvernvegin klúðraður. Ragnhildur (greyið) í þessum fína kjól með fallegt hár og svona "dúkkuleg" eins og hún er (fyrir utan röddina) var alltaf að láta lýðinn öskra og stappa og yfirleitt allt var gert með einhverjum bölvuðum látum. Þarna átti að vera eitthvað mega stuð, sem var ekki. Kvöldið áður kíkti ég aðeins á XFaktor og þar er einhver drag eða pönk drottning, kvenmaður held ég, man samt ekki hvað heitir, enda aldrei séð fyrr. Allavega, hún er dómari með Einari og Páli Ó. Hún hefði passað miklu betur í hasarinn sem mér sýndist Ragnh. vera að reyna að búa til. Á meðan hefði Ragnhilgur bara átt að sitja í betri stofunni og hekla dúllur.

Helga R. Einarsdóttir, 19.2.2007 kl. 21:09

2 Smámynd: GK

Hahaha... dragdrottningin Ellý. Já, maður veit varla hvors kyns hún er.

GK, 19.2.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Josiha

Mér fannst nú fyndnara "hekla dúllur". Sé hana alveg fyrir mér hehe...

Josiha, 19.2.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 11:21

5 Smámynd: Fjóla =)

góð helgi..

Fjóla =), 20.2.2007 kl. 11:59

6 Smámynd: Anna Sigga

Vá! Brjálað að gera sem sagt... Fyndið að þegar þú telur upp hvað þú gerðir um helgina að þú skrifir hvað þú gerðir ekki... eða eitthvað, ég er kannsk bara ófyndin og einföld því einhverra hluta vegna fanst mér þetta fyndið.

Anna Sigga, 20.2.2007 kl. 16:52

7 Smámynd: GK

Það er auðvitað ákveðið framtak að horfa t.d. ekki á Eurovision. Eða framtaksleysi... Einhver þversögn í það minnsta...

GK, 20.2.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband