Ófarafögnuður...

dagskráin_11362345...er líklega ekki til í orðabók en var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las Dagskrána í síðustu viku. Ég hef stundum lesið pistla leynipenna sem kallar sig Játvarður í þessu blaði. Pistlarnir eru misjafnir en stundum ágætir.
Í síðustu viku skyggnist Játvarður inn í framtíðina þar sem hann flaggar spádómsgáfu sinni. Eitthvað er nú Játvarður svartsýnn á komandi ár en nákvæmur spádómur hans er ótrúlega hrottalegur og engum er hlíft.

4) Eldsvoði verður á bæ í Vestur Skaftafellssýslu, ekkert manntjón verður.
15) Sitjandi þingmaður í Suðurkjördæmi hættir á þingi vegna veikinda.
21) Rekstur Selfossbíós verður erfiður og verður bíóinu lokað í lok ársins.
25) Stórt brugg og fíkniefnamál kemst upp í nágrenni Selfoss. Margir verða handteknir.
29) Nokkrir af bílum Vegagerðarinnar skemmast í umferðaróhappi - engin slys á fólki.

Þetta er svona greitest hits upptalning úr pistli sem ég hélt fyrst að ætti að vera á léttu nótunum, en ég get ekki ímyndað mér að mörgum stökkvi bros yfir þessu - til dæmis rekstraraðilum Selfossbíós.

Spádómur dullans.tk: Prentsmiðja Suðurlands mun brenna til grunna í eldsvoða á miðju árinu - margir fá alvarlega reykeitrun. Í alvöru... myndi einhver setja eitthvað svona í áramótaspá?

Þess má geta að skoðanir Játvarðs (sem á reyndar að skrifa Játvarðar) þurfa ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir allt er það samt ritstjórinn, Magnús Hlynur, sem ber ábyrgð á þessum "ófarafögnuði".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Ja hérna hér!

Josiha, 10.1.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: mojo-jojo

heyrðu það er hægt að setja alveg slatta af lögum í þennan spilara

mojo-jojo, 10.1.2007 kl. 01:57

3 Smámynd: Fjóla =)

jahérna hér... miklu skemmtilegra að lesa e-ð jákvætt.. ég hef aldrei lesið neina pistil hjá þessum gaur.. vissi ekki einu sinni að það væri í blaðinu.. ætli að maður fari ekki að taka eftir honum núna..

Fjóla =), 10.1.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

haha... held að þessi játvarður sé bara ósáttur við þá hækkun á bíómiðum sem hefur átt sér stað eins og margir aðrir.

Guðmundur Marteinn Hannesson, 10.1.2007 kl. 13:18

5 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta fyrir innlit

Ólafur fannberg, 10.1.2007 kl. 21:13

6 identicon

Hah já mér finnst þeir ansi kaldir að birta þetta!

Anna Magga (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 21:35

7 identicon

Sniðugt. loksins eitthvert héraðsblað sem ,,þorir meðan aðrir þegja". það eru sennilega álíka miklar líkur á að þessi hrakspá (b)játvarðar rætist og skrumskæld völvuspá getspaks ófeigssonar í sunnlenska.

egill (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:31

8 Smámynd: GK

Já, Dagskráin er DV okkar sunnlendinga óskráði Egill.

GK, 10.1.2007 kl. 22:47

9 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Neitvarður sveitvarður

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 11.1.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband