Án...

Brunabíll
...þess að hafa kynnt mér nokkuð hvað málið er þá finnst mér ákaflega heimskulegt að brunavarnir séu ekki í lagi hjá Eymundi. Staðnum var lokað í nóvember vegna vanbúinna brunavarna og skömmu áður hafði skólaball verið blásið af á sömu forsendum með litlum fyrirvara. Er þá skynsamlegt að gera bara ekkert í málunum og auglýsa síðan áramótaball? Hvernig væri að lagfæra brunavarnirnar?

Annars er morguninn búinn að vera frekar þreytandi. Dýrleif Nanna vildi ekki fara að sofa fyrr en um fjögurleytið í nótt, eftir stanslausan grát sem líklega hefur stafað af tanntöku. Við fórum allavega upp á spítala í morgun þar sem Maríanna sagði okkur (á ísldönsku) að roðinn væri farinn úr eyrunum og líklega væru þetta bara nýjar tennur. Þurftum að bíða uppi á sjúkrahúsi í rúma tvo tíma og biðum samt örugglega ekki lengst af öllum. Finnst fólki þetta ásættanleg heilbrigðisþjónusta?

Já, ég er frekar grumpy í dag og vona að það lagist því í kvöld eru bæði tipparapartí hjá Árborg og jólapartí hjá Sunnlenska. Ég þarf að vera á báðum stöðum á sama tíma.

Hrós dagsins: Bónus á Selfossi er með stelpur í vinnu við að raða í poka hjá fólki. Troðfull búð, langar raðir og þetta flýtir fyrir. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta síðan í Kaupfélagi Árnesinga 1988.


mbl.is Fá ekki leyfi fyrir áramótadansleik í Ölfushöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Svona er lífið Guðmundur minn, ég man þá tíð! Það er algerlega óviðunandi hversu illa, og bara ekki neitt, er staðið að skemmtunum fyrir krakkagreyin hérna í bænum. Þú bara verður fljótur í partíum kvöldsins og ferð eins snemma að sofa og þú getur. Pokadýr hafa ekki sést lengi á suðurlandi og var tímabært að bæta þar úr. Gott hjá Bónus -i?

Helga R. Einarsdóttir, 30.12.2006 kl. 16:32

2 identicon

Hæ Gvenur minn,  Takk fyrir tilskrifið.  Ekki er allt eins og sýnist og alltaf tvær hliðar á hverju máli.  Örstutt skýring.  Málið snýst ekki um Tony´s County heldur reiðhöllina sem hefur ekki leyfi og mér skilst á brunamálastjóra að á þeim tíma sem höllinn hefur verið rekin þá hafi brunavörnum verið áfátt og ,,slóðaskapur" eigenda orðið til þess að brunamálastjóri einfaldlega stoppaði allan reksur í höllinni.  Þetta hefur í raun ekki með veitingastaðinn að gera þó að við tenjumst höllinni. Ómar (gaurinn sem vildi halda þetta ball) hringdi í mig og ég sagði honum að höllinn væri ekki á mínum snærum og hann fengi alla vega ekki inni hjá okkur þar sem við einfaldlega vildum það ekki - eigendur ætluðu að eyða áramótunum á Akureyri, sem við gerðum.  Mér þykir bara leitt að Tony´s County skuli hafa verið nefndur sem gerandi í þessu mál sem fyrirtækið er það ekki.  En við hristum þetta af okkur og höldum okkar styrki.  Ég mun svara þessu þegar ég kem í bæinn með því að fara yfir þetta mál á heimsíoðu okkar www.tonys.is
Gleðilegt nýtt ár og gangi þér vel með Gvend dúllara á komandi árum, kveðja Eymundur

Eymundur A. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 21:10

3 Smámynd: GK

Takk fyrir þetta Eymundur. Gott að fá svar frá fyrstu hendi... Gott að þið ætlið að rífa stemmninguna upp á Ingólfshvoli. Skemmtistaðaúrvalið er nú ekki svo fjölbreytt hér í sveitinni.

...og gleðilegt ár!

GK, 2.1.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband