23.12.2006 | 00:28
Fann...
...loksins smugu til að fara í klippingu áðan. Mér finnst þjónustulundin hjá rakarafeðgunum á Selfossi algjör snilld. Það er bara klippt og klippt þangað til síðasti maður er kominn út úr húsi. Enda laumaði ég bjórkippu með mér inn til að mýkja kallana aðeins og það hressti þá heldur betur við. Keypti mér síðan diskinn hans Gylfa Gísla á leiðinni út. Fín plata þar á ferðinni en leiðinlegt að maður heyrir hvað Gylfi er orðinn veikur. Röddin er ekki nærri því eins sterk og hún var hér áður fyrr. Ég gleymi því ekki þegar Gylfi söng "Áfram veginn..." í Brúarleikritinu fyrir einhverjum fimmtán árum. Þar var á ferðinni hetjutenór sem sló jafnvel orginalnum Sólon Íslandus við.
Og talandi um Brúarleikritið... Flóð, óttinn við þau hefur eitthvað eitthvað eitthvað. Margir bæir eru umflotnir, Krókur, Bár og Glóra... En kistlinum mínum týndi ég og það fannst mér nú verst. Kannski finnst hann þegar sjatnar... Þetta eru nokkrar eftirminnilegar línur (sem ég man ekki alveg) úr Brúarleikritinu þar sem flóðið 1889 kom mikið við sögu...
Mér fannst reyndar dáldið fúlt að vera "fastur í vinnu" á meðan þetta flóð var. Hefði frekar viljað skoppa um á árbakkanum með myndavél. Þetta er jú stærsta flóð í ánni á minni ævi. Kannski kemur það næsta þegar ég verð afgamall og verð þá einn af þessum "elstu menn muna" í útvarpsviðtali.
Þangað til næst; jólin!
Athugasemdir
Gott að þú ert klipptur sonur sæll. Það getur alveg komið annað flóð næsta ár, eða jafnvel í vor. Ég hef nú lifað tímana tvenna, eða tvö flóð, og ekki er ég ennþá spurð um það sem elstu menn eiga að muna.Svo lofarðu mér að fara ekkert að æða af stað í fyrramálið nema fært sé. Kv. mamma.
Helga R. Einarsdóttir, 23.12.2006 kl. 00:38
keyrðu svo varlega heim annað kvöld, engin ástæða til að flýta sér, ég geymi það sem þarf fram á rauða nótt. kv. líka mamma.
Helga R. Einarsdóttir, 23.12.2006 kl. 00:40
Gleðileg jól og hafðu það gott, gaman að sjá þig í dag! ;)
Sjáumst á jóladag... vá hvað mig langar í aspastertugubb... *sleeef*
Ninna (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.