Nú...

Steingrímur Hermannsson

...er ég hættur í Framsóknarflokknum. Ég var að rúnta í höfuðborginni um daginn og varð það á að svína bíl á planinu við Hagkaup í Skeifunni. Maður á auðvitað ekki að svína bíla en slysin gerast. Ég steig auðvitað á bremsuna til að forða árekstri þrátt fyrir að vera á nánast engri ferð. Síðan lít ég á bílstjórann í hinum bílnum, brosi og veifa og geri allt til að afsaka mig með handapati. En fýlupokinn í bílnum sem ég svínaði hristi bara hausinn og fussaði og sveijaði. Þegar ég glenni upp augun sé ég að þetta var enginn annar en Steingrímur Hermannsson. Úr því að framsóknarmenn verða svona fúllyndir þegar þeir eru orðnir gamlir þá held ég að það sé best að forða sér úr flokknum sem fyrst. Maður á að brosa í umferðinni.
Reyndar var ég skráður í flokkinn án minnar vitundar og býst við að tóra í honum þangað til ég er búinn að koma Bjarna Harðar í 2. sætið á listanum fyrir næstu kosningar - og síðan inn á þing. En svo er það bara bless bless Framsókn, ég verð að segja það...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Bjarni Harðar á þing?  Það yrði allt kreeeeeeisí!

Josiha, 18.12.2006 kl. 00:55

2 Smámynd: Josiha

P.S. Þú átt bara svart hvíta vini. Við erum svo kúl.

Josiha, 18.12.2006 kl. 00:55

3 Smámynd: mojo-jojo

Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á að stíga í þessum stjórnmálum, allir flokkar að svíkja hvorn annann hægri vinstri, og allir að lofa að gera eitthvað og standa svo ekki við það, fyrir utan samfylkingu og vinstri græna sem fá sem betur fer sem fæst tækifæri til þess að sanna sig þar sem þeir eru oftast í minnihluta, nema núna í Árborg, það verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður

mojo-jojo, 18.12.2006 kl. 12:01

4 Smámynd: Einar Matthías Kristjánsson

púúúúúúúúú

Einar Matthías Kristjánsson, 18.12.2006 kl. 16:20

5 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Velkominn útúr framsóknarskápnum

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 19.12.2006 kl. 00:03

6 identicon

Aldrei fundist þú og Framsókn gott par;-) Eigum við ekki að stofna leiklistarflokkinn? Ert að hressast? Knús úr norðrinu;-)

Halla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 10:13

7 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég er sammála þessu með Bjarna, hann þarf nauðsynlega að komast í þinghúsið. Við myndu þá alla vega eiga þingmann sem tekið væri eftir. Hvað sem hann entist svo í því. Þetta hús virðist hafa ákaflega leiðinleg og letjandi áhrif á fólk. Ég held að Hjálmar greyið sé ómeðvitað að hjálpa Bjarna og það er gott.

Helga R. Einarsdóttir, 19.12.2006 kl. 10:40

8 Smámynd: GK

Jóhanna: Bjarni myndi sóma sér vel á þingi. Litvinum mínum er að fjölga.

Jói: Þessi bæjarmálapólitík er bara rugl. Eins og aðrar tíkur.

Babú: Pú á Framsókn þá?

Gugga: Takk.

Halla: Leiklistarflokkurinn... hmmm... kannski. Er þetta leiklistarlið samt ekki flest upp til hópa vinstri sinnað lopahúfulið? Er að hressast.

Mamma: Mamma mín. Sammála þér með Hjálmar. Er ánægður með að hann er að grafa undan sjálfum sér.

GK, 23.12.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband