16.12.2006 | 23:20
Egill...
...var handtekinn í Fjarskanistan um daginn. Þetta olli fjaðrafoki og drengurinn komst í fjölmiðlana hérlendis. Enda ekki á hverjum degi sem Selfyssingur er handtekinn á framandi stað... eða hvað?
Það er minna en ár síðan Egill var handtekinn síðast... Það var í Hveragerði, þar sem hann var að reyna að hjálpa veikum, gömlum manni við að finna Náttúruleysingjahælið... eða ekki. Kannski óhlýðnaðist hann laganna vörðum sem vildu ekki að hann tæki myndir af brennandi flugeldasölu.
Hér er Egill handtekinn í Hveragerði í fyrra. Mun tilþrifaminna en að vera snúinn niður í Fjarskanistan.
Athugasemdir
Ætlaði hann að taka mynd af gamla, veika manninum?
Josiha, 17.12.2006 kl. 00:33
Ég er viss um að foreldrarnir telja dagana til jóla - ekki af því þau eru að bíða eftir gjöfunum - heldur vegna þess að þá kemur strákurinn heim. Íslendingar eiga held ég ekkert að vera þar sem ástandið er eins og þarna. Við þurfum alltaf að "bjarga málunum" og erum svo einstaklega "græn".
Helga R. Einarsdóttir, 17.12.2006 kl. 00:42
Áttu ekki vera farin að sofa gamla mín?
GK, 17.12.2006 kl. 01:08
hehe. thakka ter fyrir tessa frettaskyringu gummi. tad er enginn ohultur fyrir ,,oryggissveitum'' hveragerdis sem leggja sig allar fram vid ad halda eldri borgurum i svokolludum gettoum i baenum. frjals hveragerdi!
Egill Bjarnason, 18.12.2006 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.