1.4.2008 | 01:41
Mér...
...líður ögn skár, nú þegar ég hef skilað skattframtalinu. Ekki að það hafi verið hausverkur, heldur er þetta alltaf eitthvað sem ég humma fram yfir almennan skilafrest. Það sló reyndar á vellíðunartilfinninguna að skoða bráðabirgðaútreikninginn...
Annars eru mörg fleiri verkefni á borðinu þessa vikuna sem hafa beðið lengi. Þau þurfa að frestast fram yfir hádegi á miðvikudag þegar ég hef skilað af mér snepli vikunnar.
Annars langar mig bara að óska Laugdælum og Hrunamönnum til hamingju með sína sigra. Bæði lið komin upp í 1. deild í körfubolta. Það var gríðarleg stemmning á Laugarvatni í kvöld og stuðningsmenn Laugdæla svo sannarlega sjötti maðurinn. Það verður erfitt fyrir mann að velja sér uppáhalds lið í 1. deildinni á næsta ári því ég tengist liðunum ýmsum böndum. Í flestum þeirra á ég vini og kunningja. Nú er spurning hvað FSu gerir, það er vonandi að þeir klári Val. Ananars verða fimm sunnlensk lið í 1. deildinni á næsta ári.
Á næsta ári held ég auðvitað með __________ . Þarf stöðu minnar vegna að gæta hlutleysis.
Athugasemdir
Til hamingju Hrunamenn og Laugdælir bæði lið eru vel að þessu komin.
Stuðningsmenn Laugdæla voru klárlega sjötti maðurinn hjá þeim í gærkvöldi og byrjuðu að styðja sitt lið 20 mín fyrir leik.Flott umgjörð hjá heimamönnum en mér fannst kynningin alltof löng á liði heimamanna hún tók örugglega einhverjar 5.mínútur..
HGJ, 1.4.2008 kl. 02:23
Áfram Laugdælir!
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 02:42
heyrðu jújú.. FSu unnu Val í gær...þannig það ætti að minnka valkvíðan hjá þér..;)
Fjóla =), 3.4.2008 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.