9.2.2008 | 22:32
Hveragerði...
...er algjörlega týnt á landakorti íþróttadeildar RÚV. Í kvöldfréttunum var sagt að tveir leikir hafi farið fram í Iceland Express deild kvenna í dag. Ekkert var minnst á þriðja leikinn, Hamar-Grindavík. Þetta er aðra umferðina í röð sem sjónvarpið sleppir því að tilgreina leik í Hveragerði. Ekki það að Hamarsliðið þurfi eitthvað að vekja of mikla athygli á frammistöðu sinni, en þetta er auðvitað ekki sanngjörn meðferð. Og hvenær sáust sjónvarpsmyndavélar síðast í Hveragerði?
En jæja, hér er mynd úr leiknum. Þetta er Iva Milevoj, nýjasti leikmaður Hamars. Hún stóð sig ágætlega, eins og liðsfélagar hennar allir í dag. Þrátt fyrir það töpuðu þær naumlega, 79-82. Kæruleysi á lokakaflanum.
En jæja, hér er mynd úr leiknum. Þetta er Iva Milevoj, nýjasti leikmaður Hamars. Hún stóð sig ágætlega, eins og liðsfélagar hennar allir í dag. Þrátt fyrir það töpuðu þær naumlega, 79-82. Kæruleysi á lokakaflanum.
Athugasemdir
Sæll Gummi,ég tók einmitt eftir þessu,þetta er mjög lélegt hjá rúv.En gaman að sjá að Hamarsliðið er að vakna.
Heimir og Halldór Jónssynir, 10.2.2008 kl. 11:36
Já, mér finnst skrítið að þeir geri svona mistök, sérstaklega þar sem upplýsingaflæðið er mjög gott frá KKÍ til fjölmiðla.
GK, 10.2.2008 kl. 14:28
Gummi mættur til að taka málsstað minni máttar... djók! en samt ekki... lame að fjalla ekki um leiki þeirra eins og hverra annarra
Anna Sigga, 10.2.2008 kl. 18:14
Það er greinilega ekki mikill áhugi á körfubolta hjá lesendum þessarar síðu...
GK, 12.2.2008 kl. 00:24
Heyrðu Gummi minn það eiga nú ekki allir NIKE skó, síðan er við að bæta að ekki er nú eftirminnileg myndin WHITE MEN CAN´T JUMP. Sem er líklega viðeigandi að segja eftir að þú ert búinn að "commentera" að lesendur síðunnar séu áhugalausir um þetta hundl...... körfuhopp.
Eiríkur Harðarson, 12.2.2008 kl. 01:13
Hey, ég æfði nú í mörg ár með U.m.f Hrunamanna. Ég hef alveg áhuga á körfubolta, nenni samt kannski ekkert að tjá mig um hann, enda veit ég ekki hvað ég ætti að segja/skrifa
Anna Sigga, 12.2.2008 kl. 01:49
Ef það hefði verið mynd af svertingja, þá hefði ég sagt e-ð
Josiha, 12.2.2008 kl. 11:28
Körfubolti er ágætur um leið og maður byrjar að skilja hann.
Ég hef verið svo heppinn undanfarið að fá frímiða á leiki í dönsku úrvalsdeildinni og hef bara skemmt mér vel. Mér finnst nú samt spurning hvort ekki eigi að leggja fram tillögu um sérstaka deild fyrir leikmenn sem eru undir 180 cm og karfan í 240 cm hæð. Ég er viss um að ég stæði mig vel þar
Skúli Freyr Br., 12.2.2008 kl. 13:54
Eðlilegt bara, þetta með Hveró.
Ágústa R. (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.