7.2.2008 | 21:43
Skrapp...
...upp á Selfoss seinnipartinn og var síðan tæpa tvo tíma á leiðinni heim. Megninu af tímanum eyddi ég í sköflum á Kaldaðarnesveginum. Þakka Fjólu og félögum í björgunarfélaginu fyrir aðstoðina...
*UPPFÆRT* Kl. 02:09 Ég var að koma inn eftir að hafa dregið björgunarsveitina upp úr skafli. Drengirnir náðu að festa fína björgunarsveitarjeppann þegar þeir voru að skila Fjólu heim.
*UPPFÆRT* Kl. 02:09 Ég var að koma inn eftir að hafa dregið björgunarsveitina upp úr skafli. Drengirnir náðu að festa fína björgunarsveitarjeppann þegar þeir voru að skila Fjólu heim.
Athugasemdir
Lestu bloggið þitt hér fyrir neðan!
Snjór = fastur skódi .
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 7.2.2008 kl. 22:26
Ekki dissa Skódann. Björgunarsveitarbíllinn festi sig líka og þurfti annan jeppa til að draga hann upp ;-)
GK, 7.2.2008 kl. 22:31
hva kipptir þú þeim bara upp á Skodanum? :p
Babu (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 03:02
Gaman, gaman... en ertu ekki að plata í uppfærslunni?
Anna Sigga, 8.2.2008 kl. 10:01
AS: Ekkert plat á þessu bloggi. Ef ég hefði sagt að ég hefði dregið þau upp á Skódanum þá væri ég að plata. Tók sveitajeppann traustataki...
GK, 8.2.2008 kl. 12:28
...og af hverju er Babú ekki farinn að sofa kl. 03:02? Er ekki vinna á morgun?
GK, 8.2.2008 kl. 12:28
Babú er eins og New York, never sleeps ...
Hvað á það annars að þýða Guðmundur Karl, að hringja heim til manns, tala við bróður manns (mjög, mjög seint um kvöld btw) og biðja ekki að heilsa manni? Hvernig heldur þú að þetta hafi látið mér líða? JÁ, HVERNIG ?!?
Ágústa R. (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:22
Ágústa! Ég áttaði mig greinilega ekki á aðstæðum að því leiti að ég vissi ekki að þið væruð undir sama þaki... veit að þú varst komin í náttfötin þegar ég hringdi en vona að þú hafir ekki misst of mikinn svefn. Það þætti mér leitt.
Bið að heilsa bróður þínum.
GK, 8.2.2008 kl. 19:48
VVVeeeiiiii! Lífsmark frá "Rúnarsdóttur"! Sama hvort hún er móðguð, fúl eða kát - gott að hún er enn á meðal vor. Ég bið að heilsa. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.