24.1.2008 | 00:16
Dagurinn...
...var nokkuð viðburðarríkur.
Sá smyril á hlaðinu (Jakob! Ég sá smyril)
Fór fimm km á crosstreinernum (Jóhanna hélt að ég væri að fá hjartaáfall)
Verslaði í Bónus (Árni nennti auðvitað ekki að vera í vinnunni)
Eldaði ýsu með tómötum og osti (Og stappaði vel fyrir DNG)
Já, þetta var sko viðburðarríkur dagur...
Sá smyril á hlaðinu (Jakob! Ég sá smyril)
Fór fimm km á crosstreinernum (Jóhanna hélt að ég væri að fá hjartaáfall)
Verslaði í Bónus (Árni nennti auðvitað ekki að vera í vinnunni)
Eldaði ýsu með tómötum og osti (Og stappaði vel fyrir DNG)
Já, þetta var sko viðburðarríkur dagur...
Athugasemdir
Hringdi ég ekki í þig til að ná smyrlinum sem flaug inn í hús á síðustu öld? ...minnir það. Hann elti þröst inní stofu!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 24.1.2008 kl. 01:00
Gummi ég hélt að það væri búið að selja Smyril og kaupa Norrænu í staðinn.
Eiríkur Harðarson, 24.1.2008 kl. 01:53
Vó! ég verð að fara vanda mig betur við lesturinn.... ég las..... "eldaði ýsu með tönnunum og...." (tek það farm að ég á ekki við lesblindu að stríða, enda hefði sennilega þeir sem hana "hrjá" ekki átt í vandræðum með þetta, heldur er þetta mín viðvarandi leti)
Anna Sigga, 24.1.2008 kl. 10:30
duglegur
GAB (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:50
Þú lifir spennandi lífi.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:55
Sko, strákinn! Passaðu þig bara að fara ekki of geyst á "trainernum". Það er ansi hætt við því að taka þetta með trompi og svo vera svo gjörsamlega úrvinda að það líða dagar þangað til þú hættir þér aftur á tækið. Gera minna en oftar. Þetta er ég a.m.k. að reyna að koma inn í hausinn á mér.
Sigurlaug B. Gröndal, 25.1.2008 kl. 10:56
Vel gert!!!
Ég sá einmitt Smyril fyrir ekki svo löngu síðan ekki langt frá þar sem þú átt heima.
Sá sat upp á símastaur ekki langt frá Eyrabakka.
Ýsa með tómötum... Þetta væri hinn fullkomni réttur fyrir Gróu... spurning um að ef þetta er gott að ég fái uppskrift af þessu.. nema þetta sé soðin ýsa og ferskir tómatar... þá þarf ég bara að vita hversu lengi maður á að sjóða ýsu!
JJ (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:32
Haha... þetta er nú bara tiltölulega einfalt.
Ýsa á pönnu... sirka ein tómatsneið á hvern ýsubita, smá pipar og svo ostasneiðar yfir hvern bita rétt undir lokin, svo osturinn bráðni yfir allt.
GK, 26.1.2008 kl. 11:47
Alveg rétt hjá þér Guðmundur.
Helga R. Einarsdóttir, 26.1.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.