20.1.2008 | 23:08
Jæja...
...Patriots komnir í SuperBowl. Þetta var samt frekar slakur leikur á móti Chargers - menn ekki að gera meira en þurfti til að vinna... Gaman að sjá til Kevin Faulke í leiknum. Ég hef alltaf haldið dáldið upp á hann en hann hefur staðið í skugganum á Randy Moss á þessu tímabili. Nú er bara að vona að Green Bay komist líka í Super Bowl... þó að Ninnó komist ekki í SB-partíið...
Held að það sé mús í stofunni. Eða snjótittlingur.
Keypti Cross-Trainer í dag. Svitnaði við að setja hann saman.
Fór til Þorlákshafnar. Varð sjóblautur.
Annars er ég bara rólegur...
*UPPFÆRT* Þetta var ekki mús eða snjótittlingur, heldur trjágrein á sliguðu tré sem strýkst við stofugluggann.
*UPPFÆRT 2* Það er gríðarlega skítkalt í Green Bay... [Þórmundur Bergsson að lýsa á Sýn]
Athugasemdir
Til hamingju með cross-trainerinn, þetta eru alveg súpergræjur, ekki hægt að fá betri fjölþjálfa. Hvaða tegund keyptir þú, ég fjárfesti í einum slíkum s.l. haust. Verst að ég var ekki heima þegar þú komst til Þorlákshafnar í dag, ég hefði svo sannarlega boðið þér í kaffi! Kveðja úr Þ.höfninni.
Sigurlaug B. Gröndal, 20.1.2008 kl. 23:15
Þetta er eitthvað ofsa fínt og ódýrt úr Húsasmiðjunni... veit ekkert hvað hann heitir...
Já, mér hefði ekki veitt af kaffi eftir volkið í sjónum (Blotnaði reyndar bara aðeins í fæturna)
GK, 20.1.2008 kl. 23:30
Heyrðu nú mig góði! Gaf ég þér ekki þennan cross-trainer í fyrirfram bóndagasgjöf?! Ég óska eftir að þú leiðréttir þetta í snarhasti!
Reyndar ætla ég svo að nota þetta líka, en þú átt hann!
Josiha, 21.1.2008 kl. 01:05
Það leiðréttist hér með að ég keypti ekki krosstreinerinn heldur fékk ég hann í bóndadagsgjöf frá húsfreyjunni.
Biðst forláts...
GK, 21.1.2008 kl. 01:17
Vá hvað var samt gríðarlega skítkalt 1°F en 23°F í vinkælingu.. ég var ekki alveg að ná þessu... ég var samt fyrir vonbrigðum með leikinn ég hélt með Green Bay en ekki the Giants :(
jæja til hamingju með crosstrainerinn
Anna Sigga, 22.1.2008 kl. 13:10
Hvaða skilaboð er húsfreyjan að senda þér?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.1.2008 kl. 17:25
Gummi hvurs lags er þetta, kvinnan á móti því að þú verslir í Húsasmiðjunni.
Eiríkur Harðarson, 22.1.2008 kl. 21:39
ASV: Þú leynir á þér og ert greinilega vænsti kvenkostur.
GHS: Veit það ekki. Hún er samt uppáhalds húsfreyjan mín.
EH: Ha?
GK, 23.1.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.