Kominn...

20073910216603 ...tími á nýtt blogg. Búinn að vera með einhverja háls-, nef- og eyrnaflensu frá því að ég vaknaði á nýjársdag og hef ekki verið til mikilla stórræða. Þrettándinn er í dag þannig að jólin eru að verða búin og hver að verða síðastur til að sjá mömmu kyssa jólasvein.

Ég var ekki búinn að skrifa neitt um skaupið. Mér fannst þessi Lost húmor alveg lost. Annars voru alveg ágætir sprettir í þessu þó að tempóið hafi ekki verið mikið. Líklega ekki eftirminnilegt til lengdar, nema fyrir ristilhreinsunina á Jónínu Ben.

Horfði á alla Næturvaktarseríuna síðustu tvö kvöld. Bjóst við að þetta væri ekki eins skemmtilegt og raun bar vitni. Það er nefnilega oft þannig þegar allir eru að hype-a eitthvað svona upp að maður geri sér of miklar væntingar. En svo var ekki í þessu tilviki. Frábær skemmtun. Í raun og veru ekki grínþættir, heldur félagsleg ádeila með gamansömum undirtón.

Ætla að horfa á Liverpool vinna Luton 8-0 í dag og síðan fer ég að vinna. Nóg að gera þessa dagana þar sem ég er einn á blaðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég skal reyna að vísa þér til frétta ef ég finn þær. Það ætti að létta þér róðurinn. Verst að mér finnst kannski fréttnæmt það sem öllum öðrum finnst ekkifrétt. En ef þú mátt vera að því að horfa á fótbolta ertu nú varla mjög aðþrengdur? kv ma.

Helga R. Einarsdóttir, 6.1.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Já fínt...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 6.1.2008 kl. 17:20

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

JÁ SÆLL, EIGUM VIÐ AÐ RÆÐA ÞETTA EITTHVAÐ MEIRA.

Eiríkur Harðarson, 6.1.2008 kl. 17:27

4 identicon

til hamingju með 8-0 sigurinn væni... ég lærði best þegar ég var að spila með ÍK í efstu deild ´91 og þegar ég var að vinna á þjóðviljanum að vera aldrei glaður á yfirlýsingar. þú ættir að taka það til fyrirmyndar gæskan

ps. ég kyrki næsta mann sem kemur með frasa úr næturvaktinni nálægt mér, ok kyrki kannski ekki kasta notuðu sápustykki í vinstra eyrað!  aha yfirlýsing?

Atli Rafn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:34

5 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þú átt alla mína samúð. Gangi þér vel á vaktinni!

Sigurlaug B. Gröndal, 6.1.2008 kl. 22:20

6 identicon

Atli, Hvað tegund af kjöti ert þú eiginlega? Hvar hefur þú verið að smíða geimflaugar? Eru mamma þín og pabbi kannski systkini? þú ert ekki með kennitölu? Eða ertu bara illa vinstri grænn?

Naanananana reyndu bara að ná mér :)

Baldvin (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:58

7 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Já sæll,eigum við að ræða þennan leik eitthvað í dag Gummi,gera 1-1 jafntefli við Luton ég er ekki sáttur með það...Á hvaða blaði ertu farin að vinna Gummi?.

Heimir og Halldór Jónssynir, 7.1.2008 kl. 01:02

8 Smámynd: Josiha

Hahahaha... Baldvin fyndinn

Annars finnst mér alltaf frekar glatað þegar fólk er að koma með svona frasa úr þáttum or some. Fólk á bara að búa til sína eigin frasa og sýna smá persónuleika í leiðinni - í staðinn fyrir að apa eftir frösum sem eru ekki búnir til af merkari manni en Jóni Gunnari Geirdal!

Ég hef talað.

Josiha, 7.1.2008 kl. 01:38

9 identicon

Kvitt fyrir mig...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:14

10 Smámynd: GK

Takk fyrir kommentin allir...

Til Dóra: Ég er að vinna á Sunnlenska fréttablaðinu á Selfossi.

GK, 8.1.2008 kl. 00:54

11 identicon

Í ljósi kommentsins frá Joshia þá finnst mér tilvalið að benda einu sinni enn á að

"Lífið er yndislegt, það er rétt að byrja hér..."

kannski ekki frasi sem slíkur, en ég er að sjá það núna að ég get verið pirrandi með þetta allan ársins hring :-)

Babu (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband