Alveg...

...stórmerkilegt veðrið á Íslandi. Þegar ég ók af stað í átt að Ingólfsfjalli var kvöldsólin að stinga sér niður á milli skýjanna í blankalogni og blíðu. Ég tók myndir við rætur Ingólfsfjalls í svona hálftíma og á meðan færðust skýin yfir. Ég var tíu mínútur að keyra til baka og á þessum tíu mínútum hvarf fjallið síðan gjörsamlega í þoku og rigningu. Eða eins og maðurinn sagði: "Ekki er ein báran stök í 12 vindstigum..."

Kom síðan upp úr krafsinu að maðurinn sem bjargað var úr fjallinu var sænskur svíi. En hann komst heill niður sem betur fer...

Ef myndin prentast vel má sjá vígalegan Magnús Hlyn að leita að svíanum...


mbl.is Þrjú útköll hjá björgunarsveitum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: mojo-jojo

Ég var eimmit að keyra yfir heiðina þetta kvöldu og maður sá ekki handa sinna skil, alveg ferlega skrítið

mojo-jojo, 2.10.2006 kl. 23:46

2 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Reyndi M.H.H.ekkert að tæla sænska svíann niður með kjötbollum?

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 2.10.2006 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband