Ég...

...þurfti að hringja í tvö ráðuneyti í dag. Fyrst hringdi ég í Dóms- og kirkjumálaráðuneytið þar sem allar línur voru uppteknar og símtöl afgreidd í réttri röð. Ég beið á línunni í rúmar 50 mínútur en símtalið tók samtals 53:13 mín. Strax á eftir hringdi ég í Umhverfisráðuneytið þar sem mér dauðbrá þegar ég fékk samstundis svar. Símtalið tók 1:19 mín.

Af þessu dreg ég þá ályktun að það sé minna að gera í umhverfisráðuneytinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ályktun er líklega rétt hjá þér.

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:18

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þegar mikið er að gera þá eru allir á tánum og verða að vera snöggir að afgreiða símtöl. Þar sem lítið er að gera er einn starfsmaður oft látinn sjá um margt og þá kemur fyrir að stutt símtöl sitja á hakanum. Ég er í vafa. :)

Birgir Þór Bragason, 13.12.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hver veit nema að Björn hafi ekki bara verið á salerninu, skilst nefnilega að Kirkjumálaráðuneytið sé ekki nema svona ein skrifstofa.

Eiríkur Harðarson, 13.12.2007 kl. 20:53

4 identicon

ég er sammála ninnu..

ALLIR Á DRAUGABARINN Á LAUGARDAGINN:)         

helga guðrún (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:26

5 identicon

já af þessu að dæma er umhverfsráðuneytið óþarfa stofnun, ekket að gera þarna, fólk fær bara afgreiðslu eins og ekkert sé... leggjum það niður ;)

Auður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 00:27

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skýringin á þessu er sú að hjá Birni er dýrasta salernisaðstaða á Íslandi og margt að skoða. Sennilega bara venjuleg snyrtin í Umhverfisráðuneytinu. Sólveig Pétursdóttir vildi pissa fínt.......

Hólmdís Hjartardóttir, 20.12.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband