Richard...

 

...Hammond liggur milli heims og helju á sjúkrahúsi eftir að hafa krassað á bíl með þotuhreyfli. Las fréttina á BBC og hún var nánast byggð upp eins og minningargrein. Sem var leiðinlegt. Hammond er ferskasti sjónvarpsmaður sem ég hef séð lengi, enda eru TopGear þættirnir í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann hóstaði líka Braniac til skamms tíma, sem eru snilldarþættir á Discovery Channel. Vonandi að bænir manna verði með Hammond og hann komi sterkur til baka...

Annars er ég að fara til London seinnipartinn á föstudaginn, þannig að ef ég hendi ekki inn bloggi annaðkvöld þá er það bara bless í bili þangað til. Blogga þá líklega næst úr lobbíinu á Regent Palace á Piccadilly. Það er slík rottuhola bæ ðe vei, að Liverpool neitaði að skilja miðana mína eftir þar. Skil þá vel. Þetta hótel er það ódýrasta í London og gæðin eftir því, en hverju er maður að leita að í útlöndum. Ég hef gist þarna tvisvar áður. Rúmin eru fín en restin ekki. En ekki ætla ég að hanga uppi á hóteli alla ferðina... það er karókíbar á jarðhæðinni...

(Já og mamma, var ég búinn að segja þér að ég væri að fara út um helgina? Kem heim á mánudagsmorgun og lofa að vera þægur...)


mbl.is Einn þáttastjórnenda Top Gear þungt haldinn eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að þú standir við það Guðmundur minn, og láttu hótelið ekki hafa áhrif á þig. En þó finnst mér reyndar líklegra að ljótu kallarnir séu á dýru og fínu hótelunum.
Þeir kunna allir einhver óþrifa ráð til að eignast peninga. Sennilega eiga mömmur bara að vera hamingjusamar á meðan börnin þeirra hafa ekki ráð á flottum gististöðum. Góða ferð, mamma.

ammatutte (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 12:42

2 identicon

ha ég hélt að við myndum bara hanga í partýspilinu uppá hótelinu alla helgina? skiftir mig engu máli hvernig hótelið er svo lengi sem ég fæ söl og fótbolta.

ninnó (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 18:55

3 Smámynd: GK

Það eru engir ljótir kallar á þessu hóteli. Bara nískir útlendingar. Síðast þegar ég var þarna þá festist ég í lyftu með ítala og honum fannst ítalskan mín mjög góð... samt bullaði ég bara eitthvað, en átti mjög gott samtal við hann...

GK, 21.9.2006 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband