Var...

04517...að koma af upplestrarkvöldi á Sunnlenska bókakaffinu. Yfirskriftin var Glæpir og gamanmál. Þar var m.a. Þorsteinn B. Einarsson og kynnti hann bók sína, Morðið á Laugalæk. Bókin er yfirferð Þorsteins um rannsókn óupplýsts morðs á leigubílstjóra í Reykjavík árið 1968. Ég er virkilega spenntur fyrir því að lesa þessa bók.
Elín las síðan uppúr Harðskafa Arnaldar, sem er skyldulesning, og Bjarni las úr bók Þráins Bertelssonar, Englar dauðans. Eftir upplesturinn er ég staðráðinn í að lesa þá bók, en þótti hún svosem ekki spennandi fyrir.
Sjálfur las ég uppúr tveimur gamansögubókum og þó að sögurnar hafi verið misfyndnar þá voru undirtektir góðar - a.m.k. kurteislegar ;-) ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Ertu svona mikill bókaormur!?! Segir sér kannski alveg sjálft.

Anna Sigga, 23.11.2007 kl. 09:38

2 identicon

Já, ég er voða spennt fyrir öllum þessum bókum...

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ert þú þá sá sem Þorsteinn skrifar um í bók sinni"Morðið á Laugalæk"

Eiríkur Harðarson, 23.11.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

upplestarkvöld? á ég að lána þér gleraugun þín? hehe

Guðmundur Marteinn Hannesson, 23.11.2007 kl. 23:27

6 Smámynd: GK

ASV: Áhuginn er fyrir hendi en tíminn varla. Ég er a.m.k. með bunka af bókum í huga áður en ég les þessa. Af hverju segir það sig sjálft?

ÁNK: Jamm...

GHS: Er það?

EH: Whatever.

GMH: Nei takk, ég var með þau. ;Þ

GK, 24.11.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband