Stundum...

responseFelmtri slegnir Selfyssingar þustu út á götu


...getur maður ekki annað en hlegið að vinnubrögðum blaðamanna visir.is. Rétt fyrir klukkan sjö í kvöld varð jarðskjálfti upp á fjóra á Richter utan við Seltjarnarnes. Samkvæmt Vísi þá var fólki á Selfossi mjög brugðið við þennan skjálfta og þusti út á götu...

Fréttina má lesa hér. Þetta verður ekki mikið fyndnara...

(Annars er bara stuð í vinnunni - hér hristist allt og skelfur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Fullur: Já...? Átta mig ekki alveg á samhenginu, en takk fyrir kommentið :-) Býrðu nokkuð í Keflavík?

GK, 20.11.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: GK

Fullur: Jú, Keflavík er hinn eini og sanni hnakkabær.

GK, 20.11.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Haha þessi frétt var einmitt á st2 ég hló svo mikið að ég gleymdi að hlaupa út.

Happy shake-shake .

Fullur: kíktu bara á Selfoss og fáðu þér HRISTAN kokteil, ekki vanþörf á .

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 20.11.2007 kl. 22:11

4 identicon

Fyndið að hann skuli telja þessa skjálfta vera vegna skjálftans við Gróttu. Hvernig útskýrir hann þá hrynuna sem var búin að vera á undan hérna á selfossi? Siggi stormur hefur kannski hnerrað? Smurning? Annars skil ég ekki afhverju fólk ætti að vera að æða út, það væri miklu gáfulegra að drífa konuna bara uppí rúm.... með góða bók ;)

Baldvin (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:22

5 identicon

Langar á Selfoss!

Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:23

6 identicon

Kannski hafa allir verið inni að lesa því ég varð ekki var við neina traffík.

Baldvin (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:25

7 Smámynd: Anna Sigga

Ha ha ha Baldvin brandarakarl....

.... leitt að hafa misst af þessum óróa á Selfossi... skapaðist ekki líka svona glundroði og óeirðir og fólk braut gluggana á hjólabæ og stal úrum frá Kalla. Hraðbönkum velt um koll og sírenuvæl ómað um allan bæ?  Strákar solið veskjum af gömlum konum og stelpur hlaupið með pilsið flagsandi uppí vindinn?

 Nei ég var bara að spá því ég missti s.s af þessu

Anna Sigga, 21.11.2007 kl. 09:48

8 Smámynd: Josiha

Hahahahahhaa.... Anna Sigga fyndin!  Sé þetta sko alveg fyrir mér! Hahaha...

Josiha, 21.11.2007 kl. 11:51

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gummi skamm, vertu ekki að hræða UNGAR/gamlar konur með þessu endemis bulli í þér.

Eiríkur Harðarson, 21.11.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: GK

GHS: Haha... takk... Haha...

BÁ: Haha... Haha... Haha...

ÁNK: Selfoss er staðurinn... Haha...

BÁ2: Haha...

ASV: Haha... Jú, það varð alvöru riot hérna á Selfossi. Loxins gerðist eitthvað almennilegt.

JSH: Haha... já.

EH: Haha... aldrei slæmt að grínast smá...

Ps. Mér tókst að segja "haha" við öllum kommentunum.

GK, 23.11.2007 kl. 00:17

11 identicon

hehe ég fussaði einmitt mikið og sveiaði yfir þessum fréttum og muldraði fokkings aðkomupakk, það verður enginn alvöru Selfyssingur hræddur við jarðskjálfta sem rétt slefar í 3 á ricther.

Man t.d. eftir seinni stóra skjálftan hérna um árið að ég ætlaði bara að reyna að halda áfram að sofa og var frekar pirraður á þessum hristingi að nóttu til......

....mamma var reyndar ekki allveg á sömu skoðun

Í fyrri skj´laftanum (17.júní) hélt ég að Óskar Ei væri að hrista Coltinn minn á ESSO planinu og var AFAR leni að átta mig á því að um skjálfta væri að ræða :-) 

p.s. Fullur, varstu fullur þegar þú skrifaðir þetta eða?  

Babu (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 01:09

12 identicon

Minnir töluvert á skjálftana árið 2000. Þá sat ég í mestu makindum á uppeldisstöðvunum og horfði á kvöldfréttir, hvar Sigmundur Ernir var í beinni útsendingu frá mjólkurbænum mikla á bökkum Ölfusár og talaði um hvernig algjör neyð og skelfing ríkti í bænum eftir hressilega jarðskjálftakippi fyrr um daginn.

Ég fór út að glugga, leit út, sá hvorki neyð né skelfingu og hugsaði með mér sem svo að Simmi hlyti að vera öllu viðkvæmari fyrir smá jarðhræringum en við hin.

Ég ætla auðvitað ekki að gera lítið úr því að einhverjir misstu heimili sín í þessum skjálftum, en það gerðist bara ekki á Selfossi. Svolítið eins og að senda út beint frá landsleik á Laugardalsvelli, en gera það úr Kaplakrikanum.

einareli (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband