16.11.2007 | 23:51
Ástæðan...
...fyrir því að maður mætir á leiki í kvennakörfunni:
Nei, samt ekki. Þessir búningar eru nú ekki beint klæðilegir...
Hamarskonur mættu s.s. Keflavík í fyrradag þar sem þessar myndir eru teknar. Hamar laut í gras... eða öllu heldur gólfefni, þrátt fyrir góðan leik. Það er bara illmögulegt að stöðva þessar massatönuðu og helstrípuðu Keflavíkurstelpur. Man! Þær hljóta að æfa í ljósabekk! Minnti mig á grein sem EEM skrifaði einu sinni um að þegar Reykvíkingar fóru út á land að leita að hnakkabænum þá hafi þeir villst og endað á Selfossi. Auðvitað ætluðu þeir til Keflavíkur.
Hamar fær Grindavík í heimsókn á morgun, verður vonandi góð skemmtun. Ef menn vilja skella uppúr þá má setja sömu dómara á þennan leik og þann síðasta - þeir voru hlægilegir.
Hér að neðan eru fleiri myndir úr leiknum, svona í tilefni af degi íslenskrar tungu. Jónas frændi minn varð 200 ára í dag, en hann heldur ekki upp á afmælið fyrr en um næstu helgi.
Nei, samt ekki. Þessir búningar eru nú ekki beint klæðilegir...
Hamarskonur mættu s.s. Keflavík í fyrradag þar sem þessar myndir eru teknar. Hamar laut í gras... eða öllu heldur gólfefni, þrátt fyrir góðan leik. Það er bara illmögulegt að stöðva þessar massatönuðu og helstrípuðu Keflavíkurstelpur. Man! Þær hljóta að æfa í ljósabekk! Minnti mig á grein sem EEM skrifaði einu sinni um að þegar Reykvíkingar fóru út á land að leita að hnakkabænum þá hafi þeir villst og endað á Selfossi. Auðvitað ætluðu þeir til Keflavíkur.
Hamar fær Grindavík í heimsókn á morgun, verður vonandi góð skemmtun. Ef menn vilja skella uppúr þá má setja sömu dómara á þennan leik og þann síðasta - þeir voru hlægilegir.
Hér að neðan eru fleiri myndir úr leiknum, svona í tilefni af degi íslenskrar tungu. Jónas frændi minn varð 200 ára í dag, en hann heldur ekki upp á afmælið fyrr en um næstu helgi.
Athugasemdir
Góður Gummi,flottar myndir eins og alltaf..
HGJ, 17.11.2007 kl. 00:48
Ég kíkti við. Fékk þó ekkert kaffi. Stórmóðguð.
Ása Ninna Katrínardóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 06:19
Eridekki knattglíma ?
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.11.2007 kl. 13:35
Þetta minnir mig á þegar við skólasystur á Skógum slógumst á kvöldin áður en skriðið var í kojur. Ég fæ einhverja sérstaka samkennd með þessari sem situr þversum ofaná hinni. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 17.11.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.