Spurning...

 

...hvað á að sleikja Eið Smára mikið upp? Ég horfði á leikinn (síðustu tuttugu mínúturnar) áðan þar sem kappinn fiskaði vítaspyrnu. Ronaldinho skoraði þriðja mark Barca úr spyrnunni og leikurinn endaði 3-0. En þvílíkt sem Gaupi gat misst sig yfir því að þetta væri nú allt saman Smáranum að þakka, hann fiskaði vítið og tryggði þar með Barcelona sigur og bla bla bla...

Eiður er góðra gjalda verður, næstbesti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi. Hann hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hann er í dag og á fyllilega skilið að vera varamaður í besta liði í heimi (þar sem Liverpool er ekki talið með eftir árangurinn í dag). En ef það á að missa sig algjörlega í hvert skipti sem Eiður gerir eitthvað í leikjunum í vetur þá held ég að það sé betra að hafa spænska þuli heldur en að þurfa á Gaupa og fleiri hetjur missa sig í lýsingarorðunum um þennan annars ágæta gulldreng okkar... Hann er jú bara að vinna vinnuna sína...

Ég sat pollrólegur með Dýrleifu Nönnu í fanginu í nýja Gudjohnsen Barcelona búningnum mínum og horfði á leikinn. DNG var reyndar ekki eins mikið að fylgjast með og ég, heldur dundaði hún sér við að naga FCB merkið á búningnum...


mbl.is Eiður fékk vítaspyrnu í sigri Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu...

Ég hefði nú gert það sama og DNG,hefði ég verið fyrir framan sjónvarpið...

Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 17.9.2006 kl. 22:11

2 Smámynd: mojo-jojo

Já íslenskir lýsarar eru skelfilega lélegir, það er helst að maður nennir að hlusta á Hörð en það er bara af því að hann er fyndinn

mojo-jojo, 18.9.2006 kl. 00:15

3 Smámynd: Jakob

ahaaa... mikið rétt... mikið rétt!

Jakob, 18.9.2006 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband